Leita í fréttum mbl.is

Bláa höndin kláraði verkið

það er ótrúlegt hvað kjaftagangur í einum manni getur gert. Slóð eyðileggingar liggur þar sem hann hefur farið.  Á 10 dögum hefur Davíð Oddsson með gerræðislegum vinnubrögðum og kjaftagangi lagt íslenskt fjármálakerfi í rúst. Nú er tími til kominn að hann fari.

Ég skora á Samfylkinguna að sjá til þess að annað hvort koma Davíð út út Seðlabankanum með góðu eða illu.  Ég skora á Samfylkinguna að frekar slíta ríkisstjórnarsamstarfinu, en að líða það að maðurinn verði áfram Seðlabankanum.

Megi allar heilagar vættir vaka yfir þjóðinni.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er fyrir löngu komin tími á að færa Davíð úr bankanum með valdi. Hér er um að ræða hreint og klárt landráð. Davíð var sá sem kveikti í púðurtunnunni!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.10.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svo kallaði hann sig slökkviliðsstjóra í Kastljósi um daginn!  Þetta er mesti brennivargur Íslandssögunnar.

Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

110% sammála

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.10.2008 kl. 07:40

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjúkkurnar sem eru með mér í saumaklúbb hafa áhyggjur af því að Davíð sé með æxli í framheila, það leiði til bráðræðislegra aðgerða.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.10.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er einn þeirra sem hef gagnrýnt Davíð mjög. Ég vildi svo sannarlega ekki skipta við hann um feril núna. Hann á verulega bágt.

Hann einn á samt ekki eins bágt og íslenska þjóðin sem hann knésetti með því sem átti í upphafi bara að vera lítill hrekkur á Glitni.

Ég hef séð ýmsar hamfarir á mínum ferli. Þetta toppar að sjálfsögðu allt og tilfinningin er bara doði og sorg yfir því sem við þurfum að ganga í gegnum og er ekki einu sinni byrjað.

Haukur Nikulásson, 9.10.2008 kl. 08:15

6 identicon

Váá hvað er gott að sjá þetta fullorðna fólk vera rosalega þroskað, dabbi hefur marga Hagfræðinga sem vinna með honum og er það þá alfarið honum að kenna að, Seðlabankinn stýrir ekki lántökum einkarekinna banka

Guðmundur Snorri (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:55

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhanna, það er örugglega margt skrafað og slúðrað, en er ekki bara málið að hann hefur aldrei losnað út úr hlutverki Bubba kóngs, sem hann lék svo eftirminnilegi í uppfærslu Herranætur seint á sjöunda áratugnum.

Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 09:08

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur Snorri, hann hafði engan hagfræðing með sér í drottningarviðtalinu, þegar hann hótaði erlendum lánadrottnum, og þar með ríkisstjórn Bretlands, að við ætluðum að hlaupa frá skuldum okkar eins og verstu kennitöluflakkarar.  Nokkuð sem hann gagnrýndi örfáum sekúndum fyrr í viðtalinu.

Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 10:00

9 identicon

Það þýðir lítið að velta sér upp úr þessu Marínó. Held að þegar "rykið er lagst" og fólk getur séð þetta í frið og ró sér það væntanlegaa að þetta hefði hvort eð er oltið eins og ástandið er/var á alþjóða fjármálamörkuðum. Grundvöllurinn fyrir þessari stærð og umsvifum fjármálastofnanna var of veikur, eftirlitið of slappt og löggjöfin gölluð. Þær staðreyndir eru flestum orðnar augljósar.  Það sem er alvarlegt er þegar bent hefur verið á þetta hefur verið þyrlað ryki í augun á fólki og túlkað sem öfund annara þjóða.

Það að kenna seðlabankanum og DO um þetta er að hengja bakara fyrir smið að mínu mati.  Það er margt sem DO hefði heldur átt að láta ósagt en hann var í þeirri aðstöðu maðurinn að honum hefur fundist hann hefði átt að svara fyrir sig.  Það er ljóst að hluthafar Glitnis og þeir sem hafa vegið að SÍ hafa einnig aukið á þennan grundlora.
Erlendis voru menn fljótir að sjá að þetta var að hrynja við fengum ekki aðstoð erlendis sem við hefðum þurft.  The botton line er að mínu mati þetta hefði gerst nokkrum dögum seinna hvort eð var og hugsanlega hefðu nokkrar óheppileg ummæli og haft áhrif en ég held jafnvel ekki.  Maður gæti haldið það þegar maður les íslenska fjölmiðla en ekki þegar maður les erlenda.

Leiðin áfram er að sýna samstöðu.  Væntanlega er skynsamlegt að lækka vexti núna strax.  Krónan er hvort eð er verðlaus og ekki hæfur gjaldmiðill alþjóðlega.  Ísland kemur aldrei aftur til að verða nein fjármálaþjóð.  Bankarnir fá það hlutskipti að vera einfaldar innlána og útlánastofnanir, þar sem rekstrarkostnaður verður í lágmarki og miðast við þarfir Íslendinga sjálfra. Þetta verður sársaukafullt fyrir marga.  Það er í raun hægt að leggja niður hlutabréfamarkaðinn enda er hann orðinn að engu.
Það þarf að fara í gegnum reglugerðir og hindra að þetta gerist aldrei aftur.  Væntanlega mun DO og GH axla á þessu ábirgð og segja af sér innan skams.
Nýr timi mun renna upp á Íslandi. Tími hagsýna fólksins á gömlu bílunum sem tekur strætó og smyr nesti mun renna upp á Íslandi.  Tími "easy money" og "easy investors" með lánuðu fjármagni er liðinn.  Við erum með þjóðfélag sem er vel rekið, við erum með góða menntun og skuldsetning ríkisins er lág. Framtíðarhorfurnar eru góðar en við höfum nokkur erfið ár fyrir höndum.

Gunn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:23

10 identicon

Afsakaðu prentvillurnar ég ýtti óvart á send takkan hjá mér

Gunn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:29

11 identicon

Dabba "kóng" út úr húsi ekki seinna en í gær. Hann er búinn að stórskaða flest sem hann hefur komið að frá 2005. Hann hóf þetta með árás á vitlausan banka, en ef eitthvað er að marka fréttir var það LÍ sem var í vandræðum en ekki Glitnir. Svo setur hann Kaupþing út á gaddinn í beinni útsendingu.

Hann er hreinlega gangandi stórslys. Hann átti góða spretti, með undantekningum, frá 1982 til 2003 en svo fór að halla hratt undan fæti.

En það fer nú samt svo að þetta mun verða til þess að mikil tiltekt verður í samfélaginu öllu á Íslandi og fjármálum líka.

Og svo verða skrifaðar lærðar bækur um þetta sem kenndar verða í helstu háskólum heims um hvernig á ekki að gera hlutina. Við (þjóðin) gæti kannski átt þar tilkall til höfundarlauna (STEF gjalda). 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:36

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, mér sýnist sem nokkuð margir af þeim sem komið hafa að málum undanfarna daga geti fallið undir þessar lagagrein.  Spurningin er hvort einhver kæri og hvort ríkissaksóknari myndi fylgja þeirri kæru eftir?

Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 13:57

14 identicon

Sæll Marinó,

Ég hvet enn og aftur konur og menn til þess að vera varkárir í tali núna og dæma engann nema hafa til þess nægar forsendur, það er hættulegt sérstaklega á tímum eins og við göngum í gegnum núna.

Margrét (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:43

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Marinó, ég get ekki annað en tekið undir orð Margrétar hér að ofan og biðja menn um að tala varlega. Að sama skapi vil ég taka 100% undir með þér í því sem þú segir í færslu þinni. Það er fyrir löngu kominn tími á Davíð Oddsson og því fyrr sem hann hættir sem Seðlabankastjóri því betra fyrir íslenska þjóð og það slökkvistarf sem ríkisstjórnin er nú að vinna.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.10.2008 kl. 17:41

16 identicon

Það hefði verið betra að fólk væri læst, hér er stunduð kennsla - ólæsis.

Blöðin nánast sorprit, engin les neitt að viti, París Hilton toppurinn.

Íslenskur heimsspekingur sagði að þingmenn okkar væru ólæsir , engin væri munurinn á mann sem kynni að lesa og læsi og þeim sem ekki kynni að lesa.

Heilsíðuviðtal við Jóhannes Norðdal á sínum tíma, var því slegið upp að Ísland hefði fengið lægri vexti fyrir hans orð og undirskrift.

Lýðskrumið fékk fælt hæfasta manninn í burtu vegna Cherokee jeppa.

Réðu siðspilltan forsætisráðherrra í staðinn Steingrím Hermannsson, sem aðeins gat verið við völd í 3 ár. Ísland hefði aldrei átt möguleika á að hann hefði fengið sömu kjör og Norðdal fékk fyrir sín orð, þekkingu og vinskap.

Þeir sem hafa kosið sjálfstæðismenn og Framsókn, þið hafið valið það siðferðisplan sem við erum á. 

isbui (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:13

17 identicon

Sæll Marinó,

Þetta ástand heima er afskaplega sérkennilegt séð utanað og erfitt að sjá hvað er raunverulega að gerast!  Við höfum staðið í miklum búferlaflutningum frá San Antonio til Port Angeles, Washington (konan mín var fædd og uppalin hérna) og þegar við lögðum af stað þann 19. September virtist allt í fullu fjöri.  Núna, 3 vikum síðar er allt í argasta kalda koli ef marka má fréttir og við ekki hálfnuð að taka upp úr kössunum!!!  Einstaklingar og fyrirtæki hafa fallið á stuttum tíma áður, en það að skerið gamla fari beinlínis uppíloft á 3 vikum...  maður er bara orðlaus.  Davíð hefur ekki hagað sér sem best, en mér finnst vera of mikill fnykur af þessu öllu til að hægt sé að skella skuldinni alfarið á hann.  Hann hefur sannarlega ekki bætt ástandið, alveg sammála um það! 

Eftir að hafa fylgjst lauslega með málum heima í gegnum árin þá hefur mér alltaf fundist sérkennilegt hvernig eignamyndun varð í sumum þessum fyrirtækjum.  Það virtist vera að fyrirtæki A keypti fyrirtæki B sem síðan keypti fyrirtæki C.  B selur svo C til A og fyrir söluhagnaðinn kaupir B svo A.  B fer svo á stúfana og kaupir D sem kaupir E o.s.frv.  Oft virstust vera sömu einstaklingar í stjórnum A, B og C og það virtist oft vera sem það væru vafasamar eignir á bak við söluverð og fyrirtæki sem var keypt á X í dag var selt á morgun fyrir 2X vegna þess að salan ein og sér hækkaði verðmætið "over night".  Minnir mig á bók eftir Jeffrey Archer sem ég á og heitir "Not a penny more, not a penny less" 

Vonandi leysist úr þessum ósköpum á einhvern hátt svo sem fæstir tapi, missi vinnuna eða allt sitt. 

Kveðja frá Port Angeles, Washington!

Arnór Baldvinsson

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678219

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband