Leita í fréttum mbl.is

Kaupþing og Glitnir veðsettu húsnæðislánasöfn sín

Það hefur fyrir löngu komið fram, að það voru Kaupþing og Glitnir sem veðsettu hluta húsnæðislánasafna sinna gegn fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum.  Að vera með eitthvað pukur í kringum það er fráleitt.  Mig minnir að það hafi meira að segja komið fram að sá hluti sem Kaupþing fékk að láni gegn veðunum hafi verið í kringum 180 milljarðar, meðan talan hjá Glitni hafi verið 130 milljarðar.  Í skýrslu skiptastjóra Kaupþings (Ólafs Garðarssonar) kemur fram að banki var með 222 milljarða í endurhverfum viðskiptum og er ekki ólíklegt að húsnæðislánin hafi að hluta verið sett sem trygging fyrir þessu.

Hugsanlega þarf að tvöfalda þessar tölur til að finna út húsnæðislánin sem þannig voru bundin.  Helgast það af því að eingöngu var lánað fyrir helmingi tryggingarveðanna, þ.e. hafi bankinn fengið 100 milljarða, þá lagði hann fram 200 milljarða í tryggingu.


mbl.is Veitir ekki upplýsingar um veð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marinó, er þetta þá ástæðan fyrir því að stjórnvöld eru svo í mun að afskrifa ekki skuldir almennings vegna þess að slík afgreiðsla myndi t.a.m. bitna á Seðlabankanum ?

Ástandið hér er sem sagt varla mikið betra en þegar "best" lét í bankahruninu í Argentínu eða hvað Marinó ? Segðu að ég hafi rangt fyrir mér !

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Björn, það er ekki alveg rétt.  Lánin, sem mér skilst að hafi verið að miklu leiti gengistryggð, voru veð sett framan af ári 2008.  Í fyrsta lagi voru veðsettar tvær krónur fyrir hverja eina lánaða og í öðru lagi var meðalgengi tímabilsins um 156, en er í dag 230.  Það skaðar því ekki fjárhagsstöðu Seðlabankans neitt þó lánin yrðu niðurfærð um allt að 67%.

Marinó G. Njálsson, 24.2.2010 kl. 20:17

3 identicon

Í sambandi við tilfærslur á verðmætum frá t.d. SÍ og yfir til skuldara þá er ágætt að hafa í huga að þau verðmæti hverfa ekki úr hagkerfinu þó að skuldarar fái leiðréttingar eða vinni sín málaferli.  Þær leiðréttingar myndu væntanlega auka eitthvað neyslu sem aftur gæti fjölgað störfum.

Hins vegar þá hefur maður stundum á tilfinningunni að stjórnvöld séu ekkert sérlega spennt fyrir því að auka kaupgetu heimilanna vegna þess að það myndi hugsanlega auka samkeppnina um þann litla gjaldeyri sem verður í boði næstu árin. Við vitum öll í hvað á að nota hann ekki satt?

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 21:22

4 identicon

Sæll vertu og þakka þér fyrir að vekja máls á þessu.

Leyndin eða öllu heldur ósannindi bæði Jóhönnu og Steingríms J varðandi þessi lánamál eru með ólíkindum og lítið minnst á milljarðs Evra lán hjá Seðlabanka Luxemburgar þar sem húsnæðisbréf voru sett til tryggingar fyrir sömu banka og nú er verið að reyna að kaupa þetta til baka.

Þa hefði verið mun heiðarlegra fyrir ríkisstjórnina að hafa allt uppi á borðinu og róa þjóðina í stað þessa pukurs sem einhvern góðan veðurdag dunkar upp.

takk fyrir

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband