Leita í fréttum mbl.is

Einkennileg umferðarstjórnun

Ég keyrði framhjá staðnum eftir að skólaakstrinum var lokið. Umferðin inn í Reykjavík var frekar létt og svo kom ég þar að sem bíllinn stóð brunninn uppi á umferðareyju.  Lögreglubíll með blikkandi ljós stóð á akreininni við hlið eyjunnar og svo teygði bílaröðin sig eins langt og augað eygði.  Hefur líklegast náð hálfa leið til Keflavíkur.

Það sem vakti furðu mína, var stjórnun lögreglu á þessari bílamergð.  Á því svæði, þar sem bruninn varð, eru þrjár akreinar.  Tvær fyrir umferð til Reykjavíkur og síðan að- og frárein fyrir þá sem eru að koma af Fífuhvammsvegi og hina sem ætla upp að Hamraborgarsvæðinu.  Það var merkilegt að sjá að á meðan bílstjórar á akreinunum tveimur til Reykjavíkur fóru til skiptis bíll fyrir bíl af akreinunum tveimur til Reykjavíkur framhjá slysstað, þá var þriðja akreinin auð eða því sem næst.  Það hefði nú verið sniðugt og stytt mörgum biðina, ef myndaður hefi verið smá sveigur á umferðina og henni hliðrað til hægri um eina akrein á þessum kafla.  Þetta hefði vissulega tafið þá sem koma af Fífuhvammsveginum eitthvað og kostað einn lögregluþjón í umferðarstjórnun, en mikið held ég að biðin fyrir fólkið sem var að koma úr Hafnarfirði hefði verið mun styttri.


mbl.is Eldur í bíl á Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Umferðarstjórnun við svona aðstæður snýst eingöngu um öryggi lögregluþjóna, ekki sauðsvartan almúgann. Þessi vinnubrögð eru kennd í lögregluskólanum, það er ekkert leyndarmál.

Meinhornið, 5.3.2009 kl. 10:23

2 identicon

Enda er öryggi lögreglumanna mun mikilvægara en það hvort að fólk verði 5 mínútum lengur á leiðinni í vinnuna. En sjálfsagt má gera betur í þessum efnum.

Bjarki (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bjarki, ég held að í þessu tilfelli, þá hafi nú frekar verið um klukkutíma.  Mér finnst þessi umræða um öryggi lögreglumanna annars ekkert eiga við hér, þar sem öryggið hefði aukist ef umferðinni hefði verið stjórnað.  Eins og ég sá þetta, þegar ég var að aka frá Reykjavík frramhjá slysstað, þá hefði mátt á mjög auðveldan hátt hliðra umferðinni til um eina akrein og þá hefði stíflan ekki myndast.  Þetta er spurning um hugkvæmni.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Nei, þetta er einmitt spurning um öryggi lögreglumanna á vettvangi!

Magnús V. Skúlason, 5.3.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er það sem ég segi, Magnús.  Fyrirkomulagið sem var við haft dróg úr öryggi, en jók það ekki.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband