Leita í fréttum mbl.is

Helgi Hjörvar bullar í sjónvarpi

Ég get ekki orða bundist.  Helgi Hjörvar hélt því fram að Samfylkingin væri hlynnt niðurfærslu skulda og almennum aðgerðum vegna heimila landsins.  Hann ætti að kynna sér stefnumál flokksins.  Samfylking er eingöngu hlynnt sértækum aðgerðum, þar sem hver og einn aðili er skoðaður sérstaklega.  Samfylkingin er á móti almennum aðgerðum.  Ég er eiginlega furðulostinn yfir því að stjórnendur umræðunnar hafi ekki tekið eftir þessu bulli í þingmanninum.

Annað sem hann sagði, sem er beinlínis rangt.  Hann sagði að vaxtabætur hafi verið hækkaðar um milljarða króna til verulegra hagsbóta fyrir skuldsettustu heimilin.  Þetta er líka tóm tjara, svo ég taki ekki dýpra í árinni.  Í fyrst lagi hafa vaxtabætur ekkert með skuldsetningu að gera.  Þær ráðast af vaxtagjöldum, tekjum og eignum.  En þess fyrir utan, þá hafa breytingarnar á vaxtabótunum mun meiri áhrif hjá heimilum með tekjur á bilinu 8 - 12 milljónir, en hjá þeim sem hafa lægri tekjur.  Munar þar allt að tugum þúsunda.  Í öðru lagi, þá nemur hækkun vaxtabóta heilum tveimur milljörðum sem er fengin með staðgreiðsluskatti af innleystum séreignarsparnaði.  Ætli það hefði bara ekki verið nær að sleppa því að skattleggja séreignarsparnaðinn, því þá hefðu fleiri nýtt að taka hann út.

Líklegast sýnir þetta veika málefnastöðu Samfylkingarinnar, að þingmenn hennar þora ekki að greina rétt frá málum.  Sorgleg staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óskiljanlegt að samfylkingin sé, samkvæmt síðustu fréttum, einn stærsti flokkur landsins eins fjandsamleg hún er hinum almenna borgara. Og það er ekki síður óskiljanlegt að sjálfstæðisflokkurinn hafi ennþá nægt fylgi til að koma mönnum á þing.

Það er farið að örla á flótta fólks frá landinu vegna skulda, fólks sem skilur eftir lyklana að fasteignunum (heimilunum) sínum. Þessi hópur fer að nálgast einhverja tugi einstaklinga og mun fara hratt fjölgandi ef ekkert verður gert.

Þessi algjöra hollusta fyrri og núverandi ríkisstjórnar við fjármagnseigendur mun á endanum gera fjármagnið verðlaust vegna þess að fjármagnseigendur munu þurfa að leysa til sín fasteignir, en engvir kaupendur eða leigendur munu vera til staðar til að skila arði af þeim. Ergo- fjármagneigendur fara á hausinn. Er þetta ekki algjörlega galið? 

Ef ég ætti pening myndi ég ekki fjárfesta í fasteignum einfaldlega vegna offramboðs og lítillar eftirspurnar, og þannig mun það vera næstu árin.  

Toni (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 02:01

2 identicon

Marinó, það hefði gert mikið gagn trúi ég hefðir þú verið á þessum fundi og komið með fyrirspurnir, hefðir meðal annars getið tekið á þessu hjá Helga.

Annars held ég að margt af því sem ríkisstjórnin vill eigna sér heiðurinn af varðandi greiðsluvanda heimilanna séu einfaldlega hlutir sem hægt var að gera fyrir hrun. Þetta meðal annars á einnig við um að greiðslukerfi bankanna héldu áfram að virka, sem og greiðslukort o.fl.

Toni (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 02:21

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Toni, ég var á fundi stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna, þar sem við vorum að undirbúa fund um málsóknir vegna forsendubrests, svikamyllu bankanna og svo framvegis.  Fundurinn verður á fimmtudaginn kl. 20.00 að Borgartúni 3 fyrir þá sem hafa áhuga.  Húsrýmið er takmarkað, þannig að fólk er hvatt til að mæta snemma.

Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 02:28

4 identicon

Ég ætla að mæta á þennan fund, var reyndar búinn að senda Birni Þorra netpóst þar sem ég lýsti skoðun minni á þessu atferli stjórnenda gömlu bankanna og lét í ljós vilja til að hafa mitt mál með með.

Er þeirrar skoðunar að eigendur stjórnir og stjórnendur ásamt stærstu viðskiptavinum bankanna hafi farið fram með glæpsamlegum hætti gagnvart heimilinum og fyrirtækjum viðskiptavina sinna, og eigi að sæta ábyrgð.

Þessi mál þarf að rannsaka mjög ítarlega, eins og til dæmis öll samskipti innan bankans, vinnuferlar, samskipti við seðlabankan og fme til dæmis vegna undanþága til að stunda viðskipti með krónuna í einhverjum tilvikum sem og gjaldeyrisflutninga frá landinu og margt fleira. Þetta er hrikalega stórt mál og ekki á færi nema örfárra aðila hér á íslandi að rannskaka þetta, meðal annars vegna innbyrðis tengsla og vanhæfis, sem og getu og þekkingu á starfsseminni.

En það þarf að gera þetta og jafnvel mögulegt í mínum huga að ef rétt er að verki staðið færist ábyrgðin af lántakendum yfir á stjórnir gömlu bankanna og þessi mál munu jafnvel létta á ábyrgð nýju bankanna og ríkinu gangvart kröfuhöfum. En þetta þarf allt að skoða og undirbúa og það eru margir fletir á þessu.

Toni (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 03:16

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Mikið er ég sammála þér Marinó um veika málefnastöðu SF og þann ótrúlega málflutning sem kom frá Helga Hjörvari í gær.  Það er deginum ljósara að SF rekur sína kosningabaráttu á með blekkingum.  Kannski komast þeir til valda eftir kosningar, en sem betur fer þá hefur þjóðin fellt eina verklausa ríkisstjórn sem SF sat í getur líka fellt aðra ef þurfa þykir.  Það er hinsvegar ömurlegt að fylgjast með þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem telja sig vera talsmenn almennings í landinu og þar með heimilanna, þ.e.a.s. VG og SF ætla að búa svo um hnútana að heimilin í landinu og venjulegt fólk verði látið bera byrðarnar af ævintýramennsku "viðskiptajöfranna" og sinnuleysi stjórnvalda á undaförnum árum.  Þetta fólk ætti að skammast sín.

Magnús Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 09:19

6 identicon

Ég er hissa á Helga Hjörvar, hann sem mér hefur fundist einna mest þenkjandi þarna.  Flokkurinn hefur ekki gert neitt stórtækt í peningamálunum og ekkert sem hjálpar þorra manna.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:58

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Samfylkingin er lika ein um það að staðfesta ábyrgð ríkisins á skuldum bankanna, ss. Icesave. Af hverju kýs fólk þá flokkinn sem er lang- líklegastur til þess að binda það í skuldaklafa? Þetta sýnir manni hvernig kosningar eru tilfinningamál en fara sjaldnast eftir staðreyndum sem við blasa.

Vinstri- grænir stíga aðeins á bremsurnar í skuldunum, þótt Steingímur J hleypti norska IMF- kappanum inn á bekk hjá sér. Það væri þá skömminni skárra, ef manni er umhugsað um skuldastöðu ríkisins. 

Ívar Pálsson, 15.4.2009 kl. 09:59

8 identicon

Fólk gæti líka kosið flokk vegna blekkinga/lyga flokksins.  En bara einu
sinni.  Það ætti að varða við lög að frambjóðendur flokka ljúgi að fólki um stefnu flokks.  Það ættu líka að vera skýrari lög um að bankar og önnur
fjármálafyrirtæki blekki fólk og ljúgi og svindli.  Það þarf að taka fast á
þessu lagalega.  Það er eina leiðin til að stoppa það. 

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:31

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Yfirleitt hefur mér fundist Helgi Hjörvar vera sá þingmaður Sandfylkingarinnar sem hefur viljað láta taka sig alvarlega, en nú bregður svo við að hann eins og aðrir úr fylkingunni fer með tómt bull.  Ástæða þessa er einföld, fylkingin er í tómum vandamálum með sjálfa sig.  SF veit ekki hvernig takast á við vanda heimilanna, en lætur þess í stað í það skína að þau séu búin að gera svo mikið þegar það liggur ljóst fyrir að ekkert hefur verið gert sem kemur að gagni.  Þau eins og strúturinn stinga höfðinu í sandinn, loka augunum og vonast til að enginn sjái þau.

Ein er sú nýlunda hjá Sandfylkingunni að neita að koma í viðtalsþætti fjölmiðla ef ræða á mál sem eru þeim erfið, en ég varð var við slíkt í tvígang um daginn, í báðum tilfellum á Bylgjunni.  Það er kannski leiðin til að ná árangri, að mæta ekki á fundi eða viðtalsþætti í von um að enginn taki eftir því, en á fundum eins og í gær sjá allir vandræðaganginn.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.4.2009 kl. 10:54

10 identicon

Samfylkingin hefur almennt verið í mikilli tilvistarkreppu eftir að veikindi Ingibjargar komu upp og virðist það vera að koma betur og betur í ljós, að þetta er í raun skæruliðabandalag.   

Samfylkingin er að notar í dag aðferðina, hvað er allt að hjá hinum flokkunum (Framsókn og Sjöllum) í staðinn fyrir að axla raunverulega ábyrgð á sínum málum. Það er sorglegt.  En þetta vill almenningur fá aftur í stjórn undir vitrgannri stjórn Jóhönnu Sig.

Árni (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:24

11 identicon

Það er merkilegt að hlusta á suma þeirra sem eru alfarið á móti niðurfærslu skulda heimila eða leiðréttingu á vísitölu í því gjörninga veðri sem dynur yfir okkur og mun dynja á okkur með ófyrirséðum afleiðingum í mjög náinni framtíð.
Gylfi Arnbjörnsson verklýðsforinginn er ekki á því að hann þurfi hjálp, enda með meira en miljón á mánuði og bara í nokkuð góðum málum. Þar ætti hann að fara fyrir hópi manna t.d. samtökum verkalýðs og lífeyrissjóðsstjórum.
Bjarni Harðarson eftir að hafa gert á sig á þingi, segir hann að jólasveininn sé bara asnalegur á öðrum tímum en á jólum.
Hann vill hins vega að við flykkjumst bak við þá sem eru að reyna að reka bókabúðir.. þann fjólda sem sendur í því að reyna koma svoleiðis rekstri á réttan kjöl.
Gæti talið upp fleiri en það er eins og við þurfum að ganga í gegnum kostningar.. heyra svo fljótlega aftur 'bum bum bum.. vanhæf..'

Viðar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:33

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Varðandi vaxtabætur og að þær komi misjafnlega til góða til heimila. Þær taka mið af vaxtagreiðslum viðkomandi og þá hljóta skuldir að vera þeim mun hærri eftir því sem skuldir/vaxtagreiðslur eru hærri.

Mér sýnist að þarna sé sama lögmál um upphæðir og ef farin verði sú leið að færa verðtrygginguna aftur til 1. jan. 2008. Þar er ekki um neina jafna tölur að ræða, heldur að upphæðir fara eftir upphæðum skulda. Mun ekki færsla verðtrygginar koma jafnt til þeirra sem eru í skilum og þeim sem eru í vanda, sem er að mínu mati allt í góðu lagi og meira en það. Eitt skal yfir alla ganga.

Ég er ekki að verja aðferðafræðina við hækkun vaxtabótanna og tel að hækkun vaxtabóta eigi að vera mun meiri.

Sá ekki þáttinn og tek ekki afstöðu til hans að öðru leyti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2009 kl. 12:11

13 identicon

Nú er prófmálið komið af stað, fyrir ykkur sem ekki vitið:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lantakendur_stefna_og_vilja_lanum_hnekkt/?ref=fphelst

Marinó, ég veit þú veist það.

EE elle (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1678243

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband