Leita í fréttum mbl.is

2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?

Eftir hinar miklu hamfarir í haust er löngu orðið tímabært að huga að uppbyggingunni.  Spurningin er hvernig uppbyggingu viljum við, hvert er það samfélag sem viljum hafa í stað þess sem brást okkur svo hrapalega?  Mig langar að opna hér fyrir umræðu og hvet alla sem hafa einhverjar tillögur að setja þær hér inn.

Svo ég byrji, þá vil ég í stórum dráttum að við endurvekjum gamaldags félagshyggju, þar sem samtryggingarhugsunin verði mikilvægust.

Ég vil sjá uppstokkun í hinu pólitíska flokkakerfi og aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds.  Ég vil sjá takmörkun á þeim tíma sem einstaklingar geta gengt embætti ráðherra og setu á Alþingi.  Ég vil sjá virkara lýðræði og möguleika fólks til að kjósa hvort heldur lista eða einstaklinga.  Ég vil sjá menn taka pólitíska ábyrgð með því að víkja úr embættum sínum verði þeim eða þeim sem undir þá heyra á í messunni.

Ég vil sjá faglega stjórnun hvort heldur í Seðlabanka, ráðuneytum eða öðrum opinberum embættum.

Ég vil sjá allsherjar endurskoðun á regluverki tengt fjármálamarkaði, kauphöll, verðbréfaskráningu, fyrirtækjalöggjöf, ábyrgð eigenda og stjórnenda, o.s.frv.

Ég vil sjá að hagsmunir heimilanna verði varðir af ekki minna afli en hagsmunir fyrirtækjanna.

Ég vil sjá að hagsmunir öryrkja og aldraða verði varðir.

Ég vil sjá verðtrygginguna afnumda af húsnæðislánum og vaxtaþak við 10% sett á þá vexti hægt er að krefjast af öllum lánum.

Það er margt annað sem ég vil sjá gerast á nýju ári, en nú væri gaman að sjá hvað aðrir segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Alvöru Hátekjuskattur.  Eignaskattur.  Geta kosið um menn og málefni, ekki pakkadílana sem flokkunum þóknast að láta okkur fá.  Vil geta haft mitt að segja um stærri mál.  T.d. Kárahnjúkar, eða stækkanir á öllum álverunum, eða nýjar virkjanir, eða (svo ég tipli á viðkvæmt efni) miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði.

Ég vil sjá takmörk á því hvað sami einstaklingur getur setið lengi í sama stjórnarstólnum.  Þó það kunni að hljóma asnalega, þá vil ég tímamörk á hvað hver flokkur (að því gefnu að gamla flokkakerfið haldi áfram) geti setið við stjórn.  T.d. ... er það rökrétt að D listinn eigi að sitja við stjórnvölinn í 17 ár?  18?

Ég vil að fólk verði ráðið eftir því hvort það er hæft eða ekki.  Ég vil *EKKI* að flokksskírteini ráð för.  Gott og augljóst dæmi eru skipanir hæstaréttardómara undanfarið.

Kynjajafnrétti bæði í orði og á borði.  En ég vil ekki sjá "jákvæða mismunun".  Ég vil einfaldlega að hæfari/hæfastur einstaklingur af þeim umsækjendum, A, B, C, D, .... sem sóttu um, fái stöðuna.  

Ísland er lítið land.  Getum við slitið hagsmuna tengslin í sundur?  "Ég þekki mann sem þekkir mann sem gæti sinnt þessari stöðu *blikk blikk*"

Ég vil opnara bókhald stjórmálaaflanna... ég vil vita í raun og veru fyrir hverja þau eru að vinna.  Ég vil vita hvort og þá hvaða lobbýistar eru að borga hvað mest inn í flokkana.

Þetta... held ég að sé ágætis byrjun.  Er þetta nóg?  Ég veit það ekki.

Já, kannski eitt enn.  Ég vil gamla liðið burt. Liðið sem fór með okkur á þennan stað sem við erum á núna.  Ég vil endurnýjun og uppstokkun.

Einar Indriðason, 4.1.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já ég er bara sammála þér Marinó. Nú vantar bara stjórnmálamenn sem eru sammála okkur.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 19:03

4 identicon

Sæll Marínó - sammála að löngu er orðið tímabært að fara í uppbygginguna og þá eru þessi atriði sem þú telur fram mjög góð, engu að síður er eitt atriði sem ég vildi sjá gerast og það er varðandi kvótann - ég vildi sjá kvótann tekinn af sægreifunum (við eigum hann jú öll) og að honum sé deilt niður á sveitafélögin umhverfis landið og þau sjái um útleigu hans á ársgrundvelli, hugsanlega að þau geti sett inn í leigusamninga ákvæði varðandi vinnslu aflans í heimabyggð.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Offari

Ég vill að baðkör verði lögleidd í hverju húsi. Það er fáranlegt að menn leggi aleigu sína og gott betur en það í hús sem hefur ekki baðk ar.  Annars vill ég helst losna við spillingu og hagsmunapólitík.

Offari, 4.1.2009 kl. 21:15

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó og gleðilegt nýtt ár.

Mikið er ég ánægð að sjá það að einhver er tilbúinn að horfa fram og skoða leiðir til uppbyggingar.

Ég vil fá nýjan gjaldmiðil og helst ganga til liðs við aðrar Evrópuþjóðir

Ég vil að samið verði skilvirkt og traust regluverk um fjármálaviðskipti sem veitir það gott aðhald að ekki komi til við líka kollsteypu og við höfum upplifað.

Ég við sjá hér frjálslynda jafnaðarstefnu sem byggir á vönduðu félagskerfi sem heldur utan um alla þætti sem varða þá sem eiga af einhverjum orsökum undir högg að sækja.

Að málefni fjölskyldna og ekki síst barna verði sett í algjöran forgang. Að sveitarstjórnarstigið verði eflt enn frekar (mun stærri einingar en KM leggur til) og nærþjónusta verði flutt enn frekar til þeirra ásamt fjármagni.

Að sett verði lög um hámarks eignarhlut einstakra aðila í fyrirtækjum í almannaþjónustu. (bankar, fjölmiðlar o. s. frv.)

Að eignarkvótinn verði innkallaður í tengslum við endurskipulag og uppstokkun í bankakerfinu. Kvótinn verði síðan leigður út til eins árs í senn.

Að stjórnun fiskveiða verði endurskoðuð og skilið á milli vistvænni veiða (kókar og net þar sem heimildir verið rýmri) og togveiða þar sem verið er að tala um sitt hvorn hlutinn.

Að gerð verði heildar endurskoðun á kosninga fyrirkomulagi til alþingingis. Kosið verði sérstakt stjónlagaþing sem geri tillögur að breyttri kjördæma skipan og kosninga fyrirkomulagi. Að sú tillögugerð verði ekki í höndum stjórnmálaflokka eins og verið hefur. Þar innifalið verða tillögur um lengd þingsetu, fyrirkomu á vali ráðherra.

Að gerð verði heildarskoðun á aðdraganda og öorsökum hrunsins.

Ekki meira í kvöld, þær gráu eru orðnar þreyttar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 37
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 345
  • Frá upphafi: 1680483

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband