Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsláttur að ekki sé hægt að skrá nöfn rétt

Bróðursonur minn heitir góðu og gildu íslensku nafni Matthías Guðmundur og síðan er hann Þorsteinsson.  Þetta gerir 33 stafir með stafabilum.  Hann heitir því ekki þessu nafni samkvæmt þjóðskrá.  Sama gildir um fjölmarga Íslendinga.  Þeir fá ekki að heita nöfnunum sem þeir voru skírðir ásamt kenninafni.

Ég hef nokkrum sinnum á undanförnum 25 árum eða svo rætt við starfsmenn Hagstofunnar og fleiri opinbera aðila um þetta mál og hélt að þessu hefði verið breytt fyrir löngu.  Skýringin í upphafi á þessu var tæknilegs eðlis.  (Fyrirgefið mér, en nú ætla ég út í umræðu um ævaforna tölvutækni sem þótti fín áður en ég hóf mína skólagöngu.)  Allt byggir þetta á bitum og bætum.  Í gamla daga voru takmarkanir á lengd sviða í gagnatöflum.  Færsla gat verið 128 bæti eða ASCII stafir.  Þegar starfsmenn Þjóðskrár (eða hver það nú var) voru að skoða hvaða upplýsingar þurfti að halda utan um, þá var bara 31 stafur til ráðstöfunar fyrir nafnið eftir að búið var að setja niður allt annað sem var bráðnauðsynlegt að hafa. Þannig að 128 ASCII stafa takmörkunin sem var til staðar 1964 (eða hvenær það nú var) ræður því í dag að nöfn geta ekki verið lengri.  Þetta er náttúrulega gjörsamlega fáránlegt.  Þrátt fyrir miklar tækniframfarir, sú stærsta líklegast þegar færslan stækkaði úr 128 ASCII stöfum í heila 256, hefur þessu bara aldrei verið breytt.  Ennþá sitjum við uppi með takmörkun frá því fyrstu tölvurnar komu til Ísland á sjöundaáratugnum. 

Það er fyrir löngu búið að skipta út gömlu IBM tölvunum og gagnagrunnunum sem notaðir voru áður en helmingur núlifandi Íslendinga fæddist.  Það er búið að stækka gagnatöflur þjóðskrár, þannig að meiri upplýsingar eru skráðar núna.  En allt kemur fyrir ekki, það er Þjóðskráin sem ræður hvað fólk heitir en ekki einstaklingurinn (foreldrarnir). Það skal tekið fram, að breytingin á þessu er í reynd mjög einföld og flestir forritarar geta framkvæmt hana á nokkrum mínútum.  Þegar ég sá um nemendabókhaldskerfi Iðnskólans í Reykjavík 1992 - 1997, þá breytti ég þessu og því fengu nemendur Iðnskólans að heita réttum nöfnum, ef þeir vöruðu okkur bara við vitleysunni.  Ég hafði einfaldlega tvö nafnasvið.  Annað með þjóðskrárnafninu og hitt með fullu nafni.  Vissulega kom einn og einn með svona "brasilískt" nafn, þ.e. að því virtist óendanlega mörgum millinöfnum, en það voru slíkar undantekningar að þær skiptu ekki máli.

Mér finnst það hálf aumt, að það sé ekki búið að breyta þessu.  Eins og ekki sé hægt hjá Þjóðskránni að halda rétt utan um nöfn fólks, þó svo að sú tafla sem send er út til valinna áskrifenda hafi hugsanlega nafnasviðið eitthvað styttra og byggi á 128/256 stafa forminu.  Flestir eru með upplýsingakerfi sem ráða við nafnið í fullri lengd.  Hvað sem því líður, þá er það óafsakanlegt, að 45 ára gömlu takmörkun á færslulengd í Þjóðskrá skuli ákveða hvað fólk heitir í upplýsingakerfum landsmanna.  Þetta er náttúrulega ekkert annað en hneyksli.

Mér finnst að nær hefði verið fyrir umboðsmann Alþingis, að krefjast þess að þessi ritháttur verði lagður niður og tekin upp nútímalegri vinnubrögð.  Það er gott og blessað að hafa reglur um forna siði, en betra er leggja af úrelta tækni.   Við þurfum ekki einu sinni að færa hlutina til nútímans.  Strax 1980 og alveg örugglega 1990 réð tæknin við svona flókin fyrirbrigði eins og 33 stafa nöfn og jafnvel lengri Grin


mbl.is Ráðuneyti vanrækti í 13 ár að setja reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Ég man nú ekki betur, en að á níunda áratuginum hafi reitarlengd nafns verið breytt úr 28 í 31 stafabil. Ég fór þá niður í Þjóðskrá og breytti rithætti míns nafns, sem þá loks komst allt fyrir.

Billi bilaði, 6.1.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Það er alveg magnað hvað svona breytingar geta tekið langan tíma eða jafnvel ekki verið ígrundaðar.  Ég man eftir fyrir nokkrum árum að við gerðumst áskrifendur að einhverju (man ómöguleg hvað það var) og eftir nokkurn tíma vildum við segja upp áskriftinni.  En það gat tölvukerfið þeirra ekki ráðið við!  Þeir sögðu okkur að bara hætta að borga og eftir nokkrar viðvaranir myndi tölvukerfið henda okkur út;) 

Hér er líka mjög algengt að ekki sé gert ráð fyrir mismunandi eftirnöfnum maka eða barna.  Um tíma meðan við bjuggum í San Antonio, þá voru 5 eftirnöfn í gangi hjá okkur og þeir sem báru út póstinn þekktu húsið okkar sem "the house with all the last names";)  Sonur konunnar minnar af fyrra hjónabandi, sem hélt eftirnafni föður síns, var í symfóníuhljómsveit fyrir ungt fólk og við fengum af og til fréttabréf frá þeim sem var stílað á Arnor Sullivan.  Það vakti alltaf mikla lukku!<g>

Þegar ég hef verið að hanna forrit þá hef ég verið rúmur á þetta og gefið fólki 50 stafi fyrir fornafn og 50 fyrir eftirnafn.  Með notkun varchar í sql gagnagrunnum þá skiptir þetta nánast engu máli. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband