13.2.2010 | 17:29
Eftirlitsaðilar brugðust og þess vegna komust fjármálafyrirtæki upp með að bjóða ólöglega afurð
Það er merkilegt að lesa rök stjörnulögfræðingsins, Sigurmars K. Albertssonar. Hann veit það jafnvel og þeir sem vit hafa, að mjög margir ágallar voru á dómi héraðsdóms í máli SP-fjármögnunar. Hann veit líka að það eru ekki rök, að eftirlitsaðilar hafi ekki sinnt starfi sínu. Síðan veit hann, að ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eru ófrávíkjanleg.
Það er rétt að það er óheppilegt að tveir dómar úr sama húsi séu jafn ólíkir og falli á gjörólíkan máta. En ástæðan er einföld. Fyrri dómsniðurstaðan var arfavitlaus og ef Hæstiréttur vísar henni ekki aftur til héraðs, þá er Hæstiréttur einfaldlega ekki að sinna skyldu sinni. Brotalamirnar í málsmeðferð voru hreinlega of margar.
Hæstaréttar að breyta dómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 1679948
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sigurmar segir að lánið hafi verið veitt í erlendum gjaldmiðli og lánveitandi eigi því rétt á að fá greitt í sömu mynt.
Hvað meinar maðurinn? Var ekki greitt af þessu umrædda láni í íslenskum krónum og var það ekki veitt sem íslenskar krónur? Er það ekki yfirleitt tilfellið með hin svonefndu lán í erlendum myntum?
Hinsvegar er ég sammála Sigurmari að það er tími til kominn að fara að svara bönkunum í sömu mynt.
Theódór Norðkvist, 13.2.2010 kl. 18:12
Ég held að Sigurmar ætti að kynna sér málið betur. Ég fæ ekki betur séð en að lánið hafi verið 50% í ÍSK, 15% USD, 10% JPY, 20% EUR og 5% CHF.
Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 18:25
Marinó,
Getur þú póstað linkinn á dóminn? Ég týndi þessu og finn hann ekki aftur...
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.2.2010 kl. 18:43
Sammála um að óheppilegt að fá tvær mismunandi niðurstöður frá héraðsdómi en þegar lögfræðilegu rökin eru jafn furðuleg og í fyrri dóminum þá er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir dómarar api vitleysuna upp.
Sigurmar segir að ekki sé fjallað um lán í erlendri mynt í vaxtalögum og að fullyrðing um að í athugasemdum með frumvarpinu sé lagt fortakslaust bann við verðtryggingu miðaða við gengi standist ekki.
Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá honum. 14. gr. kveður á um það að lánsfé í íslenskum krónum sé heimilt að verðtryggja sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs. Í þessu samhengi er rétt að fjalla um lagasetningu. Lög eru ýmist sett með jákvæðum eða neikvæðum hætti, þ.e. annars vegar er talið upp í lögum hvað er bannað og því gagnályktað að allt annað sé heimilt. Hins vegar er lagasetning sem kveður á um hvað sé heimilt og þá er gagnályktað á þann veg að allt annað sé bannað.
Ákvæði 14. gr. vaxtalaga er dæmi um lagasetningu þar sem talið er upp hvers konar verðtrygging er heimil og þá ber að gagnálykta að annars konar verðtrygging sé bönnuð sbr. ummæli í frumvarpinu þar sem segir: "Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi." Þetta er það sem dómarinn í fyrra málinu virðist ekki hafa haft í huga.
Þá eru tilvísanir í að eftirlitsaðilar hafi brugðist furðulegar þar sem engum eftirlitsaðila hefur verið falið að hafa eftirlit með vaxtalögum.
Dísa (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:44
Arnór, hann er hér: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200907206&Domur=2&type=1&Serial=1&Words
Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 18:53
Ég veit svo sem ekki yfir hverju Sigurmar er að kvarta í sambandi við tvo ólíka dóma úr sama húsinu. Hann bauð sjálfur upp í þennan dans með því að stefna mönnunum fyrir hönd Lýsingar í máli sem hann segir sjálfur að sé svo að segja eins og SP málið.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 19:00
Annars var áhugavert að fylgjast með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, í viðtali við Stöð 2. Í fyrsta sinn sá ég hann lýsa yfir að fjármálafyrirtækin yrðu bara að taka þvi sem að höndum ber. Sérstaklega fannst mér gott svar hans við því þegar hann var spurður hvort fjármálafyrirtækin gætu ekki farið á hausinn. Hann sagði þau þá ekki vera fyrstu fyrirtækin á Íslandi sem færu áhliðina vegna forsendubrests. Flott svar!
Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 19:11
En fékk lántakinn ekki alltaf greitt út í íslenskum krónum óháð því hvernig myntkarfan var samsett? Eða fjárhæðin greidd inn á reikning seljanda viðkomandi fasteignar eða ökutækis og alltaf í íslenskum krónum?
Theódór Norðkvist, 13.2.2010 kl. 20:42
Ég held að það sé málið Theódór. Öll framkvæmdin lánveitingunum og innheimtunni er í engu frábrugðin því sem hún væri ef um lán í íslenskum krónum væri að ræða. Eini munurinn liggur í reiknikúnstunum á bakvið "verðtryggingarþáttinn".
Þar fyrir utan má benda á röksemdir Gunnlaugs endurskoðanda sem segir einfaldlega að skuldbindingar á milli innlendra aðila séu ávalt í íslenskum krónum.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 20:58
Þetta mál þarf flýtimeðferð í kerfinu
Birgir Viðar Halldórsson, 14.2.2010 kl. 10:19
Ég byrja á því að fagna þessum dómi sem sýnir mér að kannski erum við komin að þeim tímamótum að "æðstu stofnanir" viðurkenni að í þessu landi býr fólk. Fram að þessu hefur það þótt gott og gilt að stjórnsýslan væri handa fésýslustofnunum og fólkið þolendur.
Næst fagna ég því að heyra Árna Pál skýra frá því að hann hafi orðið fyrir þessari vitrun líka.
Í þriðja lagi "pípi" ég á hugtakið stjörnulögfræðingur. Það missti allt sitt gildi þegar stjörnulögfræðingurinn Jón St. Gunnlaugsson hélt því fram að 26. gr. stjórnarskrárinnar væri marklaus. Það ákvæði setti nefnilega DAVÍÐ úr jafnvægi.
Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 11:42
Óska þér og öðrum baráttumönnum um réttlæti og sanngirni til handa fólkinu, til hamingju með þennan áfanga á leiðinni til réttlætis.
Þú ert sannarlega trúverðugur fulltrúi hagsmuna heimila.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.2.2010 kl. 22:21
Árni, ég hefði átt að hafa gæsalappir utan um "stjörnulögfræðingur".
Jenný, baráttunni er ekki lokið, þá vindar blási okkur í hag núna.
Marinó G. Njálsson, 14.2.2010 kl. 23:39
Árni, ég hélt að þú værir ekki pólitískur?
Eggert Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 04:54
Það þarf að afstýra því að alþingismenn setji verðtryggingu á ólögleg gengislán. Þessi lán eru óverðtryggð og eiga að halda sér þannig. Halda sömu vöxtum og þau voru tekin. Tími til kominn að lántakendur fái einhverja birtu fyrir framan sig.
Eggert Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 04:58
Maelstrom, 15.2.2010 kl. 12:14
Maelstrom, þú getur ekki sett kommu á milli "verðtryggð" og "miðað við gengisvísitölu". Það er eins og munurinn á "skjótið, ekki frelsa" og "skjótið ekki, frelsa" í brandaranum gamla.
Sé þessi hluti samningsins ólöglegur, fellur hann niður, og, eins og lögfræðingar hafa sagt, þá getur dómari ekki ákveðið hverjir nýjir skilmálar lánsins verða. Endir sögu.
Billi bilaði, 16.2.2010 kl. 11:29
Billi, myntkörfulánin eru verðtryggð. Verðtryggingin miðar við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Ef ég tek þessa kommusamlíkingu þína þá er þetta svona:
Mér finnst reyndar ekki rétt að hafa þessar kommur en var að reyna að skilja þessa athugasemd hjá þér...
Lögin taka af allan vafa um að verðtryggð lán eiga að miða við vísitölu neysluverðs. Það þarf ekkert að taka það fram. Verðtryggt lán á að miða við vísitölu neysluverð og ekkert annað. Mér þykir því eðlilegt að það sé leiðréttingin sem gerð verður á þessum lánum.
Orðum þetta svona:
Fólk tók verðtryggt lán. Það var ekki ólöglegt og því þarf ekki að breyta. Reynt var að miða við gengi gjaldmiðla sem er ólöglegt og því þarf að breyta. Hvernig? Á þann hátt sem segir í lögunum. Hvað segja lögin? Verðtryggð lán eiga að miða við vísitölu neysluverðs.
Allt annað er stríðsyfirlýsing við þá sem eru með verðtryggð lán í íslenskum krónum.
Maelstrom, 17.2.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.