6.1.2010 | 17:00
Skynsemisrödd úr óvæntri átt
Óhætt er að segja, að hér komi stuðningur úr óvæntri átt. Moody's tekur allt annan pól í hæðina, en félagar þeirra hjá Fitch Ratings. Raunar má segja að Moody's setji með áliti sínu ofan í við Fitch Ratings og geri svo grín að þeim að auki. Icesave skuldbindingarnar skelli jú ekki á ríkinu fyrr en eftir 8 ár eða svo.
Ég gagnrýndi Fitch Ratings harkalega í færslu í gær. Mér sýnist álit Moody's staðfesta að gagnrýni mín átti fullkomlega rétt á sér. Fitch Ratings hljóp á sig, það er málið. Nú er spurning hvort þeir séu nokkuð of stoltir til að viðurkenna mistök sín og endurskoða þessa dæmalaus ákvörðun frá því í gær.
En álit Moody's kallar líka á gagnrýni á stjórnvöld. Þau hafa haldið því ítrekað á lofti að tafir á Icesave og hvað þá höfnun myndi setja lánshæfismat Íslands í uppnám. Vissulega leit allt út fyrir það eftir, það sem ég vil kalla, frumhlaup Fitch Ratings í gær. Bæði álit S&P í morgun og Moody's núna setja allt annað hljóð í strokkinn. Raunar er álit Moody's svo jákvætt, að það léttir manni barasta lund .
Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 247
- Sl. sólarhring: 267
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 1680810
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fjölmiðlar þrífast á hræðsluáróðri. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af landinu enda virðist eðli Íslendinga vera að lenda á fótunum sama hvað á dynur. Spánn með 19,3% atvinnuleysi er í margfalt verri stöðu en við.
Hef semsagt engar áhyggjur af stöðunni. Öll umræðan er pólitísk sem minnir á þætti með Prúðuleikarunum. Karlarnir á svölunum minna óneitanlega á leiðtoga xD og xF. Kermit og Ms. Piggy ...
Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 17:20
Takk fyrir þessa grein. skrifaða á mannamáli sem skilst vel.
Moodys setur sína röksemdarfærslu fram af greinilegri þekkingu á Íslenskum aðstæðum á meðan að það mætti halda að Fitch hefði gefið út keypt álit af Samfylkingunni sem nú gerir ekkert annað en að grenja og tala niður málstað Íslands.
Heimsendi er semsagt frestað á Íslandi !
Gleðilegt ár og takk fyrir góðar greinar á árinu sem er að líða.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:22
Merkilegur lesskilningur
Úr fréttinni, ég feitletra.
Lokaorð fréttarinnar eru fróðleg:
Ætli þessir hagvísar hafi verið reiknaðir áður en forseti hafnaði lögunum? Getum við jafnvel farið að búast við því að efnahagslægðin verði jafn löng eða lengri en búist var við? En það er eflaust í lagi, þetta er allt til lengri tíma, hugum að því miklu seinna!
Matthías Ásgeirsson, 6.1.2010 kl. 17:23
Matthías, sumir álíta að glasið sé hálf tómt, meðan aðrir sjá það hálf fullt. Mér sýnist við vera hvor í sínum hópnum. Ég sá nefnilega:
Marinó G. Njálsson, 6.1.2010 kl. 17:33
Þetta er allt afstætt. Staða okkar er góð eða slæm miðað við stöður annarra landa. Það er ekki verið að skoða heimshagkerfið í heild heldur litla einingu innan þess. Ísland stendur hreint ekki illa. Það er gríðarlegur kraftur í hagkerfinu og umhverfið mun betra núna en í góðærinu þegar allir virtust meira eða minna vitstola. Ég ætla því að þrjóskast við að vera bjartsýnn.
Gjaldeyrisstaðan hér getur breyst á augabragði; það er ekki aðeins krónan sem flöktir heldur hinir gjaldmiðlarnir líka.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 17:42
Það er ekki nokkur séns að meta hagfræðilega muninn á septemberlögunum og desemberlögunum. Aðalmunurinn á þeim kemur ekki fram fyrr en 2024 er það?
Þessi álit eru bara pólitík, ekki hagfræði.
Guðmundur Karlsson, 6.1.2010 kl. 18:42
Ef ríkisstjórnin hefur gefið það út að lánshæfieinkunn muni lækka taki forsetinn þessa ákvörðun, má þá ekki vel vera að þessi fullyrðing sé notuð sem forsenda í mati matsfyrirtækja?
Hrannar Baldursson, 6.1.2010 kl. 18:52
Það á eftir að snarhækka álitið útávið bara við að losna við Steingrím og Jóhönnu úr Ríkisstjórninni...
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 22:38
Ég held að það sé til einföld leið út úr þessu. Lífeyrissjóðirnir. Við breytum einfaldlega lífeyrissjóðskerfinu á Íslandi.
Í íslensku lífeyrissjóðunum eru um 1800 milljarðar. Þar af eru um 660 milljarðar af sköttum (m.v. 38% tekjuskatt). Nú eru skattar innheimtir af lífeyrisgreiðslum. Breytum þessu svona:
Eftir sitjum við með lífeyrissjóðskerfi upp á 1100 milljarða af skattfrjálsum eignum.
Sumir munu segja að ríkið sé að fórna framtíðarskatttekjum í skammsýni. Það er ekki rétt. Í augnablikinu er innstreymi í lífeyrissjóði meira en útstreymi þannig að ríkið er í raun að auka skatttekjur sínar í nútíð. í framtíðinni verður útstreymi jafnt innstreymi og þá skiptir engu máli hvor skattstofninn er notaður. Ef lífeyrissjóðirnir væru komnir í jafnvægisstærð núna, þá væru þar inni 660 milljarðar af "framtíðar"skatttekjum sem ALDREI færu út og yrðu því aldrei nýttar af ríkinu. Það eina sem ríkið gæti nýtt eru útgreiðslurnar.
Auk þess er engin ástæða fyrir ríkið að geyma skattpening í lífeyrissjóðum sem eru í rekstri hjá einhverjum rekstraraðilum og borga fyrir það umsýsluþóknanir, laun og þ.h. þegar það er miklu hagkvæmara og einfaldara að skattleggja einfaldlega innstreymið.
Af hverju eiga síðan lífeyrisþegar að setja lífeyri sinn óskattlagðan inn í lífeyrissjóð og treysta því að ríkið hækki ekki tekjuskatt gríðarlega í framtíðinni? Hvað ef ríkið hækkar tekjuskatt í framtíðinni í 60%? Þá munu laun í landinu hækka í kjölfarið en lífeyrisgreiðslur mínar munu ekkert hækka og því yrði slík hækkun bein kjaraskerðing fyrir mig þegar ég byrja að taka minn lífeyri. Ég vil ekki taka þá áhættu. Ég vil einfaldlega borga tekjuskattinn við inngreiðslu og þá veit ég miklu betur hver útgreiðslan verður.
Sumir munu segja að lífeyrissjóðirnir geti ekki komið þessum eignum í verð eins og markaðir eru núna. Fyrirsláttur. Höfum þetta þá einfalt. Lífeyrissjóðirnir geta greitt tekjuskattinn með verðbréfum og ríkið sér um að koma þeim í verð á næstu 7 árum, eða þar til við þurfum að byrja að borga ICESAVE. Enn betra væri ef Bretar og Hollendingar tækju erlend verðbréf upp í skuldina.
Auk þess þá eru seljanleiki innlendra verðbréfa kannski lítill núna og það ætti að hvetja lífeyrissjóðina til að borga með erlendum eignum. Þetta er bara spurning um að finna ásættanlega lausn í stað þess að segja sífellt að þetta sé ekki hægt.
Því sem ríkið getur komið í verð strax af verðbréfum gæti t.d. verið sett inn í Tryggingarsjóð innistæðueigenda til að greiða ICESAVE strax upp í 20.887 evrur á reikning og sjóðurinn í kjölfarið klárað sína lögbundnu greiðslu. Það myndi bæta samningstöðu Íslands gríðarlega í kjölfarið. PR málið væri svo miklu einfaldara ef við værum búin að borga það sem allir vita að við verðum að borga.
Maelstrom, 7.1.2010 kl. 03:08
þetta er mjög snjallt uppsett Maelstrom. Mjög flott ef þetta er tæknilega mögulegt...
Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 03:33
Varðandi persónuafsláttinn, þá breytir þetta ýmsu fyrir lífeyrisþega. Þeir geta ekki lengur nýtt persónuafslátt sinn þar sem lífeyrisgreiðslurnar eru skattfrjálsar.
Fyrsta tillaga mín væri að ónýttur persónuafsláttur yrði einfaldlega greiddur út til ellilífeyrisþega, með einhverri tekjutengingu. Tryggingastofnun myndi sjá um þann part og þetta yrði þá partur af þeim lífeyri sem ríkið tryggði öllum. Tekjutengingin myndi sjá til þess að þeir sem fengju lífeyri úr lífeyrissjóðum fengju ekki fullan persónuafslátt greiddan út.
Maelstrom, 7.1.2010 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.