Leita í fréttum mbl.is

Ađ ţreyta laxinn - Fólk og fyrirtćki fariđ ađ ţrjóta örendiđ

Af erindum sem ég hef fengiđ nýlega má lesa ađ fjármálafyrirtćkin eru farin ađ ná árangri viđ ađ "ţreyta laxinn".  Bćđi fólk og fyrirtćki hefur ţrotiđ örendiđ og eru komin í ţá stöđu, ađ betra er ađ taka einhverjum samningi en réttum samningi.  Betra er ađ fá strax ađgang ađ hluta fjármunanna en ađ bíđa eftir Hćstaréttardómum og fá ţađ sem fjármálafyrirtćkjunum mun ţá detta í hug ađ túlka viđkomandi dómar ţýđi.  Fólk og fyrirtćki eru til í ađ afsala hluta krafna sinna en losna í stađinn úr gíslingu fjármálafyrirtćkjanna.

Já, hvađ ţýđa ţessir dómar sem hafa gengiđ?  Hve margir ćtli viti ţađ?  Er einhver sem hefur eftirlit međ ţví hvort fjármálafyrirtćkin reikni rétt eđa reikni eins í tilfelli sambćrilegra lána?  Ég fékk í dag póst frá ađila sem hefur ţađ ađ atvinnu ađ fást viđ svona mál og viđkomandi sagđi í póstinum hafa heyrt af málum, ţar sem tvö nákvćmlega eins lán, tekin á sama tíma hjá sama fjármálafyrirtćki, svipuđ upphćđ og alltaf greitt af á réttum tíma, hafi fengiđ ólíka međferđ hjá nýju kennitölunni. Ef satt er, ţá er ţetta grafalvarlegt mál.

Í öđru tilfelli, ţá fékk viđskiptavinur ţau skilabođ, ađ honum vćri hollast ađ sćtta sig viđ útreikninginn, ţví annars gćti biđin orđiđ löng.

Endalaust er notuđ sú afsökun ađ ekki sé komiđ dómafordćmi, ţó svo ađ búiđ sé ađ dćma um stutt lán og löng lán, búiđ er ađ dćma um ađ veđ eđa tilgangur skiptir ekki máli, búiđ er ađ kveđa úr um ađ ekki megi breyta vöxtum afturvirkt og ekki má yfirhöfuđ breyta vöxtum fyrr en eftir ađ ljóst var um hinn ranga lagaskilning.

Hér eru nokkrir dómar sem hafa gengiđ í Hćstarétti:

  • 92/2010 og 153/2010:  Bílalán (stuttur lánstími) - gengistrygging dćmd ólögleg
  • 471/2010:  Bílalán (stuttur lánstími) - vextir taldir hluti af skilmálum - Seđlabankavextir dćmdir á lánin
  • 603/2010: Fyrirtćkislán (40 ára lán) - fordćmi úr dómum 92/2010, 153/2010 og 471/2010 gilda líka fyrir langt fyrirtćkislán, veđ og tilgangur skiptir ekki máli
  • 604/2010:  Fasteignalán (20, 25 og 30 ára lán) - fordćmi úr dómum 92/2010, 153/2010 og 471/2010 gilda líka fyrir fasteignalán
  • 30/2011, 31/2011 og 155/2011: Fyrirtćkislán (5 ára lán) - fordćmi úr dómum 92/2010, 153/2010 og 471/2010 gilda líka fyrir stutt fyrirtćkislán
  • 386/2012:  Fyrirtćkjalán (8 ára lán) - fordćmi úr dómum 92/2010, 153/2010 og 471/2010 gilda líka fyrir međallöng fyrirtćkislán
  • 600/2011: Fasteignalán (20, 25 og 30 ára lán) - afturvirkni vaxtabreytingar hafnađ, fullnađarkvittun skerđir rétt kröfuhafa, ekki hćgt ađ breyta vöxtum afturvirkt međ lögum, röng lagatúlkun ađeins leiđrétt til framtíđar.
  • 464/2012:  Fyrirtćkislán (20 ára lán) - afturvirkni vaxtabreytingar hafnađ, fullnađarkvittun skerđir rétt kröfuhafa, ekki hćgt ađ breyta vöxtum afturvirkt međ lögum, röng lagatúlkun ađeins leiđrétt til framtíđar.

Samkvćmt ţessu er búiđ ađ dćma um alls konar lán hvađ varđar lögmćti gengistryggingarinnar.  Vissulega er slatti af málum, ţar sem gengistryggingin hefur veriđ dćmd lögleg, en hér er ekki deilt um ţau lán heldur lánin sem hafa veriđ dćmd vera međ ólöglega gengistryggingu.  Hvers vegna sum fjármálafyrirtćki telja sig ţurfa frekari dóma til ađ endurreikna lán, ţegar önnur telja sig ekki ţurfa ţađ, skil ég ekki út frá niđurstöđum í málum 600/2011 og 464/2012.  Ég sé bara tvćr ástćđur koma til greina.  Önnur er ađ fjárhagsstađa ţessara fyrirtćkja er svo bágborin, ađ ţau fari á hausinn endurreikni ţau lánin strax.  (Úps, eitt ţeirra er í slitameđferđ, ţannig ađ ţađ fer ekki aftur á hausinn.) Hin er ađ starfsmenn viđkomandi fyrirtćkja séu á árangurstengdum launum og ţví fleiri laxa sem ţađ ţreytir til uppgjafar, ţví hćrri verđa bónusarnir.

Eitt er ţađ trix sem fjármálastofnanir hafa ítrekađ notađ.  Ţađ er ađ semja utan dómsala áđur en niđurstađa Hćstaréttar (og/eđa hérađsdóma) fćst.  Veit ég um nokkur slík mál, ţar sem fjármálafyrirtćkiđ sá sína sćng út breidda og í stađinn fyrir ađ fá fordćmisgefandi dóm frá Hćstarétti var samiđ á elleftu stundu.  Ţannig hefur tekist ađ tefja mál úr hófi.  Oft er lántaka ţá greitt ríflega fyrir ţögnina.  Ein útfćrslan á ţessu trixi er ađ semja viđ fólk án málaferla, en jafnframt tiltaka ađ uppgjöriđ sé trúnađarmál.  Hef ég hitt nokkra sem hafa sagt mér slíka sögu af sínum viđskiptum viđ kröfuhafa sína.  Allir voru ţeir hćstánćgđir međ niđurstöđuna og sögđu hana mun betri en ţeir áttu von á.

Ljóst er ađ málum vegna gengistryggđra lána er langt frá ţví ađ vera lokiđ.  Ég tel t.d. ađ neytendaverndarákvćđi samningalaga nr. 7/1936, ţ.e. 36.gr. og liđur c alveg sérstaklega, eigi líklegast eftir ađ gefa neytendum meiri rétt en ţegar er.  Veltur ţađ á ţeim skilningi mínum annars vegar ađ ólöglegur skilmáli teljist vera ósanngjarn og hins vegar ađ Hćstiréttur dćmdi ekki vextina ólöglega í máli 471/2010.  Rétturinn sagđi vextina samofna hinum ólöglega skilmála.  En ekkert í íslenskum lögum leyfir Hćstarétti ađ skipta á einni tegund vaxta fyrir ađra.  Ţađ var hrćđilega hallćrisleg skítaredding til ađ "bjarga" fjármálastöđugleikanum í landinu, nokkuđ sem er ekki í verkahring Hćstaréttar ađ sinna.  Ţađ er heldur ekki hlutverk neytenda ađ "bjarga" fjármálastöđugleikanum, sérstaklega ţegar haft er í huga ađ Seđlabanki og Fjármálaeftirlit lugu upp í opiđ geđiđ á alţjóđ ţegar tilmćli ţeirra til fjármálafyrirtćkja voru kynnt í lok júní 2010.  Ţá töldu ţessir ađilar ađ tjón fjármálafyrirtćkjanna myndi hlaupa á hundruđum milljarđa, ef samningsvextir myndu gilda, en eftir ađ Hćstiréttur sagđi ađ samningsvextir yrđu ađ gilda fram ađ dómsuppkvađningu, ţá var komiđ allt annađ hljóđ í strokkinn.  Nei, ţá nam tjóniđ í hćsta lagi 50 milljörđum!


Bloggfćrslur 27. mars 2013

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1681898

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband