Leita í fréttum mbl.is

Í dúr við annað frá Fitch

Þessi matsfyrirtæki eru ótrúleg.  Þau skilaboð hafa aftur og aftur komið frá þeim, að þess meiri skuldbindingar sem  ríkissjóður tekur á sig, þess betri verði lánshæfismatið!  Ég held að allir bankamenn séu sammála um, að sá sem skuldar lítið sé líklegri til að geta staðið undir nýjum lánum en sá sem skuldar mikið.

Í haust, þegar Alþingi setti lög með skilyrðum fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunum, þá lækkaði lánshæfiseinkunnin.  Nokkrum vikum síðar, þegar nýr samningur var gerður með auknum byrðum, þá töldu matsfyrirtækin það jákvætt.  Erum menn hjá þessum fyrirtækjum að vinna fyrir Breta og Hollendinga?  Ég hefði haldið að lögin frá því í haust hefðu átt að styrkja lánshæfismatið, þar sem verið var að setja þak á skuldbindingarnar og að nýr samningur við Breta og Hollendinga hefði átt að veikja lánshæfismatið.  Ég satt best að segja skil hvorki upp né niður í röksemdafærslum þessara fyrirtækja.

Orðspor matsfyrirtækjanna er svo sem ekkert sérstakt í mínum huga.  Hægt var, að því virtist, að kaupa frá þeim AAA mat á verðbréfum hér á árum áður, enda var samkvæmt skýrslu bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) frá sumrinu 2008 enginn aðskilnaður milli þeirra sem öfluðu samninga og sömdu um verk annars vegar og þeirra sem sáu síðan um matið hins vegar.  Hvernig er hægt að láta sama aðilann semja um verð og síðan sjá um matið? Mér detta svona samskipti "Bíddu, síðast þegar ég samdi við þig, þá settir þú bréfin mín í ruslflokk.  Ég sem ekki aftur við þig." "Nei, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.  Matið verður betra núna og verðið lækkar aðeins." Þannig var þetta víst árin 2005 - 2008, ef ekki lengra aftur.  Skuldabréf Glitnis fengu AAA mat sem er sama og bandarísk ríkisskuldabréf!  Kannski er það viðvörun til eigenda bandarískra ríkisskuldabréfa að innan ekki langs tíma fáist eingöngu 5 - 20% fyrir þau!


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góðar spurningar.

Það er náttúrulega líklegra að viðkomandi verði lengi í viðskiptum (peningadæli í eina átt) ef skuldirnar eru miklar og virðast hugsanlega viðráðanlegar en eru það ekki.

Gleðilegt ár, Marinó!

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2010 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband