Leita í fréttum mbl.is

Tillögur talsmanns neytenda

Mig langar að vekja athygli á tillögum talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar, um þessi mál, en þær er auðvelt að útvíkka þannig að þær nái til verðtryggðra lána.  Talsmaður neytenda setur fram fjórar tillögur sem hér segir í grein sem birt var á vefsvæði hans 7. október:

  • Gengi erlendra lána verði fest varanlega í tiltekinni gengisvísitölu sem samrýmist meðallangtímagengi sem neytendur hefðu mátt vænta við lántöku.
  • Þau lán sem um ræðir verði tekin inn í Íbúðalánasjóð sem samkvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið, sbr. ummæli viðskiptaráðherra á www.dv.is í morgun.
  • Gengistryggð lán verði yfirtekin á tilteknu gengi til bráðabirgða en hinn hluti lánsins frystur þar til betur árar.
  • Greiðslubyrði lána verði fastsett tímabundið í tiltekinni krónutölu miðað við ákveðna gengisvísitölu.

Það er lítill vandi og líklega skynsamlegt að annað hvort tengja gengisvísitöluna á einhvern hátt við vísitöluneysluverðs eða klippa af vísitöluuppfærslu verðtryggðra lána.

Annars held ég að leysa megi bæði málin í einu með því að fara leið 3, sem er jafnframt leið sem ég hef lagt til og hafði talsmaður neytenda reyndar samband við mig til að fá nánari skýringu á henni.  Er hún sett þarna fram í einfaldaðri mynd.  Í fullri lengd (en þó ekki að fullu útfærð) þá gengur tillaga mín út á eftirfarandi:

  1. Íbúðalánasjóður yfirtekur lán að fullu hjá banka, sparisjóði eða lífeyrissjóði samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnar.
  2. Fundið er viðmiðunargengi/vísitala, sem láni er stillt í, fyrir lántakanda að greiða.
  3. Upphæð sem verður afgangs er sett til hliðar og geymd.
  4. Lántakandi greiðir af sínum hluta lánsins eins og áður og tekur þaðan í frá á sig vísitölu- eða gengishækkanir eða nýtur vísitölu- eða gengislækkana.
  5. Verði annað hvort mjög mikil styrking á krónunni/verðhjöðnun eða mikil kaupmáttaraukning, þá tekur lántakandi á sig stærri hluta lánsins.
  6. Stofnaður verði sjóður sem renna í einhverjir X milljarðar á ári, t.d. af fjármagnstekjuskatti eða söluandvirði bankanna þegar þeir verða seldir, og hann notaður til að afskrifa þann hluta lánanna sem er geymdur.
Auðvitað er þetta ekkert annað en niðurfærsla höfuðstóls, en þó með þeim formerkjum að ekki er um endanlega niðurfærslu að ræða.  Hugmyndin var fyrst sett fram, þegar talið var að Landsbankinn og Kaupþing myndu standa storminn af sér, þannig að á þeim tímapunkti var gert ráð fyrir að bankar myndu greiða í sjóðinn.  Þar sem ekki er einu sinni vitað hverjir standa þennan storm af sér, þá er einfaldara að nota fjármagnstekjuskatt í þetta eða söluandvirði bankanna.
mbl.is Jafnræði milli lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk aftur, Marinó, fyrir þínar hugmyndir og þessa útfærslu. Ég verð í morgunútvarpi RÚV 1 í fyrramálið og fer yfir sjónarmiðin að baki og kannski að einhverju leyti mögulega valkostir.

Gísli Tryggvason, 9.10.2008 kl. 18:17

2 identicon

Sæll Marinó.

Taktu nú svona bara til "gamans" og reiknaðu úr mismuninn á gengistryggðu láni og "venjulegu" íslensku vísitöluláni.

Og til að það komi reglulega illa út fyrir gengislánið skulum við hafa tekið það um mitt ár 2007 og hafa það t.d 20 millur og 50/50 í jeni og sviss franka. Síðan skulum við setja inn hvað við teljum að gengið veikist um að meðaltali á ári næstu 25 árin segjum 3% (ATH gerir um 75% á þessum tímabili ) eða höfum það bara 4% þannig að krónan falli um 100% og síðan skulum við setja hvað við höldum að verðbólgan verði. Eigum við að vera hófstilt og segja 4% (ha ha ha) hvað kemur út úr þessum útreikningi?

Takk fyrir málefnalega umræðu.

Kv Eiríkur

Eiríkur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eiríkur, ég get alveg sannfært þig um að ég hef reiknað þetta allt fram og til baka.  Það er meira að segja innlegg hérna frá því um daginn, þar sem ég ber saman þessa kosti.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2008 kl. 02:09

4 identicon

Hafði ekki séð þessa grein enn hún er góð.

Mitt innlegg var að benda á að ráðamenn tala um að gera eitthvað fyrir það fólk sem er með myntkörfulán enn tala ekki um hina sem að vissuleg eiga heldur betur eftir að finna fyrir þessari miklu verðbólgu. Og eins og þú bendir réttilega á í þinni grein þá er til lengri tíma litið mun dýrara að taka verðtrygð lán. Hef fundist eins og að þeir sem eru með gengistrygð lán vilji að þeir fá aðstoð í formi afsláttar eða bóta sem að þeir þurfi ekki að greiða fyrir.  

Kv Eiríkur

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband