9.2.2010 | 16:12
Glæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?
Framleiðsla í álveri Fjarðaáls er greinilega komin á fullan skrið og er það ánægjulegt. Í tilkynningu fyrirtækisins er bent á mikil útflutningsverðmæti af framleiðslunni. Heilir 74 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Ætla ég ekkert að gera lítið úr þeim árangri, en verð að viðurkenna að þessi tala segir mér ekki neitt um afraksturinn fyrir íslenskt samfélag. Forvitnilegt væri að vita:
- Hver var innflutningskostnaður fyrirtækisins vegna hráefnis?
- Hvað greiddi fyrirtækið mikið í laun og þjónustu innlendra aðila?
- Hve mikið greiddi fyrirtækið fyrir innlend aðföng, m.a. raforku?
- Hve háar skattgreiðslur greiddi fyrirtækið (þ.e. ekki staðgreiðsla starfsmanna og utanaðkomandi aðila) til ríkis og sveitarfélaga og önnur opinber gjöld, svo sem hafnargjöld?
- Hve miklar voru aðrar greiðslur sem urðu eftir hér innanlands?
- Rennur eitthvað af þessum tekjum til erlendra eigenda, t.d. í formi arðgreiðslna, greiðslu fyrir þjónustu eða sérfræðiráðgjöf eða afborgun lána?
Fyrir íslenskt samfélag, þá eru þetta tölurnar sem skipta máli, þ.e. hvað er eftir í landinu og hvað fer alfarið úr landi.
Ég tek það skýrt fram, að ég efast ekki um það eru háar upphæðir sem verða eftir hér á landi. Verðmæti útflutnings er ákaflega mikilvægt fyrir fyrirtækið, en það er þá og því aðeins mikilvægt fyrir íslenskt samfélag, að það njóti góðs af því. Þess vegna er fróðlegt að vita (þó ég efist um að það verði gefið upp): Hve stór hluti af útflutningsverðmætunum verða eftir hér á landi? Eru að 3-5%, 5-10% eða meira? Það á nefnilega að vera keppikefli allra útflutningsfyrirtækja að skila sem stærstu hluta tekna sinna inn í innanlandsveltuna. Annars verðum við bara eins og nýlenda sem leggur til auðlindir en nýtur ekki góðs af því.
Það skal líka tekið fram, að þó í þessu tilfelli sé um Fjarðaál að ræða, skiptir nafn fyrirtækisins í raun engu máli. Spurningar eiga jafnt við um alla aðila sem nýta auðlindir landsins við framleiðslu sína. Vangaveltan er alltaf hver er akkur þjóðarinnar af því að viðkomandi fái aðgang að auðlindinni.
Fluttu út vörur fyrir 74 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1681301
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það væri einmitt afar fróðlegt að fá svör við þessum spurningum. Senda þær á skrifstofu Alcoa?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.2.2010 kl. 16:54
Ég hef séð tölur um að 25 - 30% af kostnaði við rekurstur álvera falli hér innlenda framleiðsluþætti þannig að megnið af tekjunum rennur beint úr landi á ný sem kostnaður.
Samt sem áður er dágóð summa sem situr eftir hér innanlands.
Sigurjón Þórðarson, 9.2.2010 kl. 17:43
Mismunurinn á þessum útflutningi og útflutningi sjávarútvegsins er sláandi.
Hráefni sjávarútvegsins kemur úr auðlindalögsögu Íslands og er því ekki flutt inn þvert yfir hnöttinn.
Arðurinn af framleiðslunni rennur beint inn í íslenskt samfélag en ekki til erlends eiganda.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 18:21
Við þetta má bæta að útreikningar sérfróðra manna hafa sýnt að virðisaukinn fyrir íslenskt samfélag er næstum þrefalt meiri hlutfallslega í sjávarútvegi og ferðaþjónustu heldur en í álframleiðslu.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 18:22
Ef við notum margföldunargildi Steingríms J. frá því á Alþingi í fyrra.
Þá er það svo: 74 milljarðar x 0,35 eftir í landinu 26 milljarðar.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:01
Þriðjungur tekna er ekki svo slæmt, ef það reynist rétt. Málið er að útflutningstekjur ráðast af heimsmarkaðsverði en það hefur lítil áhrif á fjölmarga kostnaðarliði. Eitt er víst að Landsvirkjun kemur líklega ágætlega út úr þessu.
Marinó G. Njálsson, 9.2.2010 kl. 21:53
Það er nauðsynlegt að gera betur grein fyrir þessum stærðum en mig minnir að fyrirspurn Marðar Árnasonar á þingi fyrir nokkru hafi gengið út á að bera saman ávinning annars vegar af álframleiðslu og hins vegar ferðaþjónusut.
Sigurjón Þórðarson, 9.2.2010 kl. 23:50
Sæll Marinó,
Ég veit ekki hverjar þessar tölur eru, en mér finnst þetta orðið dæmigert um fréttamennsku á Íslandi. Það virðist alltaf vanta botninn í fréttirnar. 74 milljarðar er fínt, en ef 75 milljarðar fara í kostnað þá er þetta ekki svo fínt;) Ef 25 milljarðar fara í kostnað og 50 milljarðar verða eftir, þá er það gott mál. Mér finndist nær að fréttamenn tækju saman tölulegt yfirlit og birtu hagnaðartölur, greiðslur fyrir raforku, greiðslur fyrir innflut hráefni o.s.frv. Svona frétt segir bara akkúrat ekki neitt.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 10.2.2010 kl. 00:32
Ég get alveg upplýst þig um að innflutningur súráls er ca. 25% af útflutningsverðmæti áls.
Sem sagt. 75% af útflutningsverðmætinu er eitt í annað, þar með talið laun, rafmagn, hagnað eigenda osfrv.
Samanburður við ferðamannaiðnað og sjávarútveg í þessu samhengi er bara til skemmtunar og til upplýsingar. Álframleiðsla kemur ekki í veg fyrir gjarldeyrissköpun eftir öðrum leiðum. M.ö.o., sá gjaldeyrir sem álið skapar okkur er hrein og klár viðbót við þann gjaldeyri sem við vinnum okkur inn í gegnum sjávarútveg og ferðamannaiðnað.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:42
Takk fyrir þetta, Magnús. Eins og kemur fram í færslunni, þá er bara benda á að talan 74 milljarðar, ein og sér, segir ekki alla söguna.
Marinó G. Njálsson, 11.2.2010 kl. 10:55
Ég vil gera athugasemdi við ummæli Magnúsar. Hér er verið að nota auðlynd og við eigum að sjálfsögðu að taka fullt tillit til þess arðs sem fæst fyrir það sem er fórnað. Stóru landflæmi var fórnað undir vatn og ýmsar afleiðingar þessara fræmkvæmda eru óafturkræfar. Fyrir þessar fórnir er eins gott að afraksturinn sé dágóður. Persónulega hefði ég viljað sjá þessa orku nýtta í annað en álframleiðslu fyrst á annað borð var farið í þetta en þetta er búið og gert. Nú verðum við að setja spurningamerki við allt sem tengist tekjum af þessu. Þjóðin verður að fá ríflegan arð því annars er verið að féfletta hana í reynd svo ekki sé minnst á skemmdir á dýrmætu landi og orðspori landsmanna.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 11:50
Spurningum mínum er svarað að nokkru leiti í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í dag (15/2/2010).
Marinó G. Njálsson, 15.2.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.