Leita í fréttum mbl.is

Áminningarbréf ESA er uppfullt af ranghugmyndum og hreinum tilbúningi!

Er búinn ađ sjá brét ESA til stjórnvalda.  Brandarinn er eiginlega verri en ég hélt. 

Fyrstu fjórir kaflar bréfsins eru almennt hjal sem skiptir ekki máli.  Ţađ er í 5. kafla sem fjöriđ hefst og bulliđ.

Rök kvartanda eru m.a.:

In the complaints it is alleged that the ban on exchange rate indexation of loans in Iceland has the effect of making it less attractive for financial institutions to finance themselves in other currencies than ISK.

Ég hef nú vart séđ ađra eins steypu!  Bann viđ gengistryggingu gerir ţađ óađlađandi fyrir fjármálafyrirtćki ađ fjármagna sig í öđrum gjaldmiđli en íslenskum krónum!  Í íslenskum lögum er skýrt tekiđ fram ađ heimilt er ađ taka lán í erlendum gjaldmiđli.  Ţađ eina sem ekki má er ađ lániđ sé í krónum og tengt viđ erlenda gjaldmiđla.  Hverju var logiđ ađ ESA hér?

Nćst er ţar sem ESA segir:

It was common in Iceland to grant exchange rate indexed loans in so-called "currency baskets" i.e. the loans were indexed to the value of certain foreign currencies such as USD, EUR, CHF and JPY. It varied between loan agreements which currencies were involved and the percentage of each currency in the "currency basket" differed between agreements as well.

Although exchange rate indexed loans were granted in ISK such loans were inevitably linked to the value of other currencies. In order to reflect the risk of granting such loans in ISK! Icelandic financial institutions would therefore probably seek to finance the loans in the currencies that the loans were indexed to.

Já, ţađ var algengt ađ veita myntkörfulán, en ţađ var ólöglegt.  ESA getur ekki notađ ţađ sem rök fyrir ađ ekki megi banna gengistryggingu ađ hiđ ólöglega athćfi hafi veriđ stundađ og ađ bankar hafi brugđist viđ ólöglegu athćfi á ákveđinn máta!  Ég held ég hafi ekki séđ aumari rökstuđning fyrir ţví ađ ekki megi banna lögleysu.  ESA verđur ađ skilgreina hvernig bankarnir hefđu hagađ sér, ef ţeir hefđu fariđ ađ lögum, en ekki réttlćta hegđun ţeirra eftir ađ ţeir brutu lögin.

Enn heldur vitleysan áfram hjá ESA:

A total ban on the granting of exchange rate indexed loans in ISK, such as laid down in Act no 38/2001, will dissuade Icelandic financial institutions from financing their loans in other currencies than the national currency and therefore constitutes a restriction on the free movement of capital as provided for under Article 40 EEA.

Er ekki allt í lagi?  Hver var ađ fylla ESA ađ ranghugmyndum og tilbúningi?  Ekkert bann er á Íslandi viđ ađ veita lán í erlendri mynt svo fremi sem höfuđstóll lánsins er gefinn upp í erlendri mynt, lániđ er greitt út í erlendri mynt inn á gjaldeyrisreikning lántaka og lántaki kaupi erlendu myntina til ađ endurgreiđa bankanum.  Bann viđ gengistryggingu heftir ekki löglegar lánveitingar í erlendri mynt og ţví geta bankarnir fjármagnađ sig á ţann veg.  Fyrir utan:  Hvađ kemur ţađ vaxtalögum viđ hvernig bankarnir kjósa ađ fjármagna sig?  Um gjaldeyrisjöfnuđ bankanna er fjallađ um í allt öđrum lögum og reglum Seđlabanka Íslands.  Telji ESA ađ veriđ sé ađ hefta möguleika bankanna til ađ búa til neikvćđan gjaldeyrisjöfnuđ, ţá er út í hött ađ benda á vaxtalögin.

Ţegar íslensk stjórnvöld bera hönd fyrir höfuđ sér, ţá gera ţau ţađ á kolvitlausan hátt og ESA svarar:

It follows from the above that the restriction of the free movement of capital identified by the Authority in the present letter of formal notice is concerned with Icelandic financial institutions being dissuaded from financing their loans in other currencies than the national curency

Ég skil ekki hvernig ESA kemst ađ ţessari niđurstöđu.  Hvernig getur ţađ latt íslensk fjármálafyrirtćki til ađ fjármagna sig í erlendri mynt, ef ţeim er síđan heimilt ađ lána ţessa sömu mynt út sem lán í erlendri mynt til hvers sem óskar eftir láni?

Ég verđ ađ viđurkenna, ađ ég hef ekki séđ aumari rökstuđning fyrir nokkurri vitleysu en ţennan.

Ţessi rök ESA ađ verđi sé ađ hindra fjármálafyrirtćki í ađ fjármagna sig međ lánum í erlendum gjaldeyri eru gjörsamlega óviđkomandi ţví hvernig bankar endurlána slík lán.  Fyrir utan ađ ESA fćrir engin rök fyrir ţví ađ sú fjármögnun hafi yfir höfuđ átt sér stađ á ţann hátt sem um rćđir.

Ég held ađ starfsmađur ESA sem hafđi međ ţetta mál ađ gera hafi ekki skiliđ um hvađ ţađ snýst.
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 23. apríl 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678219

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband