Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægast að varðveita störfin

Ég var að hlusta á Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls, þar sem hann fékk nokkuð mikinn aðgang að forsætisráðherra þjóðarinnar.  Það var fjölmargt áhugavert í viðtalinu og gaman að sjá Geir í þessu ljósi í stað þess atgangs sem hefur verið í kringum hann undanfarnar vikur.

Það var tvennt í þessu viðtali, sem mig langar að minnast á.  Hið fyrra eru ummæli aðstoðarkonu hans að Geir kunni ekki að segja ósatt.  Það er alveg með ólíkindum að manneskjan segi þetta, þar sem blessaður maðurinn er búinn að vera að ljúga þjóðina svo fulla undanfarnar vikur að það væri efni í langa grein að rifja það allt upp.

Hitt atriðið eru ummæli Geirs um að mikilvægast sé að tími atvinnuleysis eins stuttur og hægt er. Ég get alveg tekið undir að mikilvægt sé að fólk verði ekki lengi á atvinnuleysisskrá.  Það sem mér finnst aftur mikilvægast, er að varðveita störf fólksins.  Að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að fólk missi vinnuna.  Ég vil frekar að fyrirtækjum fái greitt ígildi atvinnuleysisbóta eða hluta þeirra fyrir að hafa fólk í vinnu, en að greiða fólki fyrir að hafa ekki vinnu.  Ég geri mér grein fyrir að því að hægt er að misnota þetta, en það er betra að nokkrir misnoti þetta, en að hér verði stór hópur fólks atvinnulaus sem þyrfti ekki að vera það ef fyrirtækjum væri veittur réttur stuðningur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir vill að tími atvinnuleysis verði sem stystur. Ef Geir meinti eitthvað með því væri hann ekki löngu búinn að gera eitthvað í því að lækka vexti í landinu?

Það getur verið varasamt að greiða fyrirtækjum ígildi atvinnuleysisbóta, vegna þess að það jafngildir því að hið opinbera sé að nota neyð atvinnulausra til að færa fyrirtækjunum ódýrt vinnuafl á silfurfati. Svona nokkurs konar atvinnubótavinna og lögleiðing þrælahalds.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel mig þekkja nokkuð vel til varðandi Vinnumálastofnun og vinnubrögð þar. Ef atvinnurekandi fær starfsmann í gegnum vinnumiðlun, er gerður um það sérstakur samningur og þar kemur meðal annars fram hver launakjör viðkomandi skulu vera að lágmarki.

Utanumhald þessara mála er orðið það gott í dag að allt tal um þrælahald er útí loftið. Það er hins vegar svartavinnan og hin svokallaða gerviverktaka sem er varasöm.

Þar er starfsmaður að semja beint við vinnuveitandann, sem gjarnan notar þau falsrök að hann sé að borga betur en þeir sem gefa allt upp.

Ég og margir aðrir starfsmenn stéttarfélaga og Vinnumiðlana, höfum séð skelfileg dæmi um fólk sem búið er að vinna á "svörtu" í svo og svo langan tíma.

Þetta fólk er búið að fyrirgera  öllum rétti sínum, bæði hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun og  hefur ekki í önnur hús að venda en að leita til síns sveitarfélags og hjálparstofnana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband