Leita í fréttum mbl.is

Afnemum verðtryggingu í skrefum - Bönnum hana á lánum einstaklinga og heimila

Hún er merkileg þessi hræðsla manna við að afnema verðtrygginguna af lánum.  Á sínum tíma tók það dagstund á Alþingi að afnema verðtryggingu launa.  Þá skipti engu máli, þó fólk hefði gert framtíðaráætlanir sínar miðað við að laun væru verðtryggð.  Voru skuldbindingar þeirra launasamninga, sem þá voru í gildi, eitthvað öðru vísi en lánasamninga?  Er samningsákvæði kjarasamninga minna virði en ákvæði í verðtryggðum lánasamningum?

Lausnin sem margoft hefur verið bent á, er að setja þak á verðbætur sem trappað er niður á nokkrum árum.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa gert tillögu um 4% árlegt þak frá 1. janúar 2008 til 31.12.2009, þakið lækki í 3% fyrir 2010 og 2011, þá 2%, 1% og loks hverfi.  Samtökin hafa vissulega bara gert kröfu um að þetta nái til húsnæðislán og þá aðeins þau lán sem sannanlega eru vegna húsnæðiskaupa, byggingar á nýju húsnæði, viðhalds húsnæðis eða framkvæmda við húsnæðið.  Hvernig væri bara að byrja á þessu?

Það að setja þak á verðbætur þarf ekki að breyta verðtryggingarkerfinu nokkurn skapaðan hlut.  Það er eingöngu ef verðbólgan verður hærri en þetta þak sem áhrifin koma fram.  Þar sem verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands voru frá apríl 2001 til loka árs 2008 (eða svo) 2,5%, þá ættu áhrif af 3 eða 4% þaki ekki að vera nein.  Það sem meira er, að það myndast hvati í fjármálakerfinu að halda verðbólgunni niðri, þar sem skuldabréfaeigendur "tapa" engu meðan verðbólga er undir þakinu.  Takist síðan að halda verðbólgunni lágri í nokkur ár, þá kemur nægilegur stöðugleiki til að afnema verðtrygginguna alveg.

Afnámi verðtryggingarinnar verður að fylgja þak á vexti húsnæðislána (sbr. þau lán sem ég taldi upp að ofan).  Hagsmunasamtök heimilanna hefur verið að líta til lánakerfisins í Danmörku, þar sem bankarnir ákváðu sjálfir að taka upp 5% þak.  Hér hafa bankarnir sæst í bili á 6% þak.  Þetta þak þarf að vera til frambúðar.  Nú segja einhverjir að erfitt sé að fjármagna lán til 25 - 40 ára á svo lágum vöxtum.  Málið er að það er ekki nauðsynlegt.  Ef skoðuð er reynsla Norðmanna, þá skiptir fólk um húsnæði að meðaltali á 8,5 ára fresti.  Fjármögnun lánanna þarf því eingöngu að vera til 8 - 9 ára.   Í þeirra kerfi flytjast lán ekki á milli eigenda heldur eru öll áhvílandi lán gerð upp við eigendaskipti.  Ekkert uppgreiðslugjald er, ekkert lántökugjald þegar um húsnæðiskaup er að ræða og að sjálfsögðu ekkert stimpilgjald. Danir endursemja um vextina (innan þaksins) á 3-5 ára fresti og þá eru lánin jafnframt uppgreiðanleg.  Viðkomandi getur flutt viðskipti sín til annars fjármálafyrirtækis og því er virk samkeppni á markaði.

Þannig að, Steingrímur, þetta er spurning hvort þetta er hægt með stuttum fyrirvara,heldur hvernig við viljum fara að þessu. Núna er mjög mikilvægt að taka einhver skref, þar sem búast má við verðbólguskoti, þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin.  Vil ég því hvetja til þess að frumvarp Framsóknar um 4% þak verði samþykkt án tafa.


mbl.is Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki sami Steingrímurinn og vildi kalla Alþingi saman sumarið 2008 til að bregðast við áhrifum gengisfellinga bankanna á verðtryggðu lánin?

Hvað ætli fyrirvarin þurfi að vera langur við afnám verðtryggingarinnar?

Reykás (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Fyrirvarinn vegna afnáms verðtryggingar þyrfti ekki að vera langur, þ.e. gagnvart nýjum lánum, en vegna lána sem fyrir eru, þá erum við líklegast að tala um afnám í þrepum.

Marinó G. Njálsson, 4.3.2010 kl. 13:57

3 identicon

Talandi um verðbólgumarkmið Seðlabankans...
Hver er ábyrgð Seðlabanka, stjórnvalda og bankastofnana á því að birta reglulega spár um þróun verðbólgu þar sem alltaf er sýnd sama kúrfan sem sýnir verðbólgu lækka niður undir 4-5% eftir 12-18mánuði?
Þetta er sama grafið sem er búið að sýna okkur ca 4sinnum á ári undanfarin 8 ár.  Þetta er það sem fólk í húsnæðiskaupum horfir m.a. á þegar það er að meta þróun greiðslubyrði af þessum lánum.

Þetta eitt og sér finnst mér sýna hvernig þessir aðilar hafa ekki staðið við sitt - og við almenningur sitjum í súpunni!

Jens (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband