Leita í fréttum mbl.is

Rök sem ekki standast - Matsfyrirtækin með hótanir

Það stenst engin rök, að lánshæfismat lækka þó þjóðin hafni viðaukanum við Icesave samkomulagið.  Það hefur komið fram að þegar liggur á borðinu mun betri samningsdrög, en það hefur samt ekki orðið til þess að lánshæfimatið hafi hækkað eða í veðri látið vaka að svo verði.  Þetta er því í besta falli hræðsluáróður, en í versta falli kúgun.

Ég hef farið yfir þetta oftar en einu sinni.  Það varð engin breyting á lánshæfismatinu, þegar Alþingi setti fyrirvarana.  Það varð engin breyting, þegar Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum.  Það varð engin breyting, þegar viðaukasamningurinn var gerður.  Hvers vegna ætti matið að breytast við það að þjóðin hafni viðaukanum?

Á undanförnum dögum hafa löndin þrjú átt í viðræðum.  Fram hefur komið að greiðslubyrði Íslands hefur lækkað um hátt í 100 milljarða bara með breytingum á vaxtakjörum.  Af hverju tjá matsfyrirtækin sig ekkert um það?  Er það vegna þess, að þau eru föst í sjálfsmikilvægi sínu og telja sig geta sagt íslensku þjóðinni fyrir verkum, eins og þau hafa sagt sveitarfélögum á Bretlandi fyrir verkum og jafnvel milljónaborgum í Bandaríkjunum.

Ég vil hvetja sem flesta til að fara á kjörstað og merkja við "Nei, ég vil ekki að lögin taki gildi".


mbl.is Lánshæfismat mun lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marino.

Allveg sammála þér.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

" Þetta er því í besta falli hræðsluáróður, en í versta falli kúgun". Mér finnst að menn sem tala máli "litla mannsins" eigi að fara varlega í að fullyrða neitt um hvaða þýðingu matsfyrirtækin hafa í samhengi atburðanna þar sem eitt rekur sig á annars horn og yfirsýnin takmörkuð til langs tíma. Þó er ekki að sjá að til langs tíma sé að birta framundan fyrir þjóð í vanda. Ég ætla ekki að mæta á kjörstað til að segja já eða nei eða skila auðu. Samninganefdir fara með samningamál ekki atkvæðagreiðslur í boði gamaldags stjónmálarefs.

Gísli Ingvarsson, 4.3.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það á öllum að vera löngu ljóst að matsfyrirtækin ganga erinda Breta og Hollendinga..... og ESB

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 16:20

4 identicon

Alveg sammála þér og hef áður fylgst vel með greiningum þínum á þessum óábyrgu og glæpsamlegu matsfyrirtækjum sem fyrir löngu síðan ætti að vera búið að draga fyrir alþjóðlega hryðjuverkadómstóla.

Gísli Ingvarsson virðist vera á móti beinu lýðræði og er í fýlu og ætlar því ekki að mæta á kjörstað, sennilegt að mjög margir af þeim sem enn eru eftir í Samfylkingunni geri það en samkvæmt nýjustu könnunum er meira en þriðjungur fylgisins gufaður upp.

Ætli það sé fyrir það að fólk er löngu farið að sjá í gegnum ESB landráðplottið þeirra.  Alla vegana er fylgið ekki að aukast útá þessa makalausu ESB umsókn sem hefur algerlega sundrað þjóðinni og sett okkur í ömurlega stöðu í ICESAVE klúðrinu.  

Mesta lygi Íslandssögunnar er þessi ESB- goðsögn þeirra Samspilingarmanna ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:09

5 identicon

Grikkir eru í þeirri stöðu að stjórnvöld þar og hagstofa Grikkja hafa verið staðin að því hvað eftir annað að hagræða tölum. Hvað Grikkir segja er nú tekið með fyrirvara, með ærnum tilkostnaði fyrir bæði þá og aðra.

Eftir nei-ið á laugardaginn verða Íslendingar komnir í sama flokk. Margítrekaðar yfirlýsingar fulltrúa þjóðarinnar hafa þá reynst marklausar. Ekki er hægt að gera samninga við Íslendinga og búast við því að þeir greiði til baka. Einu lánin sem bjóðast verða því á afarkjörum til að mæta þeirri áhættu.

Mér sýnist því rökin nokkuð skýr hjá þessum matsfyrirtækjum og get því ekki verið sammála pistlahöfundi.

Hvað það varðar að betri samningsdrög liggi á borðinu, þá hefur mér sýnst á fréttum að það eina sem boðið hefur verið sé ekki betra í heild en samningurinn frá því í október. Að minnsta kosti hefur hvorki ríkisstjórn né stjórnarandstöðu hugnast það sem B&H hafa boðið. Gildir þá ekki hið fornkveðna: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 20:36

6 identicon

Ég sá fréttaskýringaþátt á sjónvarpstöðinni CNBC að kvöldi þann 9.01.2010.

Þar var farið afar hörðum orðum um matsfyrirtækin Moody's,S&P og Fitch o.fl. í aðdraganda banka-og fasteignabóluhrunsins í USA haustið 2008.

Eftir þennan þátt hef ég misst allt álit á þessum matsfyritækjum.

Sem dæmi þá mátu matsfyrirtækin svokallað "skuldabréfavöndla" sem voru samsettir úr BBB+ og BBB-  sem AAA !!

Þetta segir okkur að matsfyrirtækin mötin eftir pöntun.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 21:25

7 identicon

Ég er sammála ykkur Marinó og Gunnar.

Við Ómar vil ég segja að eftir nei-ið á laugardaginn verður okkur sjálfsagt stillt upp í einhverskonar flokk en það sem blessuð ríkisstjórnin ætti að vera fyrir löngu búin að gera er að útskýra fyrir erlendum aðilum er ferill lagasetninga á Íslandi. Þá líklega væri fjallað öðruvísi um landann en annars.

Svo sýnist mér þeir einu sem halda því sama fram og þú um að "ekki sé hægt að gera samninga við Íslendinga" eru einmitt Samfylkingarmenn og konur. Þau lepja allt upp sem forystan segir og blaðra það áfram á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum.

Forsætisráðherra segir eðlilega þjóðaratkvæðagreiðslu vera markleysu. Að mínu mati er hún með því að lýsa frati á eðlilegan feril lagasetninga á Íslandi. Það er aldeilis virðingin fyrir því kerfi hjá kerlu.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:08

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan er mjög mikilvæg og alls ekki "skrípaleikur" eins og Jóhanna heldur fram.

En nú, þegar augu heimsins beinast að Íslandi vegna þessa, þá er líka MJÖG mikilvægt að nota þá athygli til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri.

En það læðist að mér illur grunur að athyglin verði verði notuð á annan hátt af Jóhönnu og ESB-fylgisveinum hennar

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ef "nýtt tilboð" er raunverulega betra en það gamla, þá er það á borðinu sem bein afleiðing málskotsréttar forsetans - sem var hræðilegur gjörningur að sögn SJS-JS. Ef þátttaka í kosningunum verður dræm þá fá þeir byr undir vængi sem vilja afnema þennan rétt.

Ert þú Gísli Ingvarsson á móti málskotsrétti forseta?

Haraldur Rafn Ingvason, 5.3.2010 kl. 00:45

10 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Ég er sammála þessu.  Hinsvegar þá finnst mér nokkuð til í því að þessi atkvæðagreiðsla er svolítið bitlaus vegna þess að hún er ekki um eiginlegu Icesave lögin eða samninginn, heldur aðeins og lögin til breytinga á lögum 96/2009.  Svo þetta er svolítið sérkennileg staða ef/þegar lögin verða felld þá einfaldlega taka eldri lögin við og í raun ekkert hefur breyst.  Hollendingar og Bretar eru enn á móti þeim samningi og við erum enn i samningaviðræðum við þá svo þar hefur einnig lítið breyst. 

Ég er hinsvegar alveg gallharður fylgjandi þess að atkvæðagreiðslan fari fram.  Annað væri þráðbein vanvirðing við lýðræðið.  Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað skeður eftir kosninguna!  Það er ekki spurning að þeir kostir sem blasa við í stöðunni í dag eru betrien þeir sem okkur stóðu til boða fyrir áramót.  Það heyrast fréttir að greiðslubyrðin sé nú hundrað þúsund milljónum minni.  Það munar um minna. 

Það má eflaust ná enn betri niðurstöðu, en betri niðurstaða er eitthvað sem þessi ríkisstjórn er af einhverjum ástæðum hreinlega logandi hrædd við.  Sterkustu bandamenn Breta og Hollendinga hafa verið síðustu íslensku ríkisstjórnirnar, en sú sem nú situr tekur þó tappann úr og hlýtur það að vera einsdæmi í veraldarsögunni að stjórnvöld lands vinni beinlínis og opinskátt gegn hagsmunum þjóðar sinnar.  Það þarf afskaplega sérkennilega röksemdafærslu til þess að halda því fram að hundrað milljarða ávinningur í samningum sé til baga fyrir Íslendinga.  Það er mér fyrirmunað að skilja og hef þó lesið röksemdafærslur fyrir því sem ganga aðallega út á það að ef ekki verði samið strax þá fari allt í kalda kol.  Ja, það er nú orðið meira en ár síðan þetta kalda kol átti að vera skollið á og samt plumar þetta sig einhvernvegin.

Ómar sagði hér að ofan "Ekki er hægt að gera samninga við Íslendinga og búast við því að þeir greiði til baka. "  Ég er ósammála þessu.  Samningar milli ríkja eru oft (eða oftast) gerðir með fyrirvörum um samþykki æðstu stjórnvalda, þinga og/eða forseta.  Þetta hlýtur öllum sem standa í milliríkjasamningum að vera ljóst og þarf engum að koma á óvart þó að svona samningar komi til með að vera felldir í meðförum Alþingis.  Þetta eru lýðræðis- og þingræðisreglur sem flestar þjóðir á vesturlöndum fara eftir. 

Það þarf líka að skoða tilurð þessa samnings.  Hollendingar og Bretar taka það upp hjá sjálfum sér að greiða innistæðueigendum upp í topp og senda svo reikninginn til Íslands og segjast skuli lána þeim fyrir þessu.  Þetta var gjörningur sem var ákveðinn og framkvæmdur af Bretum og Hollendingum.  Ef þeir hefðu látið þetta mál ganga eðlilega fyrir sig, þá hefði Landsbankinn farið í þrot, verið gerður upp og innistæðueigendur hefðu átt forgangskröfur í eignasafn bankans.  Allt hefði þetta átt að ganga snurðulítið fyrir sig eins og það gerði að mestu leyti með Kaupthing Edge (þó ég geri mér grein fyrir að þar hafi verið um dótturfélag að ræða, ekki útibú)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 04:58

11 Smámynd: Offari

Ég hélt að líklegra væri að lánshæfismat lækkað ef við samþykktum Icesave. 

Offari, 8.3.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 1679949

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 197
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband