Leita í fréttum mbl.is

Marinó G. Njálsson

Það er svo einkennilegt hvernig forlögin eiga það til breyta lífi manns.  Haustið 1981 innritaðist ég í vélaverkfræði við Háskóla Íslands með það í huga að búa til rekstrarverkfræði að erlendri fyrirmynd.  Þar hitti ég fyrir Pétur Maack, sem gerði allt til að styðja mig í þessu máli.  Lagði ég fyrir plan mitt og það var samþykkt fyrir 1. árið.  Svo kom ár númer 2 og þá sagði þáverandi deildarforseti, Þorgeir Pálsson, mér að ég gæti svo sem haldið áfram á þessari braut, en ég myndi ekki útskrifast frá vélaverkfræðiskori.  Nú þá leitaði ég að bestu leiðinni út úr ógöngum mínum og þess vegna er ég tölvunarfræðingur.  Næst sótti ég um í 5 háskólum í Bandaríkjunum, en aðeins einn vildi mig (ekki það að ég hefði ekki valið hann þó hinir hefðu vilja mig líka), þannig að ég lauk námi í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla.  Nokkrum árum seinna ætlaði ég að selja Morgunblaðinu greinar um stjórnun, en þá vantaði blaðið tölvupistlahöfund, þannig að ég skrifaði fyrir viðskiptablað Mbl. um tölvumál næstu 4 ár.  Um svipað leiti byrjaði ég að kenna við Iðnskólann í Reykjavík og var ég varla kominn til starfa þar, þegar ég var orðinn svo kallaður skipulagsstjóri.  Vorið 1997 fór ég með bróður mínum á fund hjá Íslenskri erfðagreiningu um rannsóknarverkefni sem bróðir minn var að vinna að og Kári réð mig yfir borðið.  Þar fékk ég það verkefni að skoða upplýsingatæknimál vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði.  Mín niðurstaða var að upplýsingaöryggi og persónuvernd væri það sem skipti mestu máli varðandi gagnagrunninn og þar með var starfssvið mitt farið að snúast um persónuvernd og stjórnun upplýsingaöryggis og hef ég verið að fást við það síðan.  Ég held að, ef HÍ hefði leyft mér að útskrifast sem rekstrarverkfræðingur, þá hefði ekkert af þessu gerst, fyrir utan allt hitt í lífi mínu.  Nú er ég sjálfstætt starfandi og veiti ráðgjöf um stjórnun upplýsingaröryggis, áhættustjórnun, stjórnun rekstrarsamfellu og fleira þessu tengt, auk þess sem ég hef einnig veit ráðgjöf tengt ákvörðunargreiningu.  Ég er stöðugt að leita mér að nýjum verkefnum, þannig að vanti einhverja ráðgjöf eða bara aðstoð við slík viðfangsefni, þá er bara að hafa samband í síma 898-6019 eða senda póst á oryggi@internet.is.

Ég er einn af stofnfélögum Hagsmunasamtaka heimilanna og sat í stjórn samtakanna frá upphafi, þar til að ég sagði af mér vegna ágangs fjölmiðla á mitt einkalíf.  Er ég virkur baráttumaður fyrir því að heimilum landsins verði bætt það tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna fjárglæfrastarfsemi gömlu bankanna, eigenda þeirra og útrásarvillinga.

Veturinn 2008-9 fór ég í nám við Leiðsöguskólann í Kópavogi og útskrifaðist sem faggiltur leiðsögumaður í maí 2009.  Ég tek bæði að mér að leiðsegja fyrir stóra hópa hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og einkaleiðsögn fyrir minni hópa.  Áhugasamir geta haft samband í síma 898-6019 eða sent póst á mgn@islandia.is.

Loks um fjölskylduhagi.  Ég er kvæntur Hörpu Karlsdóttur, snyrtifræðingi, og eigum við fjögur börn, Sæunni Ýr, sjálfstætt starfandi listdansara, Sindra Stein, Ísak Elí og Elenu Rós, en öll eru þau í grunnskóla.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Marinó Gunnar Njálsson

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband