14.3.2010 | 01:35
Sannleikurinn er sagna bestur!
Ég verð að leyfa mér að efast um sannleiksgildi svars Arion banka. Enginn banki hefur veitt meiri upplýsingar um stöðu lánasafna sinna og jafnframt hve mikið hefur verið fært á afskriftarreikning og Kaupþing. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu til kröfuhafa (Creditors Report), sem Ólafur Garðarsson, skiptastjóri Kaupþings, hefur gefið reglulega út frá febrúar í fyrra. Þar er því að finna marg fróðlegt.
Í fyrstu skýrslu til kröfuhafa kom fram að lánasöfn að verðmæti 1.410 milljarðar króna hafi verið færð yfir til Nýja Kaupþings. Síðan kemur fram að 954 milljarðar hafi verið færið á afskriftarreikning (Impairment on loans to customers), þannig að bókfært verðmæti sé aðeins 456 milljarðar króna. Þessi afskrift tengist eingöngu þeim lánum sem flytjast til Nýja Kaupþings nú Arion banki, en lán til viðskiptavina, sem urðu eftir í gamla bankanum voru að verðmæti 962 milljarðar króna, en sannvirði talið 250 milljarðar króna. Þessi lán eru til viðskiptavina í Bretlandi (661 milljarður króna), á Norðurlöndum (123 milljarðar króna), í Lúxemborg (83 milljarðar króna) og annars staðar (96 milljarðar króna). Jafnframt kemur fram að lán til einstaklinga námu 52 milljarðar kr., til eignarhaldsfélaga var lánað 318 milljarðar króna, "industry" fengu 187 milljarða króna að láni, fasteignafyrirtæki 158 milljarða króna, þjónustufyrirtæki 136 milljarða króna og "trade" 112 milljarða króna.
Í nýjustu skýrslunni koma fram frekari upplýsingar um skiptingu lánanna. Þar segir meðal annars að verðmæti lána sem flutt voru til Arion banka séu skráð á "transfer price", þ.e. á því mati sem notað var við flutning lánanna til Arion banka. Einnig er tekið fram, að lán undir 2 milljörðum eru metin samkvæmt flokkun og margfeldi á tilteknu bili (e. "valued based on categorisation and multiples at certain intervals"). Þetta er mikilvægt, þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf upp í októberskýrslu sinni að heildareignir Nýja Kaupþings voru 624 milljarðar kr. miðað við stöðu 31.12.2008 (töflur á bls. 19 og 46). Í nýjustu skýrslu til kröfuhafa er tekið fram að þessar eignir hafi eitthvað lækkað, þar sem einhverjar eignir voru færðar til baka.
En snúum okkur aftur að skýrslu AGS. Á bls. 21 eru birt tvö gröf með súluritum. Annað grafið er með upplýsingar um skuldir heimilanna að brúttó virði og sannvirði. Lesa má það út úr súluritunum að brúttó virði skulda heimilanna sem fluttar voru yfir í Arion banka hafi verði um 280 milljarðar kr. en sannvirði um 155 milljarðar kr. Hitt grafið er með upplýsingar um skuldir fyrirtækja og fyrir Arion banka eru þær tölur 930 milljarðar kr. brúttó en 310 milljarðar að sannvirði. Höfum í huga að þessi lán eru, samkvæmt skýrslu til kröfuhafa Kaupþings, bókfærð á "transfer price". Við höfum því að verðmæti lánasafna heimilanna hjá Arion banka er því 55% af því sem þau voru í hjá Kaupþingi. Og nú langar mig að vitna í skýrslu AGS, þar sem sjóðurinn er að skýra hvernig nota má þennan mismun:
The authorities acknowledged the importance of safeguarding credit discipline and of distinguishing between viable debtors (who can be rehabilitated) and non-viable debtors (whose rapid exit should be arranged through credible and efficient liquidation and bankruptcy procedures). For these reasons, they have rejected calls for across-the-board debt relief. The authorities recognized that there would be no room for further fiscal assistance. However, they noted that the compensation agreement between the new and old banks will provide the new banks with a margin to fund restructuring: the difference between the face value and new book value of their loans (text figure). This would be used judiciously, with representatives of old banks monitoring the process.
Þarna er sem sagt viðurkennt að nýju bankarnir hafi svigrúm til að fjármagn endurskoðun skulda. Hjá Arion banka er þetta svigrúm vegna lána heimilanna sagt vera 125 milljarðar kr. eða 45% af brúttó virði lánanna. Það er gjörsamlega útilokað að Arion banki hafi þegar nýtt þetta svigrúm, eins og segir í tilkynningu bankans. Að halda því fram, eins og kom fram í einhverri frétt, að afskriftir eignarhaldsfélaganna sé að koma í veg fyrir frekari leiðréttingu lána heimilanna, er aum skýring. Í fyrsta lagi, þá eru skuldir heimilanna óháðar skuldum eignarhaldsfélaganna. Í öðru lagi, þá hef ítrekað verði hamrað á því að ekki megi nota svigrúm frá einum hópi lántaka til að nýta til afskrifta hjá öðrum. Og í þriðja lagi, þá urðu skuldir eignarhaldsfélaga að mestu eftir í Kaupþingi.
Ég hef áður sýnt fram á, að þó svo að gengistryggð lán heimilanna séu færð niður um 50% og verðtryggð og óverðtryggð lán um 20%, þá er ennþá eftir svigrúm hjá Arion banka upp á yfir 40 milljarða kr. til að mæta öðrum töpuðum útlánum og hærri fjármögnunarkostnað af þeim 155 milljörðum sem teljast sannvirði lána. Tilkynning Arion banka gerir ekkert til að hrekja þá staðhæfingu eða sanna hið gagnstæða. Hún er bara fullyrðing án nokkurs sönnunargildis. Vil ég því skora á forráðamenn Arion banka, líkt og ég skoraði á forráðamenn Íslandsbanka, að sanna þá staðhæfingu sína að svigrúmið sé að fullu nýtt. Ég verð að viðurkenna að það gengur ekki upp í mínum huga.
Svona til frekari upplýsinga, þá hefur Arion banki kynnt að um 10.500 viðskiptavinir hafi þegið greiðsluaðlögun verðtryggðra lána. Sú aðgerð hefur engin áhrif á "svigrúmið". Um 2.000 til viðbótar hafa þegið önnur úrræði, þar af um helmingur greiðslujöfnun gengistryggðra lána. Af þessum 2.000 var frekar fámennur hópur með háar skuldir og meðal "afskrift" var vel innan við 10 m.kr. eða vel innan við 20 milljarðar kr. alls. Þá eru a.m.k. 105 milljarðar kr. eftir af "svigrúminu" samkvæmt mínum útreikningum. Nú bíð ég bara eftir nánari útreikningum frá Arion banka og Íslandsbanka sem sanna staðhæfingar þeirra.
Gerðu ráð fyrir útlánatapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gódan daginn Marinó, miklar thakkir átt thú inni hjá Islendingum fyrir alla thína hugsjón,vinnu og baráttuhug. THú ert talnaglöggur med afbrygdum, stundum skilur madur ekki allar thessar STÓRU tölur en thú setur thaer í skiljan-legan búning ;))
THid hjá hagsmunasamtökum heimilana standid ykkur VEL en ekki skil ég áhugaleysi thorra thjódarinnar sem geta ekki einusinni gefid sér 1-2 tima í viku til ad syna SAMSTÖDU. Held ad thad faeri um banka og rádamenn ef ad 5-10 thúsund maettu á Austurvöll til ad mótmaela (fridsamlega) adgerdaleysinu gagnvart heimilunum, vaeri nóg 1-2 laugadagar og allt faeri í bullandi snúning.
En thví midur hefur hugsunarháttur hjá OKKUR íslendingum yfirleitt verid :ÉG númer 1,2,3,4,5 og á medan hlutirnir snerta ekk i mig??? GERI ÉG EKKERT: Baráttukvedjur frá sudurhöfum Gulli
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 14.3.2010 kl. 08:20
Það þarf að taka með í reikningin að bankarnir þurfa að eindurheimta skaðað orðspor, það kostar óhemju fé. Til dæmis er kostnaður við að auglýsa úrræði Ariel banka örugglega hærri en kostnaður vegna úrræðana sjálfra. Svipaða sögu má ef laust segja um íslansbanka hinn fimmta. Eins verðm við að þú að átta okkur á því að þó við séum ekki á launum við að gera kröfur á bankana þá er engin tilbún að verja bankana nema fá ósiðlega borgað fyrir það. Þannig verður kostnaður bankans við að verja lánasöfnin gríðarlega mikill.
Eins skiptir hér miklu máli að Starfsmenn bankanna verða að fá sín laun eins og aðrir ríkisstarfsmenn jafnvel þó þeir haf einungis unnið ógagn í mörg undanfarin ár Þannig verður að nýta afskriftir til að borga laun því annars lendir það bara á ríkinu.
Guðmundur Jónsson, 14.3.2010 kl. 08:54
Guðmundur, það kaupir enginn orðspor, hvorki með auglýsingum eða öðru. Orðspor vinnst á því hvernig unnið er, bankarnir hafa ekki verið að vinna þannig að orðspor þeirra sé að batna, frekar á hinn veginn.
Mjög góð grein hjá þér Marinó. Það hafa verið að koma mismunandi upplýsingar um þessar lánafærslur. Það er þó alveg ljóst að bankarnir höfðu gott svigrúm til að leiðrétta lánin. Það er spurning hvort þeir hafi það ennþá.
Gunnar Heiðarsson, 14.3.2010 kl. 09:50
Gunnar Heiðarson! ég veit vel að þetta er ekki hægt en þetta eru nú samt það sem verið er að reyna.
Ég ætti kannski að taka fram að athugasemdin kl 0854 er kaldhæðni og ég er ekki að mæla fjármálstofnunum bót á nokkurn hátt.
Guðmundur Jónsson, 14.3.2010 kl. 10:15
Guðmundur það er oftast betra að þegja og virðast vera skynsamur heldur en opna munninn og sanna hið gagnstæða.
Marínó, ég held þú hljótir að fá yfirgnæfandi stuðning í embætti Umboðsmanns skuldara ef þú sæktist eftir því
mbk
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.3.2010 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.