12.3.2010 | 23:42
Ég skora á Íslandsbanka að sanna orð bankastjórans
Þau eru áhugaverð ummæli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að bankinn "sé nú þegar að nýta það svigrúm sem hann hefur til afskrifta, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum." Skora ég á bankann að sýna fram á hvernig bankinn er að nýta þetta svigrúm. Samkvæmt októberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru lánasöfn heimilanna færð frá Glitni til Íslandsbanka með 44% afslætti eða úr um 290 milljörðum króna niður í um 160 milljarða króna. Mismunurinn er því 130 milljarðar króna. Þau úrræði sem Íslandsbanki býður upp á til einstaklinga/heimilanna heggur lítið í þessa upphæð.
Hæsta almenna leiðrétting/lækkun, sem bankinn býður upp á, er samkvæmt núverandi gengi rétt rúmlega 30%. Fæst hún með því að breyta gengistryggðu láni með jena viðmið í óverðtryggt lán án slíks viðmiðs. Bankinn miðar "leiðréttingu" sína við gengi 29. september 2008, en þann dag var gengi jensins 0,944 kr. en í dag er gengið 1,383 kr. (miðað við miðgengi þessara tveggja daga samkvæmt upplýsingum á vef Íslandsbanka/Glitnis). Sé miðað við lán tryggt við svissneska franka, þá er hlutfallsleg lækkun rétt rúm 20%. En lækkun höfuðstólsins segir ekki allt. Ef lántaki kýs að nýta sér höfuðstólslækkunina, þá breytast vextirnir frá því að vera LIBOR vexti (sem núna standa í um 0,25% á hvorri mynt um sig) með álagi (2,9% samkvæmt upplýsingum frá bankanum í haust) yfir í fasta eða breytilega vexti (nú 6%, en voru fyrst 7,5%).
Að halda því fram, að hér sé bankinn að nýta svigrúm sitt er harla einkennileg stærðfræði, svo ekki sé meira sagt. Ég hef átt í samskiptum við upplýsingafulltrúa bankans út af þessari framsetningu bankans á upplýsingum, auk þess sem mér var boðið á fund með Birnu Einarsdóttur í september. Bankinn lagði fram útreikninga sem áttu að sýna hve mikið bankinn var að koma til móts við lántaka. Því miður reyndust þessir útreikningar ekki bakka þá staðhæfingu bankans uppi. Tekið var dæmi um 20 milljón kr. gengistryggt lán, sem fært var niður um 25% í 15 milljóna krónu óverðtryggt lán. Útreikningar bankans sýndu að á þriggja ára tímabili námu heildargreiðslur af hvoru láni um sig (þ.e. óbreyttu láni og síðan óverðtryggðu láni) um 3 milljónum króna. Greiðslubyrðin af óverðtryggðu láni var um 60.000 kr. lægri eða innan við 2.000 kr. á mánuði. Það sem meira var, að höfuðstólsafborgun af óverðtryggða láninu nam rúmlega 340 þúsund kr., en 1.700 þúsund kr. af gengistryggða láninu! Mismunurinn er hærri vaxtagreiðsla af óverðtryggða láninu.
Þetta dæmi, sem ég fékk að skoða hjá Íslandsbanka í september, endurspeglar kannski ekki nákvæmlega það úrræði, sem Íslandsbanki býður upp á, þar sem útfærslunni var eitthvað breytt. Það er aftur nokkuð fært í stílinn hjá Birnu Einarsdóttur og hreint og beint ósanngjarnt gagnvart lántökum, að halda því fram að með þessu úrræði sé verið að nýta "svigrúmið". Í fyrsta lagi, þá er "svigrúmið" mjög breytilegt fyrirbrigði. Þannig minnkar það, ef gengið styrkist og stækkar ef gengið veikist, meðan lánið er gengistryggt. Í öðru lagi, komst héraðsdómur að því í febrúar að gengistrygging væri óheimil samkvæmt lögum nr. 38/2001 og framkvæmdastjóri Sambands banka og verðbréfafyrirtækja (forveri Samtaka fjármálafyrirtækja) viðurkennir í umsögn samtakanna frá 2001 um frumvarp að lögunum að svo sé. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms, þá verður Íslandsbanki að færa niður höfuðstól gengistryggðra lána langt umfram það sem bankinn er að bjóða núna. Í þriðja lagi, getur bankinn varla talist vera að nýta "svigrúmið", ef hann er bara að núvirða greiðsluflæði sitt, eins og reyndin er með þessa reiknikúnst sem felst í því að breyta gengistryggðu láni með LIBOR vexti í 20- 30% lægra óverðtryggt lán á 6 - 7% vöxtum. Það eina sem bankinn er að gera, er að færa innflæði peninga á milli reikninga í bókhaldi. Í fjórða lagi, þá er "afslátturinn" sem bankinn veitir langt frá því að nýta það "svigrúm" sem myndaðist við færslu lánasafnanna frá Glitni til Íslandsbanka. Þó svo að öll gengistryggð lán heimilanna hjá bankanum væru færð niður um 50% og verðtryggð um 20%, þá væri bankinn líklegast ekki að nýta nema 2/3 af svigrúminu (ef hægt er að taka mark á upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins). Þá er eftir 1/3 sem hægt er að nota til að mæta hærri fjármögnunarkostnaði og afskriftum umfram 50 prósentin annars vegar og 20 prósentin hins vegar. Í fimmta lagi, þá er bankinn að fastsetja tap lántaka með því að breyta hinum ólöglegu gengistryggðu lánum yfir í óverðtryggð lán á tíma þegar gengið er mjög óhagstætt án nokkurra ákvæða um að lántakinn njóti styrkingar krónunnar.
Ég hef fulla trú á því að Íslandsbanki, líkt og fleiri fjármálastofnanir, hafa mun meira svigrúm til leiðréttinga á höfuðstóli lána, en bankastjórinn vill láta í veðri vaka. Raunar held ég að bankinn sé undir það búinn, að dómstólar dæmi lántökum í hag bæði hvað varðar gengistryggingu og forsendubrest. Annað væri óábyrgt af hálfu bankanna. Bankarnir standa frammi fyrir mikilli lagalegri óvissu sem getur haft veruleg áhrif á verðmæti lánasafna þeirra. Hafi þeir ekki gert ráð fyrir því, að dómstólar gætu dæmt þeim í óhag, þá hafa menn einfaldlega ekki unnið heimavinnu sína. Það er ekki hægt að vera með hræðsluáróður, eins og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur haft uppi um að bankarnir fari á hausinn, ef lántakar reynast með réttinn sín megin. Leiði slíkt til fall bankanna, þá þýðir það bara að menn hafa ekki gert ráð fyrir að dómar féllu þeim í óhag. Hversu fjarlægur möguleiki sem slíkt er í hugum bankamanna, þá væri það óafsakanlegt kæruleysi að gera ekki ráð fyrir því. Raunar er bönkum gert skylt í a.m.k. tvennum reglum að vera með stjórnkerfi rekstrarsamfellu. Slíkt stjórnkerfi væri ekki rétt innleitt, nema gert væri ráð fyrir því að dómar í mikilvægum málum féllu bönkunum í óhag. Ég segi þetta, þar sem ég hef atvinnu af því að veita ráðgjöf um uppbyggingu stjórnkerfis rekstrarsamfellu og veit því hvaða kröfur eru gerðar til slíkra kerfa og hvaða kröfur eru gerðar til fjármálafyrirtækja um tilvist slíkra kerfa. Annars ættu öll fyrirtæki, sem taka rekstur sinn alvarlega, að vera með innleitt stjórnkerfi rekstrarsamfellu.
Birna: Erum að nota svigrúmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680813
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó þetta er fróðleg og vel unnin greinargerð hjá þér það er dagljóst að bankarnir ætla að láta skuldara standa undir styrkingu eiginfjár bankanna þ.e. með því að hagnast verulega á að hafa fengið niðurfærð lán frá gömlu bönkunum en innheimta þau svo að fullu hjá lántakendum. Þeir sem fá lækkun á lánum sínum hafa líka þurft að borga vexti og gengisfall eða verðtryggingu af fullum höfuðstól allt frá hruni og fram á þennan dag. Þetta hlýtur að hafa skilað bönkunum gríðarlegum hagnaði.
Hvernig er það Marinó getur verið að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra skilji þessa hluti ekki eða er hann bara að gelta eins og hann heldur að jóhanna vilji að hann gelti ?
En sem sagt bestu þakkir fyrir vönduð og fræðandi skrif.
Heiða (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 00:00
Voðalega er það nú leiðinlegt fyrir bankastjórann að standa svona klæðalaus eftir greiningu þína, jafnvel þó það viðri svona vel
Haraldur Baldursson, 13.3.2010 kl. 00:41
,,Þannig að ég held að það sé alveg augljóst að hver svo sem niðurstaðan verður í þessum dómsmálum öllum þá verði það ekki til að slá bankana alveg út af laginu þó það gæti kostað þá eitthvað."
- Gylfi Magnússon 13. feb. 2010
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/13/haestirettur_tharf_ad_skera_ur/
Þórður Björn Sigurðsson, 13.3.2010 kl. 02:28
Mig langar að gera eftirfarandi orð frá DanTh á mogga-blogginu að mínum:
"Bankarnir tjónuðu alla sína viðskiptavini með gjörðum sínum, þeim ber að bæta fyrir það tjón, þó þeir fari á hausinn við það".
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 22:04
Íslandsbanki kemur slétt út úr þessari höfuðstólslækkun. Það er kostnaður fólginn í því fyrir bankann að vera með erlendu lánin. Bankinn er því ekki að tapa neinu á því.
Ég er búin að sækja um höfustólslækkun, afborganir mínar lækka ekki við það og mér reiknaðist að ef ég næ ekki að borga skuldir mínar hraðar upp en mér ber skilda til, þá muni ég, eftir 3 ár (þegar íbúðin verður orðin allt of lítil fyrir fjölskylduna), vera búin að borga niður 500 þús af höfuðstólnum (sem var upphaflega tæplega 25 milljónir en er núna, eftir lækkun, 31 milljón). Jibbí, þá skulda ég bara 30.5 milljónir af íbúðinni sem kostar núna 21. milljón.
Ég er akkúrat í þeim hópi fólks sem bankinn vill ekki hjálpa því ég er ekki komin í vanskil. Bankinn ætlar að ná sem mestu út úr fólki eins og mér.
Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 09:54
Bankar eru og munu verða skíta stofnanir ef ekki verður breyting á rekstrarformi þeirra.
Sigurður Haraldsson, 15.3.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.