18.3.2012 | 14:10
Hvernig eru verðmæti metin? Náttúran er landsins verðmætasta eign
Hún er merkileg þessi umræða, þar sem verið er að stilla náttúruvernd upp sem óvini verðmætasköpunar. Hvers vegna það er gert veit ég ekki, þar sem fátt bendir til þess að þetta sé rétt. Náttúran er verðmæti og því er náttúruvernd ekkert frábrugðin því að við viljum verja störf í fiskvinnslu eða stóriðju. Með því að verja náttúruna erum við að verja þau verðmæti sem í henni felast.
Á síðustu árum hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna til Íslands. Flest viljum við halda að það sé vegna þess að fegurð landsins sé að draga fólk hingað, dulúð þess og svo hin óbeislaða náttúra þess. Hvert árið á eftir öðru hefur verið metár í fjölda ferðamanna. Hefur þessi fjölgun fært í þjóðarbúið gjaldeyristekjur sem nema tugum milljarða á ári. Þá er ég bara að tala um áhrifin af fjölguninni. Kostnaðurinn á móti er óverulegur, en hleypur þó örugglega á milljörðum.
Síðasta stóriðja sem var byggð hér á landi kostaði með öllum tengdum mannvirkjum og framkvæmdum í kringum 300 milljarða króna á gengi þess tíma. Nú hefur þetta gengi hátt í þrefaldast á þeim hluta lánanna sem tekin voru í japönskum jenum, en hækkað um 80-100% af lánum í evrum og dollurum. Núvirt er því staða lánanna kannski í kringum 700 milljarðar króna. Þessi framkvæmd útvegar vel innan við 5.000 manns vinnu og telur um 60 milljarða í útflutningstekjur (miðað við fréttir í fjölmiðlum nýlega).
Út frá þessu einfalda samanburði er enginn vafi í mínum huga, að arðsemi ferðaþjónustu er margföld á við virkjana. Verðmætaaukningin sem við erum að fá út úr hverri krónu sem sett er í uppbyggingu ferðaþjónustu er margföld á við þá verðmætaaukningu sem fæst fyrir hverja krónu sem sett er í framkvæmdir vegna stóriðju og virkjanir tengdar þeim. Menn segja að virkjanirnar borgi sig upp á 20-30 árum og eftir það verður hagnaðurinn meiri. Raforkuöflun er ekki ein um að þegar afskriftartími er liðinn, þá aukist hagnaðurinn. Það á líka við um ferðaþjónustuna.
Nú er ég ekki að segja, að við eigum ekki að virkja og ég er ekki að segja, að við eigum ekki að nýta orku frá virkjunum til afmarkaðrar atvinnustarfsemi á borð við stóriðju. Nei, ég er að benda á að í mörgum tilfellum erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, langtíma hagsmunum fyrir skammtíma, með því að rjúka af stað í virkjanir og stóriðju. Þess vegna styð ég þá varfærni sem er kemur fram í vinnu að rammaáætlun um orkunýtingu. Frestun virkjunar getur vissulega leitt til tapaðra tekna, en virkjun á röngum stað getur eyðilagt svæðið sem ferðamannasvæði og þar með valdið meiri skaða en tekjurnar sem virkjunin halar inn. Virkjun sem er frestað má byggja síðar, en röskuð náttúra verður aldrei ósnortin aftur.
Ísland er vin í eyðimörkinni
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stærsta auðlind Íslands er landið sjálft. Ég hef alltaf verið heillaður af fegurð þess og margbreytileika. Í mínum huga höfum við bara nýtt okkur brot af þeim möguleikum sem felast í ferðaþjónustu, en er jafnframt þeirrar skoðunar að við eigum að ganga varlega um gleðinnar dyr.
Ekki er hugmyndin að selja ferðalög um landið í þessum pistli heldur benda á að til lengdar þá felast meiri verðmæti í tiltölulega ósnortinni náttúru en í stóriðjuverum. Stóriðjan og virkjanir kunna að útvega skjótfengin auð, en hitt færir okkur meiri auð til lengri tíma.
Ísland er vin í eyðimörkinni í þeim skilningi að hér á landi er aðgangur að náttúru sem hvergi er að finna í Evrópu. Hvergi í Evrópu eru víðáttur sem hér þar sem engir þéttbýliskjarnar eru að trufla útsýnið. Hvergi í Evrópu getur þú á sama klukkutímanum gengið á jökul og nýrunnið hraun. Hvergi í Evrópu getur þú á sama klukkutímanum farið í fuglabjarg og setið í náttúrulega heitri setlaug. Hvergi í Evrópu getur þú gengið um náttúruperla á borð við Mývatnssvæðið og á sama klukkutíma skoðað hverasvæði á borð við Hverönd. Hvergi í Evrópu getur þú gengið eftir sigdal sem enn er í mótun og horft til hægri yfir á Evróasíu plötuna, en til vinstri á Norður-Ameríku plötuna. Og fyrir þá sem eru að leita að norðurljósunum, þá Ísland sá staður sem auðveldast er að komast til og skartar norðurljósunum reglulega. Það er þessi nálægð staða sem gerir Ísland svo sérstakt. Það er þetta sem við viljum og verðum að varðveita. Það er þessi nálægð landsins við helstu markaðssvæði sem gerir náttúru Íslands að mikilvægri og eftirsóttri söluvöru. En hún verður það bara á meðan við varðveitum hana og röskum ekki meira en nauðsynlegt er.
![]() |
Vísar gagnrýni Bjarna á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 18. mars 2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 1681950
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði