Leita í fréttum mbl.is

385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna

Nú hefur ríkisstjórnin, fyrirgefið meirihluti fjárlaganefndar, lagt til breytingar á fjárlagafrumvarpi upp á litla 385 milljarða króna svo hægt sé að leggja bönkunum þremur til nýtt eigið fé.  Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem búið var að boða þessar aðgerðir fyrir löngu.  Það kemur heldur ekki á óvart að enginn veit hvað tekur svo við.  Jú, við vitum að almenningur á að borga meira í skatta, en síðan ekkert meira.  Við vitum ekki til hvaða aðgerða verður gripið til að snúa efnahag landsins við.  Við vitum ekki hvaða skilmálar eru í samningi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Við vitum ekki hve lengi gjaldeyrishöft verða í landinu.  Við vitum ekki til hvaða sérfræðinga var leitað um leiðir til úrlausna.  Við vitum raunar ekki þær ráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til eru tillögur ríkisstjórnarinnar eða AGS.  Við vitum ekki hvort og þá hvenær verður skipt út í yfirstjórn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins eða ríkisstjórn.  Við vitum ekki hvað er að gerast bakvið tjöldin eða hvort yfirhöfuð eitthvað sé að gerast bakvið tjöldin.  Almenningi í landinu er ætlað að borga brúsann, en við fáum ekki að vita neitt.

Þetta gengur ekki lengur.  Það gengur ekki lengur, að þeir sem sofandi stefndu þjóðarskútunni að feigðarósi, haldi áfram að stýra skútunni án þess að upplýsa okkur landsmenn um það hvað þeir eru að gera.  Mér þætti langbest, ef birtur væri listi yfir alla sérfræðinga og ráðgjafa sem hafa verið ríkisstjórninni innan handar við þá vinnu sem hefur verið í gangi.  Mér þætti líka vænt um að fá að vita af hverju hagsmunasamtök atvinnulífs og launafólks hafa verið gjörsamlega hunsuð í vinnunni við gerð fjárlaga.  Loks vildi ég gjarnan vita hvaða aðgerðahópar eru að vinna fyrir ríkisstjórnina við lausn mála, hverjir sitja í þessum aðgerðahópum og hvað það er sem gerir þessa einstaklinga svona hæfa til að taka þátt í þessari vinnu. 

Ég verð bara að segja að þiggi ríkisstjórnin einhverja utanaðkomandi ráðgjöf, þá finnst mér hún á margan hátt misráðin.  Hvaða vitglóra er í því að stefna stórum hluta fólks í atvinnuleysi í staðinn fyrir að hjálpa fyrirtækjum við að halda fólki í vinnu?  Hvaða vitglóra er í því að hvetja fólk til að fara í nám, en skera síðan niður framlög til skólamála?  Hvaða vitglóra er í því að þykjast vera að verja hag hinna verst settu, en tryggja ekki elli- og örorkulífeyrisþegum nægar tekjur til framfærslu? 

Ég hélt að sterkasti leikur ríkisstjórnarinnar væri að fjölga þeim sem geta borgað skatta.  Það er gert með því að halda sem flestum í vinnu.  Það er ekki gert með því að gera fólk atvinnulaust eða hvetja það til að fara í skóla.  Hvar eru allar hugmyndirnar um mannaflsfrekar framkvæmdir? Það á að setja 10 milljarðar í atvinnuleysisbætur.  Hvernig væri að taka hluta af þessari upphæð og setja í mannaflsfrekar framkvæmdir?  Borgum fyrirtækjum fyrir að hafa fólk í vinnu, í staðinn fyrir að borga fólki fyrir að vera ekki í vinnu.

Eitt í viðbót:  Af hverju er fjármagnstekjuskattur ekki hækkaður til jafns við annan tekjuskatt?  Af hverju er ekki sett fyrir þá vitleysu, að fólk sem eingöngu hefur fjármagnstekjur geti komist hjá því að gefa upp reiknað endurgjald?  Það eiga allir að taka þátt í að greiða reikninginn vegna falls bankanna, ekki bara launafólk.  Tillögur VG eru góðar, þegar kemur að þessum málum og ég hvet þingheim til að samþykja þær.


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AGS telur að stóriðjuframkvæmdirnar undanfarinn áratug hafi verið einn þeirra þátta sem settu okkur í þessa stöðu. Mannaflsfrekar framkvæmdir þurfa ekki að vera í stóriðju. Hér áður meðan allur fiskur var unninn í landi voru fiskverkunarstaðirnir mannmörg fyrirtæki.

Annars sá ég í Fréttablaðinu í gær viðtal við konu sem er hönnuður í tískugeiranum. Hún sagði að hér vantaði tilfinnanlega verksmiðjur til að framleiða íslenska hönnun heima í stað þess að senda framleiðsluna úr landi. Saumastofur bjarga ekki þúsundum, en fólk er alltaf að fá góðar hugmyndir að öllu mögulegu þar sem fjáermagnsleysi stoppar það af. Góðar hugmyndir sem byrja smátt en geta stækkað ættu að fá meiri athygli og peningalega aðstoð hér.

Við eigum hreint land og gætum e.t.v. framleitt fyrir lífefnaiðnað til dæmis.

Kveðja,

Brana (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Mannaflsfrekar framkvæmdir hafa fram að þessu verið of einhæfar til þess að hægt sé að sjá stórum hópi landsmanna fyrir atvinnu. Til. dæmis var mikill hluti starfsfólks við virkjanagerð og húsbyggingar innfluttur.
Saumastofurnar voru sorglegt dæmi um alþjóðavæðingu og gróðaspil. Ég vann í einni síðustu saumaverksmiðjunni sem lokaði hér á landi, Karnabæ. Kvenaflsfrekar framkvæmdir hafa aldrei verið ofarlega á lista.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.12.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólöf, ef nógu margir koma með hugmyndir, þá koma fram fjölbreyttar hugmyndir.  Við megum ekki bara treysta á að stjórnvöld leysi málin.  Við verðum öll að hjálpast að.  Ég hef stungið upp á:

  1. Úrvinnslu og flokkun skjala í Þjóðskjalasafni og héraðsskjalasöfnun
  2. Viðhald opinberra bygginga
  3. Frágang og uppbyggingu á helstu ferðamannastöðu
Einnig hafa komið fram hugmyndir um skógræktarverkefni, stígagerð á skógræktarsvæðum og almennum útivistarsvæðum.  Það þýðir ekki bara að segja að allt sé ómögulegt og sitja síðan sjálf(ur) með hendur í skauti.

Marinó G. Njálsson, 21.12.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband