13.2.2010 | 14:30
Lögmæti gengistryggðra lána og erlendra lána
Nú er fallinn dómur þar sem kveðið er úr um að verðtrygging lána við gengi, svo kölluð gengistrygging, sé á skjön við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tjáir sig um þessa niðurstöðu í frétt mbl.is og segir þar:
Að vísu er það þannig að þessir samningar eru svo mismunandi þannig að það er ekki víst að það verði sama niðurstaðan með þá alla, vegna þess að í grunnin eru lán í erlendri mynt lögleg og enginn ágreiningur um það.
Ég veit ekki hvaða lán ráðherra kallar erlend lán, en langar til að rifja upp innihald færslu Gunnlaugs Kristinssonar, löggilts endurskoðanda, sem birtist á eyjan.is 27. nóvember 2009. Nú er Gylfi hagfræðingur og hans sérsvið er því ekki lagatúlkun, Gunnlaugur er aftur löggiltur endurskoðandi og hefur það því að fullu starfi að velta fyrir sér merkingu laga um fjármál og bókhald. En skoðum hvað Gunnlaugur segir. Fyrst um krónuna sem eina lögmæta gjaldmiðil landsins:
Í fyrsta lagi má nefna lög nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Í fyrstu grein þeirra laga segir skýrlega: Gjaldmiðill Íslands nefnist króna, er skiptist í hundrað aura. Í athugasemdum með frumvarpinu segir hreinlega um þessa grein: Grein þessi þarfnast eigi skýringa. Samkvæmt framangreindu er krónan hin íslenska eini lögmæti gjaldmiðillinn á Íslandi og því verður ekki séð hvernig innlendir aðilar hafi almennt heimild til að gera viðskiptasamninga sín á milli í öðrum gjaldmiðli en í íslenskum krónum.
Þá um muninn á innlendu láni og erlendu láni:
Sé framangreind tilvitnun í lög um gjaldmiðil Íslands skoðuð í samhengi við lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992 skýrist myndin enn frekar. Í 1. grein gjaldeyrislaga er fjallað um það hverjir séu innlendir aðilar, hverjir séu erlendir aðilar þegar kemur að gjaldeyrismálum, hvað sé innlendur og erlendur gjaldeyrir, skilgreining á gjaldeyrisviðskiptum, fjármagnshreyfingum ofl. Lögin og reglugerðir tengdar þeim fjalla svo um meginreglur um gjaldeyrisviðskipti, fjármagnsflutninga milli landa ofl., hvaða viðskipti séu háð takmörkunum og hvaða viðskipti séu það ekki. Í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins sem síðar varð að lögum segir m.a. um 1. greinina: Rétt er að vekja athygli á því að það fer eftir búsetu útgefanda hvort verðbréf eru flokkuð sem innlend eða erlend en ekki myntinni sem verðbréfið er gefið út í .Svipað gildir um erlend lán. Í samræmi við notkun hugtaka í þessu frumvarpi er um að ræða erlent lán þegar innlendur aðili fær lán hjá erlendum aðila. Mynt lánsins ræður hér engu um. Í þeim tilvikum, þegar innlendur aðili tekur lán hjá erlendum aðila og endurlánar lánsféð öðrum innlendum aðila, telst fyrra lánið erlent lán en hið síðara innlent (leturbreyting Gunnlaugs)
Og hann heldur áfram;
Minn skilningur á framangreindu er eftirfarandi: Þau lán sem lánastofnanir hér á landi hafa lánað íslenskum aðilum og einstaklingum eru ekki erlend lán heldur innlend og engin gjaldeyrisviðskipti á grundvelli laga um gjaldeyrismál eiga sér í reynd stað vegna þeirra. Þegar veitt er lán eða greitt er af láni í meintri erlendri mynt og greiðslan á sér stað í íslenskum krónum þá er ekki farið á markaðinn og erlendum gjaldeyri skipt til að greiða út lánið eða borga af láninu, einungis er um að ræða uppreikning miðað við gengi íslensku krónunnar á greiðslu- eða afborgunardegi. Gjaldeyrisviðskipti eiga sér hins vegar stað þegar lánastofnunin tekur lán eða greiðir af sínu láni til hins erlenda aðila eða þegar lánastofnunin skiptir erlendu láni sínu yfir í íslenskar krónur.
Þá ræðir hann um eðli skuldbindingar í viðskiptum tveggja innlendra aðila:
Menn semja sig ekki frá lögunum með þeim hætti að snúa hlutunum við og setja fram í skuldabréfi skuld í erlendri mynt, borga lánið út í íslenskum krónum, halda því fram að skuldin sé í erlendri mynt og reikna svo út skuldina miðað við gengi íslensku krónunnar á hverjum tíma. Útkoman er nákvæmlega sú sama og ef um er að ræða skuldabréf í íslenskri mynt með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. Nánast undantekningalaust hefur veiting lána í erlendri mynt eða lána með gengistryggingu, til almennings og fyrirtækja á Íslandi, verið veitt til viðskipta þar sem undirliggjandi verðmæti eru í íslenskum krónum og greiðsla til lántaka verið í íslenskum krónum þrátt fyrir hin gengistryggðu ákvæði eða hreinlega erlend lánsfjárhæð tilgreind í texta skuldabréfsins... Skuldbinding milli tveggja innlendra aðila er því alltaf í íslenskum krónum, ef útgreiðsla lánsins var í íslenskum krónum og lánveitandinn er innlendur aðili, hvernig sem á málið er litið enda er íslenska krónan eini lögmæti gjaldmiðill landsins.
Mér finnst rökstuðningur Gunnlaugs vera nokkuð traustur. Mikið væri gott, ef fólk sem situr í sínum embættum í umboði þjóðarinnar (þó Gylfi sé ekki þjóðkjörinn, þá eru ráðherra í embættum sínum í umboði þjóðarinnar) gæti a.m.k. við og við tekið upp hanskann fyrir þjóðina. Það er orðið virkilega þreytandi hvað hann tekur ALLTAF afstöðu með fjármálafyrirtækjum í þessu máli.
Önnur ákvæði laga sem hafa áhrif
Ég hef í gegn um tíðina rifjað upp fjölmargar lagagreinar sem skipta máli þegar kemur að lögmæti krafna fjármálafyrirtækja vegna annars vegar gengistryggðra lána og hins vegar verðtryggðra lána. Langar mig að rifja þennan lista upp hér:
- Lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur, 2. gr., 13. gr. og 14. gr. skipta hér sköpum, en einnig
- Lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, þar er fyrst og fremst 36. gr., en einnig 30. gr., 31. gr. og 38. gr.
- Lög nr. 46/2005 um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, í 9. gr. er fjallað um að víkja megi til hliðar fjárhagslegri tryggingarráðstöfun (t.d. veði), í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera ákvæðið fyrir sig.
Hæstiréttur þarf að skera úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér datt nákvæmlega það sama í hug þegar ég las umsögn Gylfa Magnússonar. Það er nefninlega bullandi ágreiningur um það hvort lánin eru í erlendum myntum eða íslenskum krónum. Það vita allir sem hafa lesið innlegg Gunnlaugs endurskoðanda.
Gunnlaugur tók þátt í umræðunni á Eyjunni eftir að hann hafði lagt fram sína greinargerð um málið. Hann minnist á að hafa reynt að fá staðfestingu á sínum skilningi frá Seðlabanka Íslands sem fram að því hafði bara snúið út úr. Það er mikil tregða hjá mönnum í stjórnkerfinu að taka afstöðu til þessa máls. Um það vitnaði Björn Þorri líka á Bylgjunni í vikunni. Birni Þorra gengur illa að fá upplýsingar um það hvernig lánveitendur höguðu sínum gjaldeyrisviðskiptum.Svo má nefna að Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi öllum alþingismönnum bréf 12. september 2009 þar sem hann minnir þingmenn á að um krónulán sé að ræða (sjá þessa færslu frá Þórði B.)
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1017784/Ætli Björn Þorri verði ekki á undan Pacta lögmannsstofu með sitt SP mál fyrir hæstarétt. Ég hef á tilfinningunni að varnirnar hjá lögfræðingunum séu að þéttast. Mér sýnist á varnarorðum Lýsingardómsins að þar sé margt komið inn af þeim rökum sem almennir grúskarar á blogginu hafa verið að halda fram. Vonum það besta. Það eru þrátt fyrir allt lög í landinu.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 16:26
Sæll aftur Marinó,eftir að hafa hlustað á silfrið í dag er ég ennþá samfærðari um að gengistryggðu lánin eru ekki samkvæmt lögum.
Í mínu tilviki var bara um verðtryggt lán með gengistryggingu sem er ólögleg og sem meira er kaupleigur og bankar koma ekki til með að geta sínt frammá að hafa lánað erlendan gjaldmiðil ég fékk lánað í Íslenskum krónum og greiddi með Íslenskum krónum ,og ég efast um að það hafi nokurntíman verið erlendur gjaldeyrir á bak við þessi lán ,enda voru þetta bara færslur í tölvu með þeim skrípaleik sem viðgengst á þessum tíma .
Af hverju voru þessar stofnanir að láta okkur greiða í Íslenskum krónum ef um var að ræða erlend lán? ég bara spyr.
Ég er nokkuð viss um að Hæstiréttur tæmir samkvæmt lögum í þessu máli þó svo að obbinn af dómurum þar séu handbendi auðvaldsins,
En ef svo ólíklega fer að Hæstiréttur dæmi okkur í óhag verðum við að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn og látum 'islensku verðtryggðu lánin fljóta með því ég er samfærður um að þau eru ólögleg í þeirri mynd sem þau eru í dag.
Mbk Don Petro
hpjonsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 14:37
Eldri vaxtalög nr. 25/1987, 20. og 21. gr., (sbr. lög nr. 13/1995) heimiliðu skýrum orðum að skuldbinding í íslenskum krónum væri verðtryggð miðað við gengi erlendra gjaldmiðla sbr. http://www.althingi.is/lagas/126a/1987025.html
Það að sambærilegt ákvæði hafi ekki verið tekið upp í núg. vaxtalög eykur enn meira á líkurnar að frá þessu hafi verið fallið í nýju lögunum sbr. einnig ótvíræð ummæli í greinargerð með 13. og 14. gr. núg. laga.
Í athugasemdum við 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 13/1995, þar sem verðtryggingarákvæði eldri vaxtalaga voru tekin upp segir: "Ákvæði er varða m.a. annars innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóði og lífeyrissjóði og heimila þeim að nota verðtryggingu. Með því að fella þessi ákvæði brott er þó ekki verið að skerða möguleika þeirra til að nota verðtryggingu þar sem unnt er að stofna til slíkra samninga á grundvelli meginreglunnar um samningafrelsi. Það er hins vegar ljóst að þegar þessir aðilar gera verðtryggða samninga verða þeir að vera í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í frumvarpi þessu." Sján nánar hér: http://www.althingi.is/altext/118/s/0762.html
Þetta er í samræmi við þá túlkun sem fram hefur verið haldið um 13. og 14. gr. núg. vaxtalaga, þ.e. að talið sé upp með tæmandi hætti hvers konar verðtrygging sé heimil.
Þá er athyglisvert að skoða reglur Seðlabankans nr. 492/2001 um verðtryggingu sem sett er með stoð í 2. mgr. 15. gr. núg. vaxtalaga en þar er eingöngu gert ráð fyrir verðtryggingu í samræmi við neysluvísitölu og hlutabréfavísitölu að nánari skilyrðum uppfylltum. Reglurnar má nálgast í pdf-skjali hér: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=cc9df7fa-23d0-440f-b4a7-bede5f95ed28
Seðlabankinn virðist því hafa skilið núg. vaxtalög þannig að verðtrygging við gengi erlendra gjaldmiðla sé ekki heimil. Athyglisvert væri að grafa upp eldri reglur Seðlabankans um sama efni sem voru settar með stóð í eldri vaxtalögum, þ.e. reglur nr. 152/1995 og 879/1999 til að bera saman við núg. reglur og hvort þar sé sérstaklega fjallað um verðtryggingu miðaða við gengi erlendra gjaldmiðla. Ég fann þær reglur því miður ekki á netinu.
Dísa (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 17:11
Það virðist skýrt í lögunum að tenging lána við annað en verðlagsvísitölu er óheimil. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á bílalán heldur væntanlega á alls kyns samninga sem gerðir eru við banka, t.d. afleiðusamninga orkufyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtækja þar sem samningurinn er tengdur gengi gjaldmiðla eða verði á hrávörum.
Í Speglinum í gær var rætt við lögmann (Hróbjartur Jónatansson minnir mig) sem ræddi þetta út frá almennum reglum um samningsfrelsi. Ekki var annað á honum að heyra en vafi væri á að bann við slíkum samningum stæðist þegar litið væri til eðlilegrar kröfu um samningsfrelsi milli aðila enda kæmi hvergi fram í lögunum neinn sérstakur rökstuðningur fyrir þessu banni. Þetta sjónarmið á vafalaust eftir að verða uppi á borðinu í Hæstarétti.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.2.2010 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.