Leita í fréttum mbl.is

En hvorki talsmaður neytenda eða Hagsmunasamtök heimilanna

Já, þetta er fróðleg upptalning á þeim sem sátu fund um áhrif dóms Hæstaréttar:

Viðskiptaráðherra, bankastjórar viðskiptabankanna, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og aðrir aðilar sem dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lánasamninga sneru að..

Þarna var maðurinn sem vissi árið 2001 að ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 kæmi í veg fyrir að fjármálafyrirtæki gætu boðið upp á gengistryggð lán.  Þarna voru bankastjórar viðskiptabankanna sem hafa undanfarin ár boðið upp á gengistryggð lán.  Í orðanna hljóða virðast forstjórar bílalánafyrirtækjanna hafa verið þarna.  En af hverju var ekki fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna þarna eða talsmaður neytenda?

Hvenær hefur það tíðkast að brotamaðurinn fái að ákveða hvernig hann tekur út refsingu sina?  Ætla stjórnvöld aldrei að læra?  Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent út áskorun á nefndarmenn í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd að sett verði lög, ef ekki næst samkomulag milli fjármálafyrirtækja og hagsmunagæsluaðila neytenda um framkvæmd uppgjörs vegna hinnar ólögmætu gengistryggingar.  Reynslan sýnir að bjargráð stjórnvalda og fjármálafyrirtækja, sem hingað til hafa að mestu verið án aðkomu neytenda, hafa reynst bjarnargreiði.  Hef ég litla trú á að það breytist í þessari umferð, ef viðhafa á sömu vitlausu vinnubrögðin.


mbl.is Fundað um áhrif dóma og óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Talsmaður neytanda á auðvitaða heima á svona fundum. En Hæstiréttur er búinn að taka alla óvissu af meðhöndlun ólöglegra gjaldeyrislána með staðfestingu sinni á dómi Héraðsdóms nr.317/2010.

Fróðlegt verður að fylgjast með máli Sigurðar G. Guðjónssonar, sem hann er með fyrir einstakling vegna forsendubrests og hækkun láns vegna verðtryggingar.

Eggert Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Getur þú sagt mér hvenær farið var að bjóða þessi ólöglegu lán og hvernig á því stendur að ekki var kært fyrr? Ég hef lesið lögin nr. 38 og þar er ekki minnst á svokölluð myntkörfulán en í 10 gr. segir ,,10. gr. Lánastofnunum ber að tilkynna Seðlabanka Íslands um öll vaxtakjör og breytingar á þeim í því formi og með þeim fyrirvara sem Seðlabankinn krefst.'' Hefði seðlabankinn ekki átt að kom í veg fyrir lögleysuna? Er líklegt að fjármálastofnanir hafi boðið áðurnefnd lán vitandi vits að þau voru ólögleg? Og að lokum. Hverjir áttu að koma í veg fyrir að þessi hörmung gæti gerst?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.6.2010 kl. 10:41

3 identicon

Er þetta ekki ein leið?
Þetta þyrfti að vera reiknað betur og af löggildum aðila.
En þetta gæti verið hægt.
Dæmi:
Bréf til SP
Dráttar vextir látnir greiða af bílnum.
Greitt samkvæmt upprunalegum höfuðstól + vextir – dráttarvextir
þangað til að dr.vex. og ofgreitt er reiknað til frádráttar höfuðstóls.

Tók að láni 1.700.000 kr
Átti að greiða 24.000 á mánuði samkvæmt útprentaðri greiðsluáætlun.
Hef ofgreitt um 350.000 kr fyrsti gjaldagi ofgreiddur ber
30 mánaða (2.5 ár)dr.vexti næsti 29 mánuði og koll af kolli.
Þetta eru um 480.000 sem SP skuldar mér nú með seðlabanka 15.5 % dr.vöxtum.
15.5 prósent á ársgrundvelli af 480.000 er um 75.000 kr (lauslega reiknað
er ekki sérfræðingur í svona útreikningum.)
75.000 kr deilt með 12 mánuðum er 6.250 sem mun (þangað til leiðrétting fer fram) ganga upp í mánaðarlegar greiðslur skv. sam.
24.000 kr – 6.250 kr = 17.750 er það sem ég sjálfur mun greiða þangað til að leiðrétting hefur farið fram. Ef engin leiðrétting kemur til mun ég einungis greiða þangað til að ofgreitt + dr.vextir eru jafnhá og það sem eftirstöðvar eru skv. samningi + 1000 kr kaupgjald í lok samnings.
Þarna hef ég þá uppfyllt allan samningin og er orðin eigandi bílsins.

Ef lánafyrirtækin halda þessari lögleysu áfram þarf eitthvað svona að koma til.

Kveðja Gunnar Ársæll

Gunnar Ársæll (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Billi bilaði

Ben. Ax.: Lestu pistlana hans Marínó hér eitthvað aftur í tímann, og þá kemstu fljótlega að því hvernig málið snýr.

ES: Og nú hvetur Már Guðmundsson seðlabankastjóri til lögbrota. Fuss.

Billi bilaði, 23.6.2010 kl. 13:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vika síðan dómur féll og strax eru stjórnvöld að hamast við að finna lausn á þeirri óvissu sem fjármálafyrirtækin eru í. Sem væri kannski allt í lagi ef það væri í einhverju samræmi við aðgerðir vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í fjármálum allra íslenskra heimila haustið 2008. Það ætti því að vera öllum ljóst fyrir hverja fjórflokkurinn er að vinna og það er ekki almenningur. Eitthvað til að hafa í huga næst þegar gengið verður til kosninga!

Ben. Ax.: bitastæðustu hlutarnir í lögum um vexti og verðtryggingu eru 13. og 14. gr. og ekki síst athugasemdir löggjafans við þær greinar í frumvarpinu. Þar stendur skýrum stöfum að við gildistöku laganna verði tenging fjárskuldbinginga við dagsgengi erlendra gjaldmiðla óheimil, og rétt sé að taka af allan vafa þar að lútandi. Einnig er fróðlegt að lesa umsögn Samtaka Fjármálafyrirtækja um frumvarpið, þar sem þessi skilningur á túlkun laganna er staðfestur af þeirra hálfu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband