Leita í fréttum mbl.is
Embla

Upplýsingar í gögnum Víglundar

Í tćp 6 ár hef ég haldiđ ţví fram og lagt fram gögn ţví til sönnunar, ađ nýju bankarnir hafi fengiđ lánasöfn sín á mjög miklu afslćtti.  Ţetta er svo sem eitthvađ sem allir vita.  En jafnframt hef ég bent á ađ samiđ hafi veriđ viđ slitastjórnirnar um ađ ţessi afsláttur ćtti ađ fćrast til kröfuhafa í formi arđs. Vegna Landsbankans var reyndar gengiđ lengra og starfsmönnum umbunađ fyrir ađ vera harđir í innheimtu á skuldum lítilla og međalstórra fyrirtćkja međ ţví ađ "gefa" ţeim hlutabréf sem voru í eigu slitastjórnar bankans.

Fyrir tćpum tveimur árum, ţá sneri sér til mín ađili međ ţau gögn sem mér sýnist Víglundur Ţorsteinsson nú hafa gert opinber.  Ekki eru ţau gögn sem ég skođađi ađ öllu leiti ţau sömu og Víglundur er ađ birta, bćđi er ađ Víglundur birtir í einhverjum tilfellum meira en ţađ sem ég hef undir höndum og stundum ekki eins mikiđ.  Bađ viđkomandi mig um ađ greina gögnin og bera saman viđ upplýsingar sem ég ţegar hafđi undir höndum.

Niđurstađa greiningar minnar var mjög einföld.  Í grunninn stađfestu gögnin ţađ sem ég og Hagsmunasamtök heimilanna höfum veriđ ađ halda fram um ađ nýju bankarnir vćru ađ taka til sín gríđarlegar upphćđir í virđisaukningu lána sem ţeir fengu til sína međ miklum afslćtti.  Ţessar upplýsingar komu fyrst fram í stofnefnahagsreikningum bankanna, nćst mátti lesa um ţetta í skýrslum til kröfuhafa hrunbankanna, ţá kjaftađi Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn af sér í októberskýrslu sinn hausitđ 2009 (var birt í byrjun nóvember), skýrsla Steingríms J. Sigfússonar um endurreisn viđskiptabankanna í mars 2011 var mjög upplýsandi, ráđherrar hafa nokkrum sinnum veriđ spurđir um máliđ á ţingi og loks hafa nýju bankarnir veriđ ađ birta ţessar upplýsingar (eftir dúk og disk) í uppgjörum sínum.

Víglundur nefnir í sínu bréfi ađ 3-400 ma.kr. hafi veriđ sviknir af lántökum.  Ég held ađ upphćđin sé hćrri, en látum ţađ liggja á milli hluta.  Skođum frekar afleiđingarnar af ţessari háttsemi og ákvörđunum (sem Steingrímur J hlýtur ađ bera ábyrgđ á):

 1. Yfirskuldsetning heimila og fyrirtćkja
 2. Hćgari endurreisn hagkerfisins
 3. Fólk og fyrirtćki hafa misst eignir og/eđa veriđ sett í ţrott
 4. Úrvinnsla skuldamála hefur dregist á langinn
 5. Atvinnuleysi hefur haldist hćrri en ţörf var á
 6. Lausn fjármagnshafta hefur dregist

Ţađ er nánast kaldhćđni, ađ miđađ viđ ţćr hugmyndir sem nýlega komu fram, um ađ ríkiđ eignađist Íslandsbanka og Arionbanka, ađ bankarnir hafi veriđ svona harđir í virđisaukningu sinni á lánum viđskiptavina sinna.  Hagnađurinn sem ţannig hefur myndast mun miđađ viđ ţađ renna til ríkisins.  En um leiđ var ţetta ljótur leikur, ţví hann bjó til samningsstöđu fyrir slitastjórnirnar.  Harkan í innheimtunni bjó til innlendar eignir sem hćgt var ađ nota í pókerspili slitastjórnanna viđ stjórnvöld.  Enn ţá fáránlegra er ađ Steingrímur J lagđi slitastjórnunum til spilin.

Í međfylgjandi skjali er úttekt mín á öllum ţeim gögnum sem ég nefni ađ ofan.  Ţađ var upprunalega samiđ fyrir ţann sem bađ mig um ađ skođa "leyniskjölin", en er birt hér í örlítiđ styttri útgáfu.  Ég sé engan tilgang međ ţví ađ nefna fyrirtćki á nafn, enda gćti ţađ varđađ viđ lög ađ gera slíkar upplýsingar opinberar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Stefnumótun fyrir Ísland

Eftir hrun bankanna í október 2008, vonuđust margir eftir breytingum.  Ţćr hafa ađ mestu látiđ bíđa eftir sér og margt sem fariđ var af stađ međ endađi í sviknum loforđum.  Núna ríflega 6 árum síđar er stjórnarskráin óbreytt, fiskveiđikerfiđ er óbreytt, ofríki fjármálakerfisins meira en nokkru sinni fyrr, heilbrigđiskerfiđ er í molum, möguleikar fólks til menntunar hafa veriđ skertir, aldrei hafa fleiri búiđ viđ langtímaatvinnuleysi, biđ hefur veriđ á fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu.  Ekki dettur mér í hug ađ segja ađ ekkert hafi veriđ gert, en árangurinn er minni en fyrirheitin gáfu til kynna.

Ef Ísland vćri fyrirtćki á markađi, ţá hefđu hlutabréf ţess falliđ allskarpt á undanförnum árum.  Raunar má velta fyrir sér hvort búiđ vćri ađ fara fram á gjaldţrotaskipti, ţví fyrirtćkinu Íslandi hefur gengiđ frekar illa ađ standa viđ skuldbindingar sínar.  Hvort heldur gagnvart viđskiptavinum sínum, ţ.e. ţjóđinni, eđa lánadrottnum.

Ef Ísland vćri fyrirtćki, vćri fyrir löngu búiđ ađ kalla til lćrđa sérfrćđinga til ađ endurskipuleggja reksturinn.  Búiđ vćri ađ fara í stefnumótunarvinnu, endurgerđ verkferla, greiningu á tekjustreymi, leggja pening í vöruţróun og endurskođa öll útgjöld.  Máliđ er bara, ađ Ísland er ekki fyrirtćki og ţví er ekki búiđ ađ gera neitt af ţessu.  (Eđa í mjög takmörkuđu mćli.)

Hver er stefna Íslands í menntamálum, heilbrigđismálum, velferđarmálum eđa náttúruvernd?  Hver utanríkisstefna Íslands, stefna í ţróunarmálum, mannúđarmálum eđa málefnum innflytjenda?  Hvernig atvinnulíf viljum viđ hafa, hvađ má kosta ađ örva atvinnulífiđ?  Hvernig viljum viđ nýta auđlindir ţjóđarinnar?  Hvernig fáum viđ sem mest út úr auđlindum ţjóđarinnar?  Vissulega er hćgt ađ lesa eitt og annađ út úr stefnulýsingu ríkisstjórna hverju sinni, en máliđ er ađ fćstar ríkisstjórnir ná ađ fylgja slíkum skjölum.  Og fljótt skipast veđur í loft á pólitískum vettvangi.

Hluthafar fyrirtćkisins Íslands kusu voriđ 2013 nýja stjórn vegna fyrirheita um breytingar.  Ţađ sem viđ höfum hins vegar séđ lofar enn ekki nógu góđu.  Sama fátiđ og skipulagsleysiđ blasir viđ og áđur.  Stjórnarformanninum gengur illa ađ skilja ábendingar sem til hans er beint og áttar sig alls ekki á ţeim tćkifćrum sem felast í gagnrýni á störf hans og annarri í stjórninni.  Vćri Ísland fyrirtćki, ţá myndu menn skilja ađ kvartanir og gagnrýni er besta uppspretta hugmynda fyrir endurbótavinnu sem hćgt er ađ hugsa sér.

Ég held ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar verđi ađ fara ađ líta á störf sín sem einmitt stjórnarstörf fyrir fyrirtćkiđ Ísland.  Fyrirtćki, sem varđ fyrir áfalli, og nú ţurfum viđ samhentan hóp allra til ljúka endurreisninni.  Góđa, hćfa leiđtoga til ađ leiđa starfiđ, fjölbreyttan hóp í hugmyndavinnuna.  Móta ţarf skýra stefnu til framtíđar, stefnu sem ţjóđin velur, en síđan verđur ţađ ríkisstjórnar, ţings og embćttismanna ađ framfylgja stefnunni.  Ţetta ţýđir ađ stefna getur ekki veriđ til nokkurra ára, heldur langs tíma.  Stefnan má ekki markast af stjórnmálaskođunum, heldur á hún ađ vera skilgreining á ţví Íslandi sem viđ viljum hafa til framtíđar.  Hver ríkisstjórn hefur síđan svigrúm til ađ ákveđa leiđir til ađ fylgja stefnunni, en hún má ţví ađeins víkja frá markmiđum hennar ađ um ţađ sé víđtćk sátt og ný markmiđ hafi veriđ skilgreind og samţykkt.

Svona stefna gćti haft svipađ vćgi og stjórnarskráin.  Ég tel hana ţó ekki eiga ađ vera hluti af stjórnarskránni.  Stjórnarskráin er grunnlög samfélagsins og henni á ađeins ađ breyta í undantekningartilfellum.  Stefnuskrá Íslands verđur hins vegar ađ taka reglulegum breytingum, ţví ţannig og ađeins ţannig verđur fyrirtćkiđ Ísland samkeppnishćft, eftirsóknarvert til búsetu og skilar eigendum sínum ţeim ávinningi sem nauđsynlegur er til frekari uppbyggingar.

Ég ćtla ekki ađ leggja ađrar línur hér um hver ţessi stefna ćtti ađ vera en ađ segja ađ ég tel ćskilegt ađ tekiđ sé miđ af norrćna velferđarlíkaninu, eins og ţađ hefur veriđ útfćrt í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ.  Ekki eru allar ţjóđirnar međ nákvćmlega sömu útfćrslu, en áherslurnar eru mjög líkar.


Hćstiréttur sleginn lesblindu, óútskýranlegri leti eđa viljandi fúski?

Ég var ađ skođa nýlegan dóm Hćstaréttar í máli nr. 349/2014, ţar sem mér sýnist Hćstiréttur vera sleginn alvarlegri lesblindu eđa leti.  Í dómnum segir orđrétt:

Samkvćmt 5. gr. ţágildandi  laga nr. 121/1994 skyldi lánssamningur vera skriflegur og fela í sér upplýsingar sem tilgreindar voru í 6. og 8. gr. laganna. Í f. liđ 1. mgr. 2. gr. laganna, eins og ţau voru upphaflega, kom fram ađ lánssamningar um yfirdráttarheimildir af tékkareikningi vćru undanţegnir lögunum. Samkvćmt ţví var ekki skylt ađ hafa slíka samninga skriflega. Međ breytingarlögum nr. 179/2000, sem tóku gildi 20. desember 2000, var ţessi undantekning hins vegar felld brott. Ţá var 3. gr. laganna breytt og tók hún eingöngu til yfirdráttarlána og annarra sambćrilegra lánssamninga og ţeirra upplýsinga sem skyldi veita í upphafi slíkra viđskipta. Á greinin rćtur ađ rekja til tillögu efnahags- og viđskiptanefndar viđ međferđ frumvarps til laganna á Alţingi. Ţeirri tillögu fylgdu ekki sérstakar skýringar. Ljóst er ađ 3. gr. er um margt frábrugđin ákvćđum II. kafla laganna, en ţar eru í 6. gr. gerđar mun ítarlegri kröfur um upplýsingar lánveitanda en ţegar um yfirdráttarlán er ađ rćđa. Verđur ekki annađ ráđiđ en ađ 3. gr. laganna hafi átt ađ skođast sem sérákvćđi um upplýsingagjöf viđ samninga um yfirdráttarheimild af tékkareikningi og sambćrilegum lánssamningum međ breytilegum höfuđstól.

Mig langar sérstaklega ađ skođa lesblindu Hćstaréttar (eđa leti) sem felast í orđunum:
"Á greinin rćtur ađ rekja til tillögu efnahags- og viđskiptanefndar viđ međferđ frumvarps til laganna á Alţingi. Ţeirri tillögu fylgdu ekki sérstakar skýringar."

Ţeir sem eitthvađ hafa kynnt sér hvernig Alţingi virka vita ađ hćgt er ađ finna nánast allt sem ritađ er og fjallađ er um á ţeim vinnustađ á vef hans.  Ţar er ađ finna nefndarálit efnahags- og viđskiptanefndar  http://www.althingi.is/altext/126/s/0490.html međ tillögum nefndarinnar um breytingartillögur á frumvarpi ađ lögum nr. 179/2000 og í álitinu er ađ finna eftirfarandi texta:

Í frumvarpinu er gert ráđ fyrir ađ g-liđur 1. mgr. 2. gr. laganna verđi felldur brott, en ţar er vísađ í 3. gr. sem fjallar um yfirdráttarheimild. Lánssamningar sem fela í sér yfir dráttarheimild á tékkareikningi verđa ţví ekki lengur undanţegnir ákvćđum laganna og upplýsingaskyldan samkvćmt ţeim mun ţví ná til slíkra samninga. Ţví er nauđsynlegt ađ samrćma 3. gr. laganna hinni fyrirhuguđu breytingu. Ţćr breytingar felast einkum í ţví ađ bćtt er viđ greinina nýjum stafliđ, e-liđ, ţar sem tekiđ er fram ađ í samningi um yfirdráttarheimild skuli lántakanda greint frá árlegri hlutfallstölu kostnađar viđ mismunandi notkun á heimildinni, en ljóst er ađ sú tala kann ađ vera breytileg eftir ţví hvernig heimildin er notuđ hverju sinni. Einnig er gert ráđ fyrir ţví í 2. málsl. ađ neytanda verđi árlega sendar almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar samkvćmt ţessum liđ. Ţannig vćri t.d. hćgt ađ taka fram hver árleg hlutfallstala kostnađar vćri miđađ viđ ađ ákveđin yfirdráttarheimild vćri nýtt ađ fullu, ađ hálfu leyti eđa ađ einum tíunda. Loks er í 3. málsl. gert ráđ fyrir ţví ađ ţrátt fyrir ákvćđi 5. gr. laganna um ađ lánssamningar samkvćmt lögunum skuli gerđir skriflega verđi heimilt ađ breyta yfir dráttarheimild á tékkareikningi ađ munnlegri beiđni neytanda. Ţá vćri hćgt ađ senda skriflegan samning til neytanda eftir á ţar sem hlutfallstalan fyrir nýju heimildina vćri gefin upp."

Fć ég ekki betur séđ en ađ alveg ágćtis skýringar fylgi lagabreytingunni í nefndaráliti efnahags- og viđskiptanefndar. Ţađ sem meira er, ađ gerđ er krafa um "ađ neytanda verđi árlega sendar almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar samkvćmt ţessum liđ" og "vćri hćgt ađ senda skriflegan samning til neytanda eftir á ţar sem hlutfallstalan fyrir nýju heimildina vćri gefin upp".

Vinnubrögđ Hćstarétti til vansa

Hvernig dettur Hćstarétti í hug, ađ búa til ţann skáldskap, ađ "[ţ]eirri tillögu fylgdu ekki sérstakar skýringar"?  Hvernig dettur síđan Hćstarétti í hug, nokkrum dögum eftir ađ dómur gekk í EFTA-dómstólnum um hlutfallstölu kostnađar, ađ líta framhjá ţeirri skyldu fjármálafyrirtćkis ađ senda neytanda upplýsingar um nýja hlutfallstölu?

Hćstiréttur segist hafa fengiđ "ljósrit" af heimasíđu S24, ţar sem birtir eru skilmálar vegna yfirdráttarheimildar.  Hvenćr gerđist ţađ, ađ upplýsingar á heimasíđu teljast fullnćgjandi upplýsingar?  Las Hćstiréttur ekki dóm EFTA-dómstólsins frá 28. ágúst 2014 eđa 24. nóvember 2014?  Samkvćmt ţeim báđum, ţá eru upplýsingar á vefsíđu ekki fullnćgjandi upplýsingagjöf til neytanda, ţegar kemur ađ árlegri hlutfallstölu kostnađar.  Ađ auki ţá segir í skýringum/greinargerđ efnahags- og viđskiptanefndar:

Einnig er gert ráđ fyrir ţví í 2. málsl. ađ neytanda verđi árlega sendar almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar samkvćmt ţessum liđ.

Ţađ er ţví ekki fullnćgjandi, samkvćmt nefndaráliti, ađ vísa í upplýsingar á heimasíđu.  Senda ber neytendum ţessar upplýsingar árlega.

En Hćstiréttur telur greinilega ekki ţetta nefndarálit vera skýringu.  Mér er ómögulegt ađ skilja hvernig á ţví stendur.  Hann ákveđur í stađinn ađ eldri lögskýring standi, lögskýring sem breytt var međ lögum nr. 179/2000!  Til ađ sýna enn frekar hve mikil villa Hćstaréttar er í málinu, ţá vil ég ađ lokum vitna í rćđu Einars K. Guđfinnssonar, ţáverandi formanns efnahags- og viđskiptanefndar, ţegar hann mćlti fyrir nefndaráliti međ breytingartillögum nefndarinnar í 2. umrćđu um ţingmál 90 á 126. löggjafarţingi 12. desember, 2000:

Enn fremur er ástćđa til ađ vekja athygli á ađ í frv. er gert ráđ fyrir ađ g-liđur 1. mgr. 2. gr. laganna verđi felldur brott, en ţar er vísađ í 3. gr. sem fjallar um yfirdráttarheimild. Lánssamningar sem fela í sér yfirdráttarheimild á tékkareikningi verđa ţví ekki lengur undanţegnir ákvćđum laganna og upplýsingaskyldan samkvćmt ţeim mun ţví ná til slíkra samninga. Ţví er nauđsynlegt ađ samrćma 3. gr. laganna hinni fyrirhuguđu breytingu. Ţćr breytingar felast einkum í ţví ađ bćtt er viđ greinina nýjum stafliđ, e-liđ, ţar sem tekiđ er fram ađ í samningi um yfirdráttarheimild skuli lántakanda greint frá árlegri hlutfallstölu kostnađar viđ mismunandi notkun á heimildinni, en ljóst er ađ sú tala kann ađ vera breytileg eftir ţví hvernig heimildin er notuđ hverju sinni. Einnig er gert ráđ fyrir ţví ađ neytanda verđi árlega sendar almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar vegna ţessa liđar. Ţetta er gert til ţess ađ koma í veg fyrir ţađ ađ menn ţurfi í hvert skipti sem ţeir óska eftir breytingu á yfirdráttarheimild ađ gera ţađ skriflega. Ţess í stađ verđi ţađ gert innan ársins og ađ upplýsingarnar berist skriflega einu sinni á ári ţannig ađ mönnum sé ţá ljós stađa málsins.

Takiđ sérstaklega eftir orđunum:

Einnig er gert ráđ fyrir ţví ađ neytanda verđi árlega sendar almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar vegna ţessa liđar.

Getur ţetta veriđ skýrara?

Útúrsnúningur Hćstaréttar

En ţessu er ekki lokiđ.  Hćstiréttur bítur úr skömminni međ eftirfarandi:

Hvađ sem líđur fyrirmćlum 5. gr. laga nr. 121/1994, sem eftir breytingu međ lögum nr. 179/2000 tók einnig til samninga um yfirdráttarheimild, er ţess ađ gćta ađ í skýringum međ 5. gr. frumvarps til upphaflegra laga um neytendalán, nr. 30/1993, er sérstaklega tekiđ fram ađ ţađ sé ekki fortakslaust skilyrđi fyrir gildi samninga ađ ţeir séu skriflegir, heldur gildi munnlegir samningar eftir sem áđur.

Ţó Hćstiréttur telji enga skýringu hafa fylgt lagabreytingunni, ţá ćtti hann ađ lágmarki ađ skilja innihald laganna.  Mér sýnist hann ekki gera ţađ.  Í e-liđ laga 121/1994 sagđi nefnilega:

Árlega hlutfallstölu kostnađar, sbr. 10.–12. gr., viđ mismunandi notkun á heimildinni. Árlega skal senda neytanda almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar samkvćmt ţessum liđ. Ţrátt fyrir ákvćđi 5. gr. er heimilt ađ munnlegri beiđni neytanda ađ breyta yfirdráttarheimild á tékkareikningi.

Ţetta ţýđir í mínum huga, ađ ţó svo upphaflegi samningurinn um yfirdráttarheimildina vćri munnlegur og honum breytt međ munnlegum óskum neytandans, ţá hvarf ekki skylda fjármálafyrirtćkisins um ađ "senda neytanda almennar upplýsingar međ dćmum um útreikning kostnađar samkvćmt ţessum liđ".  Upplýsingaskylda fjármálafyrirtćkisins var ótvírćđ hvernig sem til samningsins var stofnađ.  Síđan tel ég nánast útilokađ vera fyrir fjármálafyrirtćki ađ vera međ umsemjanleg ákvćđi í munnlegum samningi. 
Hćstiréttur lćtur líta út sem samningur um yfirdráttarlán sé bara tveggja manna tal, en svo er ekki.  Samningur um yfirdrátt er fjármálasamningur sem gerđur er munnlega, en samstundist fćrđur yfir í skjalfest form.  Ţađ er gert í tölvukerfi bankans, í viđskiptasögu ţess sem fékk yfirdráttinn, í lánakerfi bankans, í útlánasögu viđkomandi útibús.  Til sönnunar um ţetta ţurfa ţeir viđskiptavinir, sem núorđiđ óska eftir yfirdráttarheimild, ađ undirrita Stofnsamning um yfirdráttarheimild.  Í 3. gr. slíks samnings sem ég gerđi viđ minn viđskiptabanka segir:

Lántaki getur óskađ eftir ţví ađ gerđ verđi breyting á fjárhćđ yfirdráttarheimildar í eitt eđa fleiri skipti.  Slík heimild er háđ samţykki [bankans].  Viđ hćkkun á yfirdráttarheimild skuldbindur [bankinn] sig til ţess ađ afhenda lántaka ţegar samţykki er veitt eđa viđ fyrsta tćkifćri ţar á eftir uppfćrđar upplýsingar um kostnađ viđ breytingu á samningi ţessu og uppfćrđa yfirdráttarheimild, á pappír eđa öđrum varanlegum miđli t.d. í netbanka, í samrćmi viđ 7. og 12. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán.

Ţegar ákvćđi 7. og 12. gr. laga 33/2013 eru skođuđ, ţá kemur í ljós, ađ ţó ţau séu á einhvern hátt ítarlegri, en samkvćmt tilskipun 87/102/EBE, ţá eru ţau ađ mestu leiti sambćrileg.  Ađ bankarnir séu skyldugir til ađ veita allar nauđsynlegar upplýsingar áriđ 2013, en ekki áriđ 2010 eđa 2006, eins og Hćstiréttur kemst ađ, er mér gjörsamlega óskiljanlegt, ţegar nánast allar kröfurnar eru ţćr sömu og áđur.  Krafan um ađ reikna og birta árlega hlutfallstölu kostnađar er sú sama í neytendalánalögum 121/1994 og í nýju lögunum 33/2013.  Sama á viđ um ađ tilkynna međ fyrirvara breytingu vaxta og endurútreikning á árlegri hlutfallstölu kostnađar vegna ţeirrar breytingar.  Ég efast um ađ neytendalánatilskipunin 87/102/EBE hafi leyft ađ ţađ vćri gert munnlega.

Ég get alveg skiliđ ađ hćgt sé ađ semja munnlega um gildistíma og upphćđ yfirdráttarheimildar, en ég get ekki séđ ađ hćgt sé ađ halda ţví fram ađ allt annađ varđandi samninginn um yfirdráttinn geti talist munnlegur samningur.  Ţađ er einmitt ţess vegna sem neytendalánatilskipunin, 87/102/EBE, tilgreinir öll ţau atriđi sem ţurfa ađ koma fram og nýrri tilskipunin, 2008/48/EB, gerir ţađ líka. Undir ţetta tekur EFTA-dómstóllinn í máli E-27/13, ţar sem dómstóllinn segir:

Til ađ vernda neytandann gegn óréttmćtum lánaskilmálum og gera honum kleift ađ átta sig fyllilega á skilmálum lánssamningsins sem hann hefur undirgengist, er kveđiđ á um [í neytendalánatilskipuninni 87/102/EBE] ađ lántaki skuli viđ undirritun samningsins hafa međ höndum allar ţćr upplýsingar sem máli skipta og geta haft áhrif á ţćr skyldur sem hann tekst á hendur..

Ađ samningurinn sé munnlegur fríar ekki fjármálafyrirtćkiđ frá ţví ađ veita slíkar upplýsingar.  Međ fullri virđingu, skil ég ekki hvernig Hćstarétti datt í hug ađ upplýsingaskylda breyttist, ţó samningurinn vćri munnlegur.

Valkvćđar lögskýringar alvanalegar

Undanfarin 5-6 ár hef ég lesiđ fleiri Hćstaréttardóma en ég kćri mig um ađ muna.  Allt of oft hef ég rekist á valkvćđar lögskýringar réttarins.  Skýrasta dćmiđ er í dómi nr. 471/2010, ţar sem rétturinn vék til hliđar ófrávíkjanlegum lagagreinum til ađ beita frávíkjanlegum lagagreinum.  Óteljandi sinnum hefur rétturinn (líkt og í ţessu máli) taliđ kröfurétt vera neytendarétti hćrri, ţegar flestar dómaframkvćmdir Evrópudómstólsins (sem dćmir eftir sömu neytendaréttarákvćđum) eru á hinn veginn.

Ţađ er ekki hlutverk Hćstaréttar ađ verja fjármálafyrirtćki gegn tjóni sem ţau sjálf bera ábyrgđ á.  Ţađ er ekki heldur hlutverk Hćstaréttar ađ hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöđu sterkari ađila í neytendasamningum.  Eina sem skiptir máli fyrir Hćstarétt er hvađ lögin segja, hvađa lögskýringar er ađ finna frá löggjafanum, úr dómaframkvćmd eđa frá öđrum ađilum sem veitt geta slíkar lögskýringar (ţ.e. EFTA-dómstólnum, Evrópudómstólnum, Mannréttindadómstól Evrópu, o.s.frv.).  Í nýlegum dómum EFTA-dómstólsins, nr. E-25/13 og E-27/13, kemur skýrt fram flest ţađ sem skiptir máli varđandi ţađ mál, sem hér er fjallađ um.  Í báđum dómum er niđurstađan skýr:  Neytendalánatilskipunin 87/102/EBE tilgreinir hvađa upplýsingar skal birta neytanda viđ gerđ samnings og ţćr upplýsingar, sem ekki eru birtar, geta ekki orđiđ ađ innheimtanlegri kröfu.  Í dómi E-27/13 gekk EFTA-dómstóllinn jafnvel svo langt ađ segja, ađ taka ćtti verđbólgu á samningstíma inn í árlega hlutfallstölu kostnađar og ţar međ heildarlántökukostnađ.  Telji dómstóllinn ţađ skyldu gagnvart verđtryggđum lánum, ţá ćtti lítiđ ađ fara á milli mála, ađ ţađ á viđ óverđtryggđ lán međ breytilegum vöxtum.


Er óréttlćti í lagi vegna ţess ađ ég lifđi ţađ af?

Á Íslandi er víđa grasserandi brjálćđislegt óréttlćti. Misskipting er víđa byggđ á furđulegum rökum. Fólk hefur látiđ ótrúlegustu hluti yfir sig ganga og svipugöngurnar veriđ margar. Ár eftir ár, kynslóđ eftir kynslóđ, bítur fólk á jaxlinn og mokar...

Áskorun vegna leiđréttingarinnar

Viđ hjónin fengum, eins og margir ađrir landsmenn, tilkynningu í vikunni ađ viđ ćttum rétt á leiđréttingu vegna ţeirra verđtryggđu fasteignalána sem viđ vorum međ á árunum 2008 og 2009. Viđ reiknuđum aldrei međ ađ upphćđin yrđi há, en sóttum samt um....

Viđbragđsáćtlanir og stjórnun rekstrarsamfellu

Í rúmlega tvo og hálfan hafa veriđ í gangi umbrot undir og kringum Bárđarbungu. Ţarf ég líklegast lítiđ ađ frćđa fólk um ţađ. Allan ţann tíma hafa menn séđ fyrir sér ýmsa möguleika á ţví hvernig umbrotin geti ţróast. Tveir slíkir möguleikar eru risastór...

6 ár frá hruni: Var hćgt ađ bjarga bönkunum?

Kannski er full seint ađ velta ţví fyrir sér núna hvort hćgt hefđi veriđ ađ bjarga bönkunum á mánuđunum eđa árunum fyrir hrun. Máliđ er ađ ţeirri spurningu hefur aldrei veriđ svarađ, hvađ hefđi veriđ hćgt ađ gera til ađ bjarga bönkunum. Eđa öllu heldur:...

Undanfari hrunsins

17. september voru 6 ár frá falli Lehman Brothers. Sumir fyrrverandi stjórnendur Kaupţings, Glitnis og Landsbanka Íslands hafa kennt falli Lehman Brothers um hruniđ á Íslandi. Ég held hins vegar ađ engum öđru dettur í hug ađ líta til útlanda eftir...

Rafrćn skilríki og öryggi snjallsíma

Einhvern veginn hefur ţađ atvikast ađ ákveđiđ hefur veriđ ađ krefjast notkunar rafrćnna skilríkja vegna leiđréttingar ríkisstjórnarinnar á verđtryggđum lánum heimilanna. Mér finnst ţađ svo sem ekki vitlaus hugmynd, enda kom ég ađ stofnun Auđkennis...

Ţađ sem ekki er sagt viđ lántöku

Frá ţví álit EFTA-dómstólsins kom fimmtudaginn 28. ágúst, hefur loksins komist af stađ alvöru umrćđa um blekkinguna og rugliđ sem er samfara verđtryggđum húsnćđislánum. Ég hef svo sem reynt ađ gaspra um ţetta mál í nokkur ár. Hef mćtt á fund ţingnefndar,...

Hver er hin raunverulega niđurstađa EFTA-dómstólsins?

Stóridómur var kveđinn upp í morgunn um verđtryggingu neytendasamninga. Ţađ er skođun margra ađ dómurinn sé fullnađarsigur fyrir fjármálafyrirtćkin, en ég er alls ekki sammála ţví. Ég held raunar ađ álit EFTA-dómstólsins sé kjafthögg á framkvćmd...

Hugleiđingar leikmanns um Bárđarbunguumbrotin

Undanfarna áratugi og raunar aldir hefur veriđ umtalsverđ virkni á öllu brotabeltinu sem liggur um Ísland. Miđađ viđ mína ţekkingu á ţessum umbrotum, ţá hefur gosiđ í sprungum á svćđinu suđvestan Vatnajökuls (Skaftáreldar), innan suđvesturhluta...

Nćrri 6 ár ađ baki

Ţađ styttist óđfluga í ađ 6 ár séu frá falli bankanna í byrjun október 2008. Hef ég oft velt fyrir mér hvort hćgt hefđi veriđ ađ koma í veg fyrir marga fylgikvilla falls ţeirra. Á ţessum tíma, ţ.e. í október 2008, skrifađi ég margar fćrslur um úrrćđi...

Hćstiréttur ađ missa sig?

Ég get ekki annađ en spurt mig ţessarar spurningar í fyrirsögn pistilsins. Er Hćstiréttur ađ missa sig? Í síđustu viku gekk dómur í máli nr. 338/2014, kröfu Landsbankans um ađ bú Ólafs H. Jónssonar verđi tekiđ gjaldţrotaskipta, en Ólafur áfrýjađi dómi...

Orđrćđa og orrahríđ sem netiđ geymir

Ţegar ég var yngri og sérstaklega á barnsaldri, ţá var oft talađ falllega um gömlu dagana og oft notađ setningarbrotiđ "ţegar amma var ung..". Ja, ţegar ömmur mínar og afar voru ung, ţá var ekkert internet, ţannig ađ ţau ţurftu ekki ađ óttast ađ ţađ sem...

Framtíđ húsnćđislána - stöđugleiki og lágir vextir skipta mestu máli

Framtíđ húsnćđislána getur ekki legiđ í neinu öđru en kerfi en ţví sem tryggir lága nafnvexti án vísitölubindingar. Ţetta er ţađ kerfi sem viđ sjáum í nágrannalöndum Íslands. Í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ er verđbólga um 0,5-1,5% (er ekki međ nýjustu...

Vísitölutenging lána heimilanna er alltaf slćm hugmynd

Mér finnst stundum merkilegt og nánast hlćgilegt, ţegar menn leita um allan heim af dćmum sem sýna ađ verđtryggđ lán eđa vísitölutengd lán eru töfralausnin, en ekki nafnverđslán (ţađ sem viđ köllum óverđtryggđ) eins og eru algengust í heiminum. Í...

Enn af áđur gengistryggđum lánum

Ég hef nokkuđ oft fjallađ um áđur gengistryggđ lán og ţá villu sem Hćstiréttur gerđi međ niđurstöđu sinni í máli nr. 471/2010. Ţá er ég ađ vísa til ţeirrar ákvörđunar dómsins ađ skera fjármálafyrirtćki niđur úr snörunni og dćma ţeim betri vexti en áđur...

Leiđrétting verđtryggđra húsnćđislána

Ţá eru ţađ komiđ fram frumvarpiđ um leiđréttingu verđtryggđra fasteignalána heimilanna. Hugmyndin tekur smávćgilegum breytingum, sem er til bóta miđađ viđ tillögur nefndarinnar. Breytingin felst í ţví ađ viđmiđunartímabiliđ er stytt frá ţví ađ vera...

Vangaveltur um mćlingu kaupmáttarbreytingar

Ég hef lengi velt ţví fyrir mér hvort mćling á kaupmćtti sem birt er á hátíđarstundum sé í raun og veru rétt. Ţ.e. hin almenna regla ađ skođa breytingar á launavísitölu og vísitölu neysluverđ og segja ţađ sé breytingin launavísitölunni í hag, ţá sé...

Nćsta síđa »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.1.): 273
 • Sl. sólarhring: 311
 • Sl. viku: 4685
 • Frá upphafi: 1580159

Annađ

 • Innlit í dag: 226
 • Innlit sl. viku: 4128
 • Gestir í dag: 215
 • IP-tölur í dag: 200

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2015
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband