Leita í fréttum mbl.is

Það, sem ekki er breytt með dómi, stendur óbreytt

Ég er ekki löglærður maður og misskil stundum lögin.  Þrátt fyrir það hefur mér tekist að hafa rétt fyrir mér varðandi ýmislegt.  T.d. var ég fyrstur til að benda á hér í vefheimum að gengistrygging væri ólögleg.  Nú langar mig að skjóta aftur og sjá hvort ég hafi rétt fyrir mér.

Ég held að það sé réttur skilningur á íslenskum réttarreglum, að þegar dómur breytir samningi, þá breytist eingöngu sá þáttur samningsins sem dómurinn tiltekur að hafi breyst.  Allt annað helst óbreytt.  Hafi dómurinn ætlað að breyta öðrum hlutum samnings, þá hefði honum borið að tiltaka það.

En eins og ég segi, þá er ég ekki löglærður og þætti mér vænt um, ef einhver sem býr yfir góðum skilningi á íslenskum réttarreglum geti annað hvort leiðrétt mig eða staðfest þennan skilning minn.

Ef þessi skilningur minn er réttur, sem ég veðja á, þá er enginn óvissa tengd niðurstöðu Hæstaréttar í gengistryggingadómunum um gildi vaxtakjara á lánasamningunum eftir að gengistryggingin hefur verið felld úr gildi.  Allt er óbreytt sem Hæstiréttur breytti ekki!  Það eitt breyttist sem Hæstiréttur breytti! Einfaldara gæti það ekki verið.


mbl.is Rétt að fara varlega í yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó,

Sem fyrsta árs nemi í lögfræði þá get ég nú ekki talist neinn sérfræðingur en ég get ekki lagt annann skilning í þessa þrjá dóma Hæstaréttar sem gengu þann 16. júní s.l.en  að gengistryggingin sem slík sé ólögmæt verðtrygging og lánveitendum sé óheimilt að reikna annars konar verðtryggingu á lán sín. Í mínu tilfelli t.d. stendur skýrt í samningnum að vextir séu 4,33% og mun ég gera kröfu á minn lánveitanda að endurreikna lánið nú þegar ( er reyndar búinn að reikna það sjálfur í Excel) og reikna einnig vexti á þær fjárhæðir sem ofgreiddar hafa verið. Ef þeir verða með eitthvað múður, sem ég reikna fastlega með, þá mun ég einfaldlega leita mér aðstoðar lögmanns til að ganga frá málinu. Ég get einfaldlega ekki komið auga á það í mínum samningi að einhver óvissa sé uppi þrátt fyrir að stjórnvöld og fjármálafyrirtæki séu að reyna að láta líta út fyrir að svo sé. Að lokum verð ég að játa að ég skil ekki hvað stjórnvöld eru að skipta sér af þessu núna þegar Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm. Nóg var nú að Árni Páll skyldi reyna að segja Hæstarétti fyrir verkum með því að leggja fram frumvarp um bílalán 12 klst. áður en málin voru tekin fyrir í réttinum.

Góðar stundir.

Arnar (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 17:09

2 identicon

Lög 38/2001 leyfa ekki lánveitanda að breyta, eftirá, vöxtum sem eru óvenjulega hagstæðir lántakanda.

" 2. gr. Ákvæði II. og IV. kafla laga þessara gilda því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Einnig verður vikið frá öðrum ákvæðum laganna að því marki sem þar er kveðið á um. Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara."

Það er skýrt í 2. gr. að lántakandi má alltaf njóta betri kjara heldur en Seðlabanki Íslands telur vera BESTU kjör á hverjum tíma. Þannig að tilraun til að endurskrifa hagstæðan lánasamning, eftirá, er einfaldlega ólöglegt svo lengi sem það sé lántakandi sem hagnast en ekki lánveitandi.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Davíð Pálsson

Ein frumskylda stjórnvalda er að halda hagkerfinu gangandi. Í þeirri stöðu sem þeir sem tekið höfðu myntkörfulán voru komnir í eftir hrunið þá virkuðu þeir sem bremsa á hagkerfið. Klossbremsa.

Nú hefur Hæstiréttur leyst þá sem voru með myntkörfulánin úr hengingarólinni. Það er mjög gott.

Við sem erum með verðtryggð íslensk lán gætum hins vegar verið í verri málum fyrir vikið. Okkar eina von hefur verið að verðbólga fari hratt niður. Það mun varla verða núna. Skv. Pressunni þá mun Seðlabankinn t.d. ekki vilja lækka stýrivexti eftir þennan dóm Hæstaréttar svo verðbólgan mun halda áfram á fullu.

Davíð Pálsson, 22.6.2010 kl. 21:37

4 identicon

Ef að lánin eru ólögleg að hluta þá eru þetta ólögleg lán. Ólögleg lán hljóta að vera ógild. Lántakandi og lánadrottinn verða að semja aftur, löglega.

Elisa (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Elisa, það er bara tengingin við gengi sem var dæmd ólögleg.  En þegar þú segir að lánin séu ógild, hvað áttu við?

Marinó G. Njálsson, 22.6.2010 kl. 21:46

6 identicon

Það virðist vera erfitt fyrir alþingismenn og fjöldan allan af fólki að skilja þetta og það get ég bara ekki skilið eins skýrt og þessir dómar tala.

Og svo er eins og Gylfi Magnússon, Mörður og fleiri eigi afar erfitt með að skilja stöðu mála, staðan er að þeir sem tóku íslensk lán með ólöglegri erlendri gengistryggingu erum komnir í hóp með lántakendum um allan heim sem þurfa borga lán sín til baka með eftirfarandi hætti:

HÖFUÐSTÓLL + VEXTIR = GREIÐSLA LÁNTAKENDA TIL LÁNVEITANDA

Ekkert gefið, öll upphæðin sem tekin var að láni verður greidd til baka með vöxtum.

Þessu þurfa menn að fara venjast ætlum við í Evrópusambandið því þar er engin lánveitendatrygging (stundum kölluð verðtrygging) er á lánum til einstaklinga.

Ingvaldur (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 23:14

7 identicon

Ef reikna á myntkörfulán (þar með talin íbúðalán) án verðtryggingar þá verða til tvær þjóðir lántakenda í þessu landi. Þeir sem fá eignir sínar gefins og hinir sem þurfa að greiða allt upp í topp og meira til því þetta mun hafa áhrif á verðbólguna í landinu. Ég er hræddur um að það eigi eftir að sjóða upp úr. Ég hef a.m.k. ekki mikinn áhuga á að hanga hér á skerinu og borga allt upp í topp fyrir aðra.

Peningar eru ekki gefins og það vita þeir sem tóku gengistryggð lán í stað verðtryggðra og eru nú í krafti dómsins að krefjast meira en réttlætis.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 23:57

8 identicon

Það er fáránlegt að heyra í fólki gefa í skyn að þeir sem voru með gengistryggð lán fái núna eignir sínar gefins.

Fólk þarf ennþá að greiða sín lán, en í þetta skiptið nákvæmlega eins og þau skrifuðu undir samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun.

Ég keypti bíl fyrir tvær milljónir árið 2007, ári seinna lenti hann í tjóni og var borgaður út af tryggingarfélaginu fyrir 1.6 milljónir og eftir sat ég með tveggja milljóna skuld þar sem að lánið stóð í 3.6 milljónum þegar bíllinn eyðilagðist.

Lánið mitt stóð í 1.7 milljónum með greiðslubyrði upp á 55 þúsund á mánuði, við seinustu mánaðamót en ég var ekki búinn að eiga neinn bíl í eitt og hálft ár!

Ég er ekki að fá eina einustu krónu gefins, en ég er löngu orðinn skuldlaus miðað við upphaflega greiðsluskilmála án gengistryggingar og ég ætla að gera mitt besta til að fá minn pening til baka frá Avant.

Ég lít á þetta þannig að ég og aðrir sem tóku þessi myntkörfulán hafa verið fórnarlamb eins af stærstu fjársvikamálum sögunnar, þegar bankar og lánafyrirtæki eru að moka þessum lánum í fólk og vísvitandi fella svo gengið til þess að hækka skuldirnar. Satt að segja er ég hissa á að það heyrist ekki múkk í stjórnmálamönnum eða lögfræðingum um að það eigi að fara fram lögreglurannsókn á þessu máli og sækja þá sem standa á bak við þetta til saka.

Kristján Már (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1678203

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband