18.1.2010 | 14:11
Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að vara við þessu lengi
Niðurstaða könnunar Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) kemur okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna ekkert á óvart. Þetta er sama niðurstaða og hefur komið fram í tveimur könnunum samtakanna, annarri meðal félagsmanna í fyrra vor og hinni sem Gallup framkvæmdi á landsvísu fyrir samtökin sl. haust. Fólk á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og um 54% heimila landsins voru í haust ýmist ekki að gera það eða rétt mörðu það.
Þrátt fyrir þetta ákvað ríkisstjórnin að hækka skatta á almenning um tugi milljarða. Þrátt fyrir þetta þarf að toga leiðréttingu lána með töngum út úr bankakerfinu. Þrátt fyrir þetta örlar ekkert á mildandi aðgerðum fyrir heimili landsins af hálfu lífeyrissjóðanna. Og þrátt fyrir þetta heldur forysta launþegahreyfingarinnar sig inni í fílabeinsturni sínum og lætur ekkert í sér heyra.
Bjarki Steingrímsson, þáverandi varaformaður VR, talaði á útifundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands fyrir áramót og gagnrýndi forystumenn launþegahreyfingarinnar. Hann uppskar það að vera REKINN úr embætti. Það er nefnilega bannað að rugga bátnum. Vilhjálmur Birgisson talaði á útifundi sl. laugardag og var harðorður. Ætli honum verði vísað á dyr hjá ASÍ næst þegar hann á leið hjá?
Ég hef sagt það oft, að baráttan fyrir leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstóli húsnæðislána, er stærsta kjarabaráttan í dag. Vilhjálmur Birgisson ítrekaði þennan punkt á laugardaginn. Ég er viss um að Guðmundur Ragnarsson, formaður VM er orðinn okkur sammála. Ég býð honum að taka slaginn með okkur fyrir leiðréttingu lánanna og bættum kjörum.
Telja launin ekki duga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér þykir leitt að almenningur láti ekki til sín taka á útifundum HH og mæti til að rugga bátnum- verulega.
Þetta er hlutur sem þarf að leiða fólki fyrir sjónir því lítið stoðar að fljóta sofandi að feigðarósi, eða hvað ?
Góðar stundir
Árni Þór Björnsson, 18.1.2010 kl. 14:41
Nenni ekki að standa einhverstaðar öskrandi eins og bjáni, því það gerist ekki neitt, OG ÞIÐ KJÓSIÐ ÞÁ ALLTAF AFTUR ,
Sigurður Helgason, 18.1.2010 kl. 16:28
Launþegahreyfingin telur hagsmuni lífeyrissjóðanna mikilvægasta verkefnið og það hefur verið þannig lengi. Þeir hafa verðtryggingarákvæðin sem sín ávöxtunartryggingarákvæði. Það verður erfitt að hagga þeim hugsanatengslum. Annarsvegar tapa vinnandi launþegar á verðtryggingunni en eiga í framtíðinni að græða á þeim.
Þetta tel ég vera megin ástæðuna fyrir efnahagslegri þversögn í stefnu launþegahreyfinganna.-
Ég tel baráttumál HSH vera góð og gild en þau fá enga athygli sem skyldi vegna óuppgerðara Icesafe-mála. Það virðist soga til sín alla orku og lama alla aðra umræðu.
Gísli Ingvarsson, 18.1.2010 kl. 21:46
Var við nokkru öðru að búast, eftir að fréttir berast af því að útlendingar fái ekki að koma aftur til landsins, eftir frí. Þeir geti ekki framfleitt sér þó þeir séu í fullri vinnu hjá ríkinu.
Jón Lárusson, 19.1.2010 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.