5.1.2010 | 19:39
Í dúr við annað frá Fitch
Þessi matsfyrirtæki eru ótrúleg. Þau skilaboð hafa aftur og aftur komið frá þeim, að þess meiri skuldbindingar sem ríkissjóður tekur á sig, þess betri verði lánshæfismatið! Ég held að allir bankamenn séu sammála um, að sá sem skuldar lítið sé líklegri til að geta staðið undir nýjum lánum en sá sem skuldar mikið.
Í haust, þegar Alþingi setti lög með skilyrðum fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunum, þá lækkaði lánshæfiseinkunnin. Nokkrum vikum síðar, þegar nýr samningur var gerður með auknum byrðum, þá töldu matsfyrirtækin það jákvætt. Erum menn hjá þessum fyrirtækjum að vinna fyrir Breta og Hollendinga? Ég hefði haldið að lögin frá því í haust hefðu átt að styrkja lánshæfismatið, þar sem verið var að setja þak á skuldbindingarnar og að nýr samningur við Breta og Hollendinga hefði átt að veikja lánshæfismatið. Ég satt best að segja skil hvorki upp né niður í röksemdafærslum þessara fyrirtækja.
Orðspor matsfyrirtækjanna er svo sem ekkert sérstakt í mínum huga. Hægt var, að því virtist, að kaupa frá þeim AAA mat á verðbréfum hér á árum áður, enda var samkvæmt skýrslu bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) frá sumrinu 2008 enginn aðskilnaður milli þeirra sem öfluðu samninga og sömdu um verk annars vegar og þeirra sem sáu síðan um matið hins vegar. Hvernig er hægt að láta sama aðilann semja um verð og síðan sjá um matið? Mér detta svona samskipti "Bíddu, síðast þegar ég samdi við þig, þá settir þú bréfin mín í ruslflokk. Ég sem ekki aftur við þig." "Nei, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Matið verður betra núna og verðið lækkar aðeins." Þannig var þetta víst árin 2005 - 2008, ef ekki lengra aftur. Skuldabréf Glitnis fengu AAA mat sem er sama og bandarísk ríkisskuldabréf! Kannski er það viðvörun til eigenda bandarískra ríkisskuldabréfa að innan ekki langs tíma fáist eingöngu 5 - 20% fyrir þau!
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góðar spurningar.
Það er náttúrulega líklegra að viðkomandi verði lengi í viðskiptum (peningadæli í eina átt) ef skuldirnar eru miklar og virðast hugsanlega viðráðanlegar en eru það ekki.
Gleðilegt ár, Marinó!
Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 20:02
Hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2010 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.