Leita í fréttum mbl.is

Sorgleg er erlenda pressan

Það er sorglegt að sjá erlendu pressuna.  Hver einn og einasti étur upp sömu þvæluna um að Ísland ætli ekki að borga.  Sorglegasta dæmið var "sérfræðingur" BBC Business News sem kom blaðskellandi fram með eitthvert það argasta bull sem ég hef heyrt.  Guardian, BBC News, Times og Reuters eru með sömu vitleysuna í fréttum sínum.  Helst lítur út fyrir að þessir aðilar taki bara við fréttatilkynningum frá breskum stjórnvöldum. 

Ætli það sé eins með fólk hérna innanlands.  Ég fékk nefnilega póst áðan, þar sem fullyrt var að lögin frá því í ágúst væru verri en lögin sem forsetinn neitaði að samþykkja.  Þetta sýnir bara að fáir hafa kynnt sér málið og flestir treysta því að viðmælendur þeirra hafi rétta vitneskju.

Kaldar staðreyndir málsins eru:

  • Alþingi samþykkti Icesave samninginn frá því í sumar með skilyrðum.  Með þeim lögum gengust íslensk stjórnvöld í skilyrta ábyrgð fyrir Icesave skuldum Landsbankans.
  • Ólafur Ragnar Grímsson samþykktin lögin frá því í ágúst með þeim ummælum að lengra yrði ekki gengið.  Það mátti því reikna með, að hann féllist ekki á frekari kröfur Breta og Hollendinga.
  • Skilyrði Alþingis féllu Bretum og Hollendingum ekki í geð og íslenska samninganefndin gaf (nær?) algjörlega eftir.
  • Viðaukinn við Icesave samninginn frá því í september var með skilyrðum sem engin leið var að samþykkja og gengu að sumu leiti lengra en ákvæði upprunalega samningsins.
  • Það eru þessi viðbrögð Breta og Hollendinga við skilyrðum Alþingis sem fjallað var um í Icesave málinu hinu síðara (eða ætti víst að segja öðru því fleiri munu fylgja).
  • Forsetinn hefur núna vísað frá lögum vegna síðari skilyrða Breta og Hollendinga, þar sem hann telur kröfur landanna ganga og langt
Ég sá í fréttum að Bretar vilja vísa málinu til ESB og ætti það að vera hið besta mál.  Að fá sáttasemjara að málinu getur varla orðið til annars en að liðka fyrir lausn málsins.  Ég verð þó að viðurkenna, að við Íslendingar verðum að senda reynda samningamenn eða a.m.k. samningamenn með bein í nefinu.  Samningamenn sem eru til í að standa fast á málstað Íslendinga, en ekki bara samþykkja (að því virðist) andmælalaust það sem hinir leggja á borðið.
mbl.is Ákvörðun Íslands hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér og það er þyngra en tárum taki að sjá fjölmiðil allra landsmanna gjörsamlega mátlausan í að tala máli þjóðarinnar það sem skeði er jú það að stjórnin lofaði og stóð við það að tala máli viðsemjenda sinna og koma þeim málum í gegn hún lofaði líka þjóðinni ýmsu en við það hefur ekki verið staðið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.1.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

Fréttir, sem fljúga á milli landa, eru jafn áreiðanlegar og stjórmálin eru yfirleitt. Auðvitað var vitað allan tímann að erlendar fréttastofur myndu velta sér upp úr því að Íslendingar, með forsetann í fararbroddi, ætluðu sér ekki að borga neitt! Það er alvöru frétt, sem gengur í lesendur!

Það að Íslendingar vilji borga (sumir), en samkvæmt betri samningum, er engin frétt.

Áttu menn von á einhverju öðru? 

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Það sem Íslendingar átta sig ekki á er að viðhorf verða að raunveruleika þegar eðlilega og góða upplýsingamiðlun skortir.  Þetta er bara klassískt dæmi um það.  "Perception becomes reality"  

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 16:28

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Churchill orðaði þetta betur:

"A lie gets halfway around the world before the truth has a chance to get its pants on."

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 16:30

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það breytir samt ekki því að erlendir fjölmiðlar eru að skrifa um þetta á þessu röngu nótum. Það eina sem blasir við í stöðunni er að allir leggji lóð á vogarskálarnar til að setja athugasemdir við slíkar fréttir og beina umfjölluninni í aðeins réttari átt.

Anna Karlsdóttir, 5.1.2010 kl. 17:39

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú er með þetta Marínó. Ef ég gæti ráðið einhverju þá færir þú með væntanlegri samninganefnd.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2010 kl. 20:34

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ein algengasta röksemdin á móti IceSave er á þessa leið:

"Almenningur á ekki að borga skuldir óreiðumanna"

Er nema eðlilegt að erlendir fréttamiðlar túlki niðurstöðuna þannig að greiðsluviljinn sé ekki fyrir hendi.

Ef Bretar og Hollendingar samþykkja ekki skilmála Íslendinga frá því í haust verður heldur ekkert borgað.

Það var nánast vandræðalegt að hlustu á InDefence menn í útvarpinu í dag. Þeir virtust hissa á því að erlendir fjölmiðlar hefðu ekki sett sig almennilega inn í málið. Hvílíkur barnaskapur!

Finnur Hrafn Jónsson, 5.1.2010 kl. 22:01

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arinbjörn, ég þakka þitt óblífandi traust á mér.

Andri Geir, rétt er að slæmar fréttir berast hratt með góðar fréttir fara hægt yfir.  Þetta er samt sorgleg staða og sýnir að eitthvað hefur mistekist í kynningunni.  Það er ekki eins og Icesave umræðan hafi verið að byrja í gær.

Marinó G. Njálsson, 6.1.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband