Leita í fréttum mbl.is

Áfangasigur, en málinu er ekki lokið

Það ber að fagna þessari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.  Í dómnum er tekið undir þau sjónarmið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á síðustu 10 mánuði.  Eins og kemur fram í annarri færslu hjá mér frá því fyrr í kvöld um þetta mál (sjá Gengistrygging dæmd ólögleg!), þá er á morgun (13. febrúar) nákvæmlega ár síðan ég vakti fyrst athygli á ákvæðum 13. og 14. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.  Síðan hafa margir mér fróðari í lögum tekið undir málflutning minn og röksemdarfærslu og nú síðast Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari.  En ég við vara við, að þetta mál á eftir að fara fyrir Hæstarétt og í dómnum er ekkert kveðið á um hvað á að koma í staðinn.

Verði þessi dómur staðfestur í Hæstarétti, þá mun hann hafa gríðarleg áhrif.  Fjármögnunarleigufyrirtæki munu líklegast öll verða gjaldþrota, fjölmargir aðilar munu eiga skaðabótarétt á hendur fyrirtækjunum fyrir ofinnheimtu afborgana eða röng uppgjör á bílasamningum.  Aðrir sem tóku gengistryggð lán, bæði einstaklingar og fyrirtæki, munu eiga kröfu um leiðréttingu lána sinna.  Það gæti orðið til þess að hrikti verulega í bankakerfinu.  Höfum þó í huga að nýju bankarnir eru að mestu búnir undir að svona gæti farið, þannig að þeir munu lifa af.  Mestu áhrifin verða þó líklegast fólgin í því, að fjölmörg fyrirtæki og heimili munu færast frá því að vera komin í þrot eða nálægt því að vera að þrotum komin yfir í það að vera bara í góðum málum.

Ég held að það sé mikilvægt fyrir fjármálafyrirtæki að takmarka skaða sinn eins mikið og hægt er.  Vissulega gæti Hæstiréttur snúið dóminum við, en miðað við að hann var vel rökstuddur, þá finnst mér það ólíklegt.  Í mínum huga þá tel ég það eina rétta sem bankarnir geta gert er að koma til viðræðna við hagsmunaaðila um sanngjarna og réttláta lausn.  Það er nokkuð sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum óskað eftir í rúmt ár.  Ennþá er hægt að semja, en hafa verður í huga að samningsstaða lántaka er orðin mun sterkari eftir dóminn í dag.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marinó, þú talar um að eitthvað eigi að koma í staðin fyrir gengistrygginguna. Hvers vegna ætti einhver verðtrygging/vísitala að koma í staðin. Þessi skilmáli skuldabréfsins er ólöglegur, að öðru leyti er skuldabréfið löglegt, ekki satt?

Toni (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 00:55

2 Smámynd: Billi bilaði

Frábærar fréttir. Vonandi heldur málið þessari stefnu í framhaldinu.

En, var ekki skýrt kveðið á í lögunum, að væru þessar greinar brotnar, skyldi breyta láninu í venjulegt verðtryggt íslenskt lán frá og með útgáfudegi? (Þetta er eftir minni frá því að ég las yfir lögin þegar ég fyrst sá þig benda á þetta - sem var kannski í seinna skiptið sem þú bentir c", .)

Billi bilaði, 13.2.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2010 kl. 02:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt ákvæðum samningslaga má ógilda samning í heild eða að hluta t.d. tiltekin ákvæði sem teljast ólögmæt. Í þessu tilvik má líta svo á að ef ákvæðið um gengisbindingu höfuðstóls fellur út þá sé það eina sem eftir stendur: greiðsluáætlunin! Þær eru sjálfsagt misjafnar, svo dæmi sé tekið þá fylgdi mín með samningnum en þar er höfuðstóll gefinn upp í krónum og við mánaðarlega afborgun stendur í aftasta dálki: "Heildargr. m. verðb." Útreikningurinn þar virðist því miðast við venjulegt verðtryggt lán, a.m.k. á þeim hluta sem er í krónum.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2010 kl. 04:51

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Verður fróðlegt að sjá hvernig verður farið með þá fjöldamörgu sem skrifuðu undir ný lán til að auðvelda greiðslubyrð ("hjálpar"úrræði bankanna).

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 13.2.2010 kl. 07:10

6 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ætli við eigum ekki eftir að heyra frá ríkisstjórninni eitthvað í þá veruna að hún verji fjármagnseigendur sem fyrr, vinnist þetta mál í hæstarétti.

Birgir Viðar Halldórsson, 13.2.2010 kl. 08:15

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Toni, það kemur alltaf eiithvað annað í staðinn.  Í þessu tilfelli eru kostirnir:

  • engin verðrtygging, þ.e. óverðtryggður höfuðstóll, greiðsluáætlun stendur og þar með LIBOR vextir með álagi
  • lánin verða gert verðtryggð með almennum verðtyrggðum vöxtum
  • höfuðstóll verður óverðtryggð með almennum óverðtryggðum islenskum vöxtum (REIOR með álagi)
Hugsanlega eru fleiri möguleikar.

Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 09:51

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jónína, bankarnir viðurkenna betri rétt neytenda og munu taka tillit til svona dóms.  Frjálsi og Arion banki hafa það á heimasíðum sínum.  Ég hef ekki skoðað hjá öðrum.

Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 09:54

9 identicon

Er búinn að vera berjast við Lýsing um nokkra mánaða skeið og vildi semja. Lýsing vildi alls ekki semja og vildi ekki taka við greiðslu með fyrirvara um meiri rétt skuldara. Þessi dómur þó hann sé ekki endanlegur ennþá skýrir þá afstöðu. Lýsing hefur verið rekið undanfarið eins og enginn sé morgundagurinn. það segir mér að Lýsing hverfur inn í Exista og allar væntanlegar kröfur á þá hverfa. Bræðurnir munu sjá til þess fyrir hönd þýska bankans.

Thor (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:28

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Marinó, það er athylgisvert að hlusta á RÖDD ASÍ & ríkisstjórnarinnar í þessu máli "ekki heyrist orð frá þeim".  Alveg ótrúlegt að ASÍ skyldi t.d. ekki STRAX setja sýna lögfræðinga í málið og KREFJAST að þessi lán væru dæmt ólögleg sem þau vissulega eru.  Af hverju gripu stjórnvöld ekki strax inn í atburðarrásina og SKIPUÐU bönkum að HÆTTA að bjóða almenningi erlend lán??????????  Af hverju stígur ekki Forsetisráðherra fram og tjáir sig?  Ég trúi ekki öðru en að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu.  Ég vona svo að þessi AUMA ríkisstjórn komi með yfirlýsingu strax eftir dóm Hæstaréttar.

Réttast og sanngjarnasta lausnin er sú eftir að dómur felur, að ALLIR þeir aðilar sem stóðu í að lána ERLEND lán, sé gert að LEIÐRÉTTA þau þannig að verðgildi lánan sé fært NIÐUR í þá upphæð sem íslenska gengið var þegar lánið var tekið, auk þess að viðkomandi lánastofnanir draga frá allar móteknar greiðslur (vextir, verðbætur o.s.frv) miðað við stöðu krónunnar þegar lánið var TEKIÐ.  Tjónið er þannig fært yfir á VOGUNARSJÓÐINA sem nú eiga bankanna.  Reyndar lendir tjón Landsbankans á þjóðinni, en það er í lagi.  Bankarnir komust í hendur á RÆNINGJUM og var stjórnað af SIÐBLINDUM skíthælum.  Því miður ákvað ASÍ & ríkisstjórnin (fráfarandi & núverandi) að sleppa því að slá SKJALDBORG um HAGSMUNI fólksins í landinu - ótrúlegt en satt - sorglegt hversu LÉLEGA stjórnmálamenn við eigum, ótrúlegt lið.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 13.2.2010 kl. 10:46

11 identicon

Marinó, ég er ekki sammála því að lánin verði gerð verðtryggð á nýjum vöxtum. Sá þáttur sem tengdi lánið við dagsgengi gjaldmiðla var ólöglegur, ekki það að lána á neikvæðum raunvöxtum í Íslenskum krónum. Bankarnir sitja uppi með það að hafa gamla höfuðstólin á mjög lágum óverðtryggðum vöxtum frá tökudegi lánsins og til lokadags lánsins. Það sem hefur verið ofgreitt vegna ólöglegs samnings skal ganga inn á höfuðstólin á greiðsludegi hverrar greiðslu og ný staða sett á lánið á þeim degi sem bankarnir semja við hvern og einn.

Þeir munu svo segja upp lánasamningnum miðað við þá stöðu og skuldari verður þá að endurfjármagna lánið hjá þeim eða annarsstaðar á þeim kjörum sem þá bjóðast.

Þetta heitir að láta fjármálastofnanir finna fyrir því sem er nákvæmlega það sem þeir hefðu gert ef þetta væri á hinn veginn.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 11:00

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ég er ekki að segja hver niðurstaðan verði bara hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 12:25

13 Smámynd: Dexter Morgan

Hverjir eiga mestra hagsmuna að gæta ? Af hverju var ASÍ ekki búið að senda sitt lögfræðingalið í málið. Er það kannski bara tilviljun að það voru lögmenn á lítilli lögmannsstofu á Akureyri (Pacta), sem unnu þetta mál. Vonandi kemst Hæstiréttur að "réttri" niðurstöðu í málinu.

Dexter Morgan, 13.2.2010 kl. 13:27

14 identicon

Sæll Marinó,og til hamingU með þennan dóm og þó fyrr hefði verið.

En hvað meinar þú með að eitthvað eigi að koma í staðinn ?

Er ekki nóg komið að eignaupptöku og gjaldþrotum vegna þessara lána?

Ég sjálfur er búinn að bíða í eitt og hálft ár eftir leiðréttingu og hef SÍFELLT bent á að þessi lán eru ólögleg ,og hefur bankinn alltaf sagt að þetta sé löglegt en samt sem áður hefur hann ekki gert neitt í mínum málum ennþá eingöngu vegna þess að ég hef sjálfur stöðugt mótmælt og bent bankanum á að best sé að láta dómstóla um að skera úr um þetta mál og á meðan hef ég ekki borgað af neinu láni aðeins lagt inná reikning sömu upphæð og mér bar samkvæmt lögum og er ástæðan sú að það sem við höfum borgað umfram fáum við aldrei til baka ef dómur fellur okkur í vil ,og af hveru?jú, vegna þess að fyrirtækin sem lánuðu fara öll á hausin .

Ég skora nú á alla sem skulda svona lán að hætta að borga og senda bönkum og kaupleigum áskorun um leiðréttingu ,"og gera það sjálf"    og gera ekki neitt fyrr en hæstiréttur hefur dæmt í málinu.

Það á ekkert að koma í staðin Marinó ,ertu farin að linast eða ertu til sölu ? er ekki nóg að borga vexti og álag ?voru það ekki bankar og kaupleigur sem tóku stöðu gegn krónunni til að redda bönkunum og græða á gengis mun ?hvað heldur þú að margir séu búnir a'ð græðA ÓTÆPILEGA Á ÞESSU? NEI ÞAÐ KEMUR EKKERT Í STAÐIN, ÞAÐ ER LÁNASAMNINGUR Á BAKVIÐ ÞESSA SAMNINGA OG HANN STENDUR .

EF ýLLA FER ÞÁ GETUR ÞÚ VERIÐ VISS UM AÐ ÞESSIR AÐILAR KOMA EKKI Á MÓTS VIÐ OKKUR FREKAR EN FYRRI DAGINN ,EN ÉG HEF EKKI TRÚ Á AÐ ÞAÐ GERIST.

SÍÐAN ÞARF AÐ TAKA Á VERÐTrygðu LÁNUNUM ,ÞAU ERU LÍKA ÓLÖGLEG AÐ MÍNU VITI OG HEF ÉG ÍTREKAÐ BENT Á ÞAÐ EN EKKI FENGIÐ HLJÓMGRUN FYRIR ÞVÍ ÞVÍ MIÐUR.

mBK  DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 13:30

15 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta er glæsilegur áfangasigur og nú ber að hrekja flóttann af alefli. Þá bíð ég eftir viðbrögðum Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra -  hvort hann fagni þessum dómi eða haldi áfram að bera hag fjármagnseigenda og kröfuhafa gömlu bankanna fyrir brjósti.

Atli Hermannsson., 13.2.2010 kl. 13:53

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Don Petro og fleiri, dómarinn í málinu hafnaði kröfu stefnda um að "krefja stefnanda um að það endurgjald sem hann hafi greitt honum verði endurgreitt".  Niðurstaða dómsins er:

Grundvöllur verðtryggingar samkvæmt samningi aðila, þ.e. ákvæði 4. og 7. gr. samningsins um gengistryggingu, er því í andstöðu við VI. kafla laga 38/2001 og því ógild...Samningurinn er á hinn bóginn ekki ógildur í heild sinni eins og stefndi heldur fram.

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá gerir dómari ráð fyrir að nýir skilmálar komi í stað þeirra sem voru ógiltir.  Þar sem hvorugur málsaðili gerir kröfu um slíka nýja skilmála, þá tekur dómarinn ekki afstöðu til þess hverjir þeir ættu að vera.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir sanngjarni og réttlátri niðurstöðu í skuldavanda heimilanna.  Við höfum ALDREI farið fram á að gengistryggð lán verði felld niður.  Við höfum farið fram á að þau væru leiðrétt með tilliti til ákvæða laga og að lántakar endurgreiði lánin á sanngjörnum og réttlátum kjörum.  Upphaflegu kröfur samtakanna var að gengistryggðum lánum væri breytt í verðtryggð.  Á það var ekki hlustað.  Við höfum ekki tekið afstöðu til dómsins og því ekki ákveðið hvort við eigum að breyta þessari kröfu okkar.  Eitt er víst, við höfum aldrei leitast eftir því að fá lán felld niður að fullu og ég sé okkur ekki berjast fyrir því einfaldlega vegna þess að slík krafa er hvorki sanngjörn né réttlát.  Málið snýst ekki um að komast hjá því að endurgreiða það sem var tekið að láni.

Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 14:23

17 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

hvernig dettur ykkur í hug að hæst sé að breyta láni eftirá, lánið er ólöglegt og þess vegna verður að greiða til baka bara lánið og vexti ekki gengismunin, þeir sem ákváðu þessar lánaleiðir geta svo borgað mismunin því þeir eru persónulega ábyrgir fyrir svona miklum mistökum í vinnu.

Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 15:12

18 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

persónulega er ég með vertyrggt lán og sá fyrir meŕ að 60 kr fyrir dollarar væri slæm kaup, þetta mun þýða að leiðretinar á vertryggðum lánum verður ómöguleg.

Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 15:13

19 identicon

Sammála Jóhanni

Ef gengistryggðu lánunum er breytt í verðtryggð þá er alveg útilokað að það komi til nokkur leiðrétting nokkurntíman á verðtryggðum lánum í landinu!!

Guðný (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 15:51

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get ekkert sagt um hvað kæmi í staðinn.  Hef bara nefnt hvað mér finnst koma til greina.  Eftir því sem málin hafa þróast, þá er ég þeirrar skoðunar að núverandi lánakjör eigi að haldast og lánin verði óverðtryggð.  Ég hef reiknað út að bankarnir hafi vel efni á því miðað við afsláttin sem þeir fá á lánasöfnunum frá gömlu bönkunum.

Marinó G. Njálsson, 13.2.2010 kl. 17:19

21 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Er hæstiréttur ekki skipaður karlmönnum..þar sem siðblindan er tekin fram yfir lagalegu réttmæti.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2010 kl. 10:21

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef niðurstaða Héraðsdóms er að samningurinn í heild sinni er ekki ógildur að öðru leyti en hvað gengistrygginguna varðar, hlýtur það að merkja að vextir á lánið verði tilgreindir vextir lánasamningsins og þeir leggist aðeins ofan á upphaflega höfuðstólinn í íslenskum krónum.

Theódór Norðkvist, 15.2.2010 kl. 02:15

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varðandi spurningu um rétt þeirra sem hafa þegar skrifað undir skuldbreytingar eða önnur "úrræði" til að lengja í snörunni, þá vil ég koma því á framfæri að á heimasíðu SP-fjármögnunar stendur þetta:

Nei þeir viðskiptavinir sem eru með erlend lán hafa sömu réttindi og fyrir höfuðstólsleiðréttingu.
 
Ánægjulegt að þeir skuli setja þetta svona skýrt fram, enda ekki annað hægt því ólögleg innheimta er áfram ólögleg jafnvel þó að þeir sem fyrir henni verða borgi sumir eða jafnvel allir.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband