Leita í fréttum mbl.is

Skatturinn notaður gegn heimilunum?

Einn félagi minn fékk símtal í dag, þar sem honum var tjáð af viðmælanda sínum "að það væri kominn einhver úrskurður frá skattstjóra og félagsmálaráðuneytinu um að ekki sé hægt að gefa eftir skatt af niðurfellingu skulda".  Ég verð að segja eins og er, að það er með ólíkindum, ef stjórnvöld ætla að nota skattayfirvöld sem stjórntæki til að koma í veg fyrir eðlilega og sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstóli lána.  Ég man ekki til þess, að ég hafi fengið einhvern frádrátt frá tekjuskatti þegar skuldirnar bólgnuðu út.  Af hverju ætti ég þá að borga tekjuskatt af leiðréttingunni, þegar hlutirnir eru færðir í áttina að því sem þeir voru áður?

Mér finnst þessi taktík ríkisstjórnarinnar vera heldur ósmekkleg, svo ég segi ekki meira, að bera skattinum fyrir sig.  Það er greinilegt að spurningin sem skattstjóri fékk var rangt orðuð.  Hana hefði átt að orða:  "Verður leiðrétting lána tekjuskattsskyld og ef svo er, hvaða breytingar þarf að gera á lögum tekjuskatt til að svo verði ekki?"

Ég mun að sjálfsögðu taka þetta upp í hinni þverpólitísku nefnd sem ég sit í.  Það er ekki hægt að láta skattalög koma í veg fyrir að fólk fái eðlilega og sanngjarna leiðréttingu sinna mála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að vita neitt um hvernig spurning var nákvæmlega orðuð og hvert svarið var nákvæmlega þá er ég nokkuð viss um að hér er átt við algjöra niðurfellingu láns það er höfuðstóllinn er afskrifaður að fullu.

Það sem bankarnir eru hins vegar að bjóða upp á er ekki niðurfelling og varla leiðrétting heldur þar sem afborganirnar eru nánast þær sömu, greiðslustreymið er aðeins annað. Í stað lágs vaxtaþáttar er kominn hár vaxtaþáttur.

Er hins vegar sammála þér að ef þetta á við um öll lán, þá eru stjórnvöld komin á mjög hálan ís, svo mjög að þetta gæti verið kornið sem fyllir mælinn.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:24

2 identicon

Marinó, í framhaldi af fyrri pósti vil ég bæta við að ástæða þess að höfuðstólsleiðréttingar bankanna geta ekki talist skattskyldar er að lækkun þeirra er þannig að núvirt virði t.d. erlendu lánanna og þeirra erlendu er sennilega það sama. Ef hins vegar höfuðstólslækkunin væri miklu meiri t.d. 40-50% þá er ég nokkuð viss um að hluti af leiðréttingu væri skattskyldur í samræmi við núvirðis reikning.

Þegar skatturinn metur gildi slíkrar leiðréttingar þá notar hann við núvirðisreikning núverandi lánakjör á markaði. Sennilega gildir almennt að vextir af erlendum lánum séu í dag um 2,6-3,1% að gefnu tilliti til vaxtaálags. Ef við gerum ráð fyrir því að markaðsvextir í IKR óverðtryggðum lánum verði um 8% út 20 ára lánstíma þá sýnir núvirðisreikningur að erlenda lánið er einfaldlega hagstæðara en það íslenska (hvað þá þau verðtryggðu).

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: IGÞ

Þetta er með ólíkyndum.

Á maður að trúa því að veruleikafyrring ríkisstjórnarinnar sé slík að að hún sjái ekki í hvaða voða stefnir.

Greiðsluaðlögun úrræði eða hvaða nöfnum sem hún vill setja nafn sitt við er kák. Það er skömm að ríkistjórn sem kennir sig við fjélagskyggju og jöfnuð skuli eingöngu hugsa um fjármagnseigendur og láta sér í léttu rúmi liggja þótt þúsundir heimila brenni upp.

Nú er aðgerðarleysi stjórnarinnar farið að bíta. Ég þekki til og sjálfsagt fjöldi annara, að fólk sem ekkert hefur til saka unnið er að brotna niður vegna óréttlætis í þessu þjóðfélagi og er að missa sitt húsnæði.

Hver hefði trúað því að stjórn réttlætis og jafnaðarmennsku mundi svíkja svo illilega loforð sín um að standa vörð um heimilin í landinu.

Hver skilur þá fyrru að það er eina sem kemmst að hjá þessari voluðu stjórn, og það er alveg sama hvaða flokkum hún er skipuð, þettta er stjórn landsins. Að setja á okkur saklausa borgara þessa lands drápsklyfjar sem hún stefnir leint og ljóst að er glæpur svo stór að enginn getur séð fyrir hve hræðilegar afleiðingar munu hafa fyrir komandi kynslóðir.

Ef þeim tekst þessi skelfilegu á form ja þá má endurtaka orð GH Guð blessi Ísland.

IGÞ, 30.1.2010 kl. 01:16

4 identicon

Þeir sem eru að fá felld niður lán eru kúlulánafólkið. Og þessir allra ríkustu - ég segi bara að það er EINS GOTT að það verði borgaðir skattar af þeim fríðindum. Það sem hinn almenni launþegi er að fá fellt niður eru algjörir smámunir í samanburði. Frestanir á greiðslum eins og íbúðalánasjóður er að bjóða eru auðvitað ekki niðurfellingar og ég hugsa að lækkun höfuðstóls eins og bankarnir bjóða flokkist bara undir skilmálabreytingu og ekki niðurfellingu.

Hins vegar er erfitt að kreysta mjólk úr steini og vonandi er tekið öðruvísi á málunum þar sem fólk fer í gjaldþrot. Og það sama verður yfir alla að ganga hvað það varðar, hvort sem þeir heita Björgúlfur eða ekki.

gummih (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 11:33

5 identicon

Sæll

Gott að vita að þú eigir sæti í þessari nefnd.
Það er orðið ótrúlegt að norræna velferðarstjórnin ættli
að keyra áfram og byggja upp bankakerfi með blóðpeningum
almennings. Það er orðið öllum ljóst hvað hefur gerts og enga hjálp að fá frá okkar eigin ríkisstjórn.
Þurfum við ekki að' fara reka okkar málstað á alþjóðlegum vettvangi.
Hvað má ríkistjórn gera borgum sínum?
Gætum við leitað til Mannréttindadómstólsins. Eftir kerfishrun þjóðar er ákveðnum hópi og fjölskyldum hreinlega fórnað fyrir fjármagnseigendur.
Ef það stæðu fyrir dyrum kosningar. Hverju myndi núverandi ríkistjórn lofa, að slá fólk ekki með krepptum hnefa?

vj (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 13:58

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Arion banki og held ég allir hinir bjóða fólki að færa húsnæðisskuldir niður í 110% af markaðsvirði húsnæðis sem er veðsett gegn skuldinni. Restin er felld niður. Þetta gera bankana fyrir viðskiptavini sína eins og mig og þig. Þetta er EKKI BARA stórskuldarar eins og gummih nefnir í samsæriskenningu sinni.

Þetta er gert í dag en samt er ekki búið að ganga frá því hvort að það fólk, sem þetta gerir, fái ekki bakreikning frá skattmann, sem er jafn "blóð"þyrstur og sanngjarn og vampíran Drakula. Og þú ert sekur gagnvart honum uns sannaður saklaus fyrir dómstóli.

Þetta eru ótækar aðstæður. Algerlega. Og þarna sést, eina ferðina enn, að skjaldborgin margnefnda er barefli sem stjórnin notar til að berja látlaust á borgurum og skuldurum þessa lands, og verja fjármagnseigendur. 

Sigurjón Sveinsson, 6.2.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband