Mig langar að birta hér fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna viðbragða fjármálafyrirtækja við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán auk leiðbeininga til lántaka.
---
Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum
heimilanna vegna gengistryggðra lána
Hagsmunasamtök heimilanna hvetja allar lánastofnanir, sem veitt hafa lán er gætu fallið undir dóma Hæstaréttar nr. 92/2010 og 153/2010, að stöðva allar innheimtuaðgerðir vegna þeirra lána hvort heldur þau voru veitt til einstaklinga eða fyrirtækja. Að minnsta kosti skal takmarka innheimtu við upphaflega greiðsluáætlun, þ.e. án allra breytinga á gengi.
Forráðamenn fjölmargra fjármálafyrirtækja hafa komið fram í fjölmiðlum, lýst lán síns fyrirtækis vera öðruvísi en þau lán sem fjallað var um í dómum Hæstaréttar og dómana því ekki ná til þeirra. Samtökin furða sig á þessum yfirlýsingum, þar sem dómar Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir varðandi ólögmæti gengistryggingar. Í dómsorði með dómi nr. 153/2010 segir m.a.:
..Talið var að vilji löggjafans kæmi skýrlega fram í því að í orðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 væri eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar væri ekkert rætt um þær tegundir sem óheimilt væri að beita. Lög nr. 38/2001 heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá væru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum.
Hagsmunasamtök heimilanna geta ekki skilið þessi dómsorð á nokkurn annan hátt, en að öll lán þar sem höfuðstóll lánanna er tilgreindur í íslenskum krónum hvað sem varðar aðra útfærslu á lánssamningum teljist skuldbinding í íslenskum krónum. Um þetta verður vafalaust deilt, en þar til úr þeim deilum hefur verið leyst, þá skal túlka samninginn neytandanum í hag. Kemur þetta skýrt fram í tölulið b í 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, sem hljómar svona:
[Regla 2. málsl. 1. mgr. gildir ekki þegar aðilar eða stofnanir sem hafa það hlutverk að vernda neytendur geta gripið til aðgerða samkvæmt landslögum til að fá úr því skorið hvort samningsskilmálar sem ætlaðir eru til almennrar notkunar séu ósanngjarnir.]1)]2)
1)L. 151/2001, 1. gr. 2)L. 14/1995, 3. gr.
Lögin segja hér beinum orðum að vafi skuli vera túlkaður lántaka í hag. Hagsmunasamtök heimilanna gera þá kröfu til fjármálafyrirtækja að bókstafur laganna sé virtur. Hafa skal í huga að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 var innleitt í íslensk lög til að uppfylla tilskipun 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Hér er því um samevrópskar reglur að ræða.
Burt séð frá öllum lagalegum atriðum, þá liggja bæði siðferðisleg og viðskiptaleg sjónarmið fyrir því að innheimtu lána sé frestað eða takmörkuð við upphaflega greiðsluáætlun. Viðskiptasamband fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra hefur beðið verulegan hnekki með dómum Hæstaréttar. Fjármálafyrirtækin hafa mörg sýnt viðskiptavinum sínum ótrúlega óbilgirni og á síðustu dögum fyrir dómsuppkvaðningu, þá gekk sú harka fram úr hófi. Nú telja Hagsmunasamtök heimilanna komið að því að fjármálafyrirtæki taki nokkur skref til baka og hugsi sinn gang. Hvert er það viðskiptasamband sem fyrirtækin vilja hafa við viðskiptavini sína og hvernig geta þau bætt fyrir þann skaða sem þau eða forverar þeirra hafa valdið viðskiptavinum sínum með ólöglegum lánveitingum, ólöglegum innheimtum og ólöglegum aðförum að ekki sé talað um aðra og alvarlegri þætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja annarra Hæstaréttardóma sem kveðnir voru upp 16. júní 2010, þ.e. dóma nr. 347/2010 og 315/2010, benda á að lántaki getur skaðað stöðu sína með fyrirvaralausri stöðvun greiðslu af lánum án þess að sannanleg samskipti séu í gangi milli lántaka og lánveitanda. Í fyrra málinu hélt lántaki lánveitanda vel upplýstum um gerðir sínar, tilgreindi ástæður og gaf þannig lánveitanda færi á að bregðast við. Hæstiréttur dæmdi lántaka í hag. Í síðara málinu var greiðslu hætt án fyrirvara og án þess að lánveitanda væri gefið færi á að koma með viðbrögð. Þetta varð til þess að Hæstiréttur dæmdi lánveitanda í hag. Lánveitandi var sá sami í báðum tilfellum. Samtökin vilja því brýna fyrir lántökum að tilkynna lánveitanda um ástæðu greiðslustöðvunar, komi til hennar, eða breytingu á greiðslutilhögun, s.s. að takmarka hana við upphaflegu greiðsluáætlun.
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa að lokum yfir vilja samtakanna til að koma til viðræðna við fjármálafyrirtæki og stjórnvöld um hvernig leysa megi skuldavanda heimilanna. Dómar Hæstaréttar frá 16. júní sýna að málflutningur samtakanna varðandi gengistryggð lán var á rökum reistur. Samtökin eru jafn sannfærð um að málflutningur þeirra varðandi verðtryggð lán er byggður á traustum grunni. Samtökin gera sér grein fyrir að vandi allra verður seint leystur með almennu samkomulagi, en sértæk skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun mun nýtast mörgum af þeim sem eftir standa. Skora þau því á fjármálafyrirtækin og stjórnvöld að koma til viðræðna við hagsmunaaðila á neytendahliðinni um það hvernig sé hægt að leysa skuldavanda vel flestra heimila í landinu öllum aðilum til hagsbótar.
Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 1681500
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er eiginlega bara bráðfyndið að horfa upp á forsvarsmenn fjármálastofnana þessa dagana. Guðni Rúnarsson toppar svo niðurlæginguna með áköllum til ríkisvaldsins að höggva á hnútinn. Vandamálið er að það er enginn hnútur! Það er í mesta lagi slaufa og við vitum öll hvernig á að leysa slaufur.
Flest allir lögfræðingar eru sammála um hvað dómurinn þýðir nema þeir lögfræðingar sem fá borgað fyrir að vera á öðru máli. Dómurinn liggur nefnilega nokkuð skýrt fyrir og spurningin er mestmegnis um framkvæmdina á leiðréttingunni.
Ef forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá svona marga hnúta afhverju hafa þeir þá ekki samband við þá sem hafa unnið fyrir neytendur og vinna að málinu með þeim? Vonast þeir kanski eftir að fá betri niðurstöðu hjá stjórnvöldum?
Séra Jón (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 09:42
Marinó - mætti biðja þig, heimilin.is eða Guðmund Andra að birta staðlað bréf – sem allir geta sótt og sent fjármálafyrirtækjunum sem þeir skipta við – til þess að fólk sé dekkað inn fyrir ásmurðum innheimtukostnaði og aðförum?
Og ein fróm ósk: Mætti ég biðja alla að standa saman um að sækja okkar rétt núna – ekki bíða þar til einhverjir sem ganga bara erinda andskotans hrifsa hann af okkur – einu sinni enn.
Gerum það – ég bið ykkur.
Þórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 10:39
Mig langar að benda á, að samkvæmt íslenskum rétti, þá gildir sú regla að allt sé óbreytt sem ekki er breytt með dómi. Dómurinn breytti gengistryggingarákvæðinu og engu öðru, það þýðir að allt annað er óbreytt. Að halda því fram að þetta sé óljóst er aumingjalegur útúrsnúningur lögfræðinga sem halda að þeir geti gert upp fáfræði.
Marinó G. Njálsson, 22.6.2010 kl. 16:05
ég vil birja á að hrósa þér Marinó, ég fylgist oft með því sem hér fer fram og er það yfirleitt sett fram á mannamáli, en eftir að dómur féll í lánamálunum velti ég fyrir mér hvenær næsti tímapunkur verður þ.e. verður þessu velt afram í fjölmiðlum þangað til að allir eru komnir með ógeð og helmingi fleirri farnir á hausinn eða er eitthver frestur?.
mér finnst vanta að fólk standi meira saman og láti ekki valta yfir sig meira. Kv. Eyjólfur.
Eyjólfur Þ.Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.