Leita í fréttum mbl.is

Á hverju munu Íslendingar lifa?

Við stöndum frammi fyrir því að enn ein tilraunin í atvinnusköpun og verðmætaaukningu hefur runnið út í sandinn.  Á undan hafa farið síldin, loðdýrarækt, fiskeldið, rækjuveiðin og nú síðast bankakerfið.  Vafalaust mætti telja fleiri gullkálfa, en ég læt þessa duga.  Allt hefur þetta fallið vegna fyrirhyggjuleysi þeirra sem voru í þessum atvinnugreinum. Menn hugsuðu að þetta hlyti bara að ganga, þar sem útlendingum hafði heppnast að láta þetta ganga.  En annað kom á daginn.  Það er eins og í öllu þessu hafi gleymst að sígandi lukka er best. (Sígandi lukka þýðir hófsemi.)  Það er líklegast stærsta vandamál okkar Íslendinga, að við erum alltaf að leita að töfralausnum og þegar við teljum okkur hafa fundið þær, þá á að taka heiminn með trompi.  Minnimáttarkomplexar okkar eru svo ríkjandi, að við getum ekki sætt okkur við neitt annað, en að geta slegið þeim bestu við.  Garðar Hólm er út um allt í okkar samfélagi.  Menn sem eru á fullu að sannfæra okkur hvað þeir eru frægir og stórir úti í heimi, þegar í reynd þeir eru bara litlir karlar.

En þetta innlegg átti ekki að fjalla um það sem mistókst, nema í þeim tilgangi að við gætum lært af því.  Spurningin er aftur: á hverju við Íslendingar munum lifa í framtíðinni?  Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtæki og starfsemi í okkar litla landi sem gætu hjálpað okkur við að byggja upp nýtt Ísland.  Þetta eru fyrirtæki sem hafa skapað okkur útflutningstekjur undanfarin ár en eru ekki alltaf talin upp í því samhengi eða eru minna áberandi en stóriðjan, sjávaraútvegurinn, fjármálastarfsemin, Actavis,  Marel og Össur.  Listinn er tekinn saman af Róland R. Assier,sem m.a. kennir við Leiðsöguskólann, og er fenginn úr námsefni í áfanganum Atvinnuvegir 101.  Vona ég að Róland sé ósárt um að ég birti þessar upplýsingar hér.  Tekið skal fram að listinn miðar með fáum undantekningum við hlutina, eins og þeir voru við lok síðasta árs. Hugsanlega hafa því fyrirtæki hætt starfsemi, sem eru á listanum, og önnur bæst við sem ættu að vera þar.  Það væri gott, ef lesendur bloggsins eru til í að bæta við fleiri aðilum sem skapa þjóðinni útflutningstekjum.  Athugið að ferðaþjónustan telst ekki til fyrirtækja með útflutningstekjur, þó vissulega séu gjaldeyristekjur greinarinnar miklar (sjá nánar neðst).

Iðnaðarvörur:

  • Fiskvinnsluvélar og vélar
    • Skaginn
    • Traust
    • 3 X Stál
    • Klaki
    • Mesa
    • Landsmiðjan
    • Vélfag
    • Formax
    • Samey...
  • Kæli- og frystibúnaður
    • Celcíus
    • STG
    • Kælikerfi
    • Frost
    • Optimar
  • Búnaður til fiskveiða 
    • Hampiðjan/J. Hinriksson
    • Netagerð Vestfjarða
    • Fjarðarnet
    • DNG sjóvélar
  • Bátasmiðjur:
    • Trefjar
    • Bátasmiðja Guðmundar
    • Ósey
    • Mótun Bátastöðin Knörr
    • Seigla
    • Samtak
    • og fleiri og fleiri
  • Plastiðnaður
    • Sæplast
    • Borgarplast
    • Reykjalundur
    • Set
  • Umbúðir og prent
    • Plastprent
    • Kassagerðin
    • Oddi

 Hugvit og hátækni:

  •  Hátækni
    • Vaki
    • MarOrka
    • Ecoprocess
    • Hafmynd
    • Fjölblendir
    • Stjörn-Oddi
  • Framleiðslutækni
    • Íslenska lífmassafélagið
    • Icelandic Green Polyol
    • Límtré
    • Alur
    • MT-bílar
    • PetroModel
  • Líftækni, lyf og heilsu- og snyrtivörur
    • Saga Medica
    • Orf líftækni
    • Primex
    • Norður ehf.
    • NorðurÍs
    • NimbleGen Systems Iceland
    • Ensímtækni/Zymetech
    • Ísgel
    • Lífeind
    • Lýsi
    • Móðir Jörð
    • Blue Lagoon
    • Iceherbs
    • Purity Herbs
    • Prokaria
    • Genís
  • Lækningartækni
    • Medcare-Flaga
    • Kine
    • Viasys Healthcare
    • Oxymap

Upplýsingatækni

  • Hugbúnaður, hugbúnaðar- og margmiðlunarþróun
    • Hugbúnaður fyrir sjávarútveginn og matvælavinnslu
    • Hugbúnaður fyrir stórmarkaði og stórverslanir
    • Hugbúnaður fyrir heilbrigðisgeirann
    • Hugbúnaður fyrir hitaveitukerfi
    • Hugbúnaður fyrir hernað
    • Hugbúnaður fyrir miðlun stafræns efnis
    • Ljósleiðaranet
    • Samskiptalausnir
    • Skjalastjórnun, stjórnun viðskiptatengsla
    • Öryggiskerfi
    • Tölvuleikir
    • Margmiðlun o.fl.
    • EJS International, Marel, Flaga, Hugur, Industria, Hugvit, Memphis, Kögun, Taugagreining, Gagarín, Menn og mýs, Mentor, Landsteinar Strengur, 3-plus, OpenHand, Caoz, CCP, Track-Well o.s.frv.

Fatnaður:

  • Vinnufatnaður
    • 66°N/Max
    • Trico
  • Tískufatnaður
    • Sportey
    • Nikita
    • 66°N
    • Zo-on
    • Cintamani
    • Spakmannspjarir
  • Annað
    • Ullarlopi, ullarband
    • Víkurprjón
    • Ístex
    • Glófi
    • Loðskinn
    • Sjávarleður

Drykkjavörur

  • Vatn
    • Icelandic Glacial
    • Icelandia PLC
    • Iceland Water
    • Glacier World 

Við þetta má svo bæta sjávarútvegi, stóriðju, fjármálastarfsemi, Marel og Össuri.

En gjaldeyristekjur verða ekki bara við útflutning.  Einn er sá vettvangur sem skapar miklar gjaldeyristekjur en það er ferðaþjónustan.  Þar gnæfa flugfélögin, Icelandair og IcelandExpress, upp úr, en í það heila voru gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 50 milljarðar á síðasta ári, saman borið við 80 milljarða af útflutningi áls og 128 milljarða vegna útflutnings sjávarafurða.

Veiking krónunnar á þessu ári mun hafa mikil áhrif til hækkunar á útflutnings og gjaldeyristekjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað varð um Færsluna Breytingar á tryggingarsjóði innistæðueigenda?

Þetta var afar fróðleg færsla. ;)

Sævar Finnbogason, 25.10.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sævar, það var staðreyndavilla í henni, þannig að mér fannst rétt að fjarlægja hana.

Marinó G. Njálsson, 25.10.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú greinir vandamálið vel. Bjargast einhvern veginn á ekki að vera í orðabók atvinnurekandans.

Ágætt að þú feitletrar gæti í þessum lista yfir fyrirtæki sem gætu verið bjargvættar. Á það ekki að stjórnast af hinni alræmdu ósýnilegu hönd markaðarins, þrátt fyrir allt?

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jú, Theódór, það verður víst markaðurinn sem ræður að lokum.  En til þess að góð fyrirtæki fá athygli á markaðnum, þá þurfum við að hjálpa þeim að verða sýnileg með því að aðstoða þau í þróunar- og markaðsstarfi sé það á annað borð vilji þeirra.  Ríkisvaldið getur gert það með skattaívilnunum, stuðlað að lækkun raforkuverðs og síðan með beinum styrkjum, en það má ekki gera það með inngripi.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála, það þarf að styðja við frumkvöðlastarfsemi. Reyndar er Nýsköpunarsjóður og fleiri stofnanir að vinna ágætt starf, en alltaf hægt að gera betur.

Hvað skattaívilnanir varðar er oft gríðarlegur uppbyggingarkostnaður fyrstu árin hjá fyrirtækjum í þróunarstarfsemi, þar með enginn hagnaður til að skattleggja og kostnaðurinn nýtist síðar sem tap á móti framtíðarhagnaði. Ertu að tala um meiri skattaívilnanir en það?

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Skattaívilnanir geta t.d. falið í sér niðurfellingu tryggingargjalds sem er rúmlega 5% af greiddum launum og hlunnindum til starfsmanna, eða niðurfellingu stimpilgjalda.  Bara tvennt sem kemur upp í huga mér hér og nú.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 01:15

7 identicon

Sæll  Marinó,

Þú gleymir einu og það er hugvit á sviði verkfræði s.s. eins og t.d. jarðhitavirkjanir og jarðskjálftahönnun. Ekki má svo gleymla því að arkitektar okkar horfa fram á mikið samdráttrarskeið og þó þeir séu kannski ekki þeir allra mest listrænu í þessum heimi þá eiga þeir möguleika á að sækja verkefni út fyrir landssteinana. 

Og hvað með þann möguleika á að garðyrkjubændur fengju raforku á stóriðjuverði a.m.k. yfir vetrartímann. Þá væri möguleiki á að minnka innkaup á erlendu grænmeti og þess í stað að reyna að selja eitthvað af því (umfram framleiðsla) til t.d. Færeyja og mögulega Danmerkur eða annara nágranna okkar sem ekki geta ræktað þetta sjálfir yfir vetrartímann.

Núna verða menn að leita allra leiða í gjaldeyrirsöflun og atvinnusköpun og eins og þú sagðir "stígandi lukka er best". 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 07:06

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, ég var svo sem ekki að gleyma neinu heldur fyrst og fremst að nefna þá sem minna fer fyrir og eru í atvinnuuppbyggingu hér á landi.  Ég á nokkrar blaðsíður í viðbót af verkfræðistofum og ráðgjafarfyrirtækjum sem eru í hönnun og byggingarstarfsemi erlendis, veita ráðgjöf í hinu og þessu, reka fyrirtæki erlendis, fyrir utan að nefna öll þau tækifæri sem við höfum til að draga úr innflutningi sem því að hlúa að innlendri framleiðslu fyrir innlendan markað, samanber það sem þú nefnir um garðyrkju.

Annars hef ég lengi haft áhyggjur af því, að við séum að missa mikla tækniþekkingu úr landi og séum orðin allt of háð innflutningi.  Þetta er nokkuð sem við verðum að fara að skoða og meira að sjáfbærni þjóðfélagsins.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 12:14

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég bendi á að nútíma rækjuvinnsla nýtir hátækni, er þróaður iðnaður með mikla fjárfestingu og bundna reynslu. Af tugum vinnslna eru 5-6 eftir sem eru mjög samkeppnishæfar við aðrar í bransanum, þannig að framtíðin er björt fyrir þær vinnslur. Afraksturinn er heilmikill fyrir bæjarfélögin og þjóðarbúið.

Ívar Pálsson, 26.10.2008 kl. 18:05

10 identicon

Er verið að lesa undir próf?  Á ekki að tilgreina heimildir Rolands Assier í lok svona pistils?    Baráttukveðjur

Mundi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:53

11 identicon

Takk kærlega fyrir þessa færslu, þetta hjálpar mér í atvinnuleitinni. Maður verður jú að vita hvaða fyrirtæki eru inn á starfsviði manns til að geta átt einhverja möguleika á vinnu.

Anna

Anna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:26

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mundi, já, það er verið að lesa undir próf (eins og þú veist). Nú þegar vísað er í heimildir og maður hefur ekki lesið frumheimildina, þá getur maður ekki vísað í hana, þó svo að Róland geti þeirra skilmerkilega.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband