Leita í fréttum mbl.is

Miðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum

Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ?  Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna!  Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það.  Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni gengisins, 16 mánuðir frá hruni bankakerfisins og rúmir 9 mánuðir frá því að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu áskorun til launþegahreyfingarinnar að taka undir kröfur samtakanna um aðgerðir til handa heimilum landsins.  Loksins kemur harðorð yfirlýsing um að aðgerðir stjórnvalda hingað til (sem eru að stofninum til samdar af ASÍ) séu í skötulíki.

En hvað varð til þess að ASÍ vaknaði af svefninum væra?  Jú, samtökin létu gera skoðunarkönnun og hún leiddi í ljós að fólk hefur það skítt.  HH gerðu könnun í júní í fyrra sem sýndi þetta sama og aðra í september.  HH eru búin að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað, frá því í janúar í fyrra.  Við erum búin að segja í rúmt ár, að ástandið yrði sífellt erfiðaðar meðan ekki væri gripið til umfangsmikilla aðgerða þar sem gengið væri MJÖG langt í að koma til móts við lántaka.  Við höfum allan tímann varað við því ástandi sem nú er.  Við höfum bent á orsakasamband minni neyslu, samdráttar í veltu fyrirtækja, fækkunar starfa og afleiðingar þessa á tekjur og útgjöld ríkissjóðs.  Við höfum hvatt til þess að varnarlína væri dregin í sandinn og afkoma heimilanna varin.  Málið er að aðeins tvö verkalýðsfélög hafa tekið opinberlega undir með okkur.  Kannski var það vegna þess að ASÍ átti ekki hugmyndina!  Hver veit?

Ég hef fundið fyrir því á fundum, sem ég hef setið að undanförnu, að núna er að skapast aðstæður eða andrúmsloft til að ganga lengra en áður.  Bankarnir hafa birt sínar lausnir, síðast SPRON í bréfi sem ég fékk í gær.  Allir eru að bjóða um 25-27% lækkun höfuðstóls gengistryggðra lána, ef lánunum verði breytt yfir í verðtryggð eða óverðtryggð krónulán.  Ber að virða það við bankana að eitthvað sé gert, en það er einfaldlega ekki tekið nógu stórt skref.  Síðan má spyrja:  Hvar eru lífeyrissjóðirnir?  Hvers vegna sitja þeir óvirkir hjá meðan hamfarirnar ganga yfir heimili landsins?


mbl.is Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

25-27% og breyting í íslenskar með lengingu lánsins dugar ekki það er eins og pissa í skóinn sinn í frosti uppi á miðjum jökli hlýtt á meðan migið er en síðan frost. Nær væri að afskriftin næmi um 50-60% þá erum við farin að tala saman.

Sigurður Haraldsson, 11.2.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það tók félaga Gylfa & ASÍ liðið ca. 16 mánuði að fara í að "gagnrýna ömurlega ríkisstjórn og benda á að vinnubrögð þeirra séu í SKÖTULÍKI...er kemur að aðstoð fyrir fólkið í landinu...!"  Gylfir nefnir að núverandi stórhættulega ríkisstjórn skorti "kjark & þor".  Hann hefði geta bætt við þann lista atriðum eins: "skort á gáfnafari, skort á raunhæfum lausnum, skort á vilja til að koma fram með LEIÐRÉTTINGU og svo framvegis."  Hugsaðu þér Samspillingin og þessi viðbjóðslega klíka ASÍ er ávalt með "allt niðrum sig" er kemur að því að vera að vinna að velferð fólksins í landinu.  Svo stíga fram spunameistarar þessa liðs og tala um "Norræna velferðastjórn...lol..lol..!"  Þetta lið kan ekki að skammast sín - viðbjóður - okkar stjórnmálamenn eru upp til hópa sjálftökulið á opinbert fé.  Þeim er skítsama um almenning í landinu - við erum & höfum alltaf verið afgangsstærð.  Það er & hefur verið vitlaust gefið í þessu samfélagi síðustu 20 árin undir stjórn RÁNfuglsins - sorry - BÓFAflokksins.  Nú er mál að linni, svo maður noti orð fyrrum formanns Samspillingarninnar...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.2.2010 kl. 15:18

3 identicon

Hallo!

ASI-risaeðlan er að vakna eftir 16 mán svefn, kanske er það bara of seint fyrir suma, en betra seint en aldrei,nú þarf bara að gefa ASI-risaeðlunni slatta af lýsi og annari hressingu í formi hvatningar frá okkur

Kristinn M (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband