6.10.2008 | 00:06
Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
Jæja, það á ekkert að gera fyrir krónuna. Látum vera að bankarnir eigi að bjarga sér sjálfir, en það er nokkuð ljóst að koma þarf til móts við almenning. Þá sem eru með gríðarlega greiðslubyrði eftir hamfarir síðustu 7 mánaða. Það er mín skoðun að best sé að gera það í gegnum vaxtabótakerfið. Mig langar að leggja hér fram nokkrar tillögur:
Í fyrsta lagi að hækka hámarksvaxtabætur umtalsvert. Þess vegna í 1.000.000 kr. fyrir einstakling og 2.000.000 kr. fyrir hjón. Fyrir mjög marga mun það ekki einu sinni duga til að vega upp verðbætur og gengisbreytingu.
Í öðru lagi að afnema eignamörk vegna vaxtabóta, þar sem mjög margir sitja uppi með tvær eignir, þ.e. nýkeypt húsnæði eða húsnæði í byggingu og síðan gamla húsnæðið sitt.
Í þriðja lagi, að leyfa fólki að setja bílalán inn í vaxtabótaútreikninga.
Í fjórða lagi, að leyfa fólki að taka gengisbreytingu umfarm eitthvað tiltekið gengi sem kemur fram í afborgunarhluta lánsins inn í vaxtabótaútreikninginn. Viðmiðið gæti t.d. verið að hækkun gjaldmiðla umfram verðbólgu + 10%. Hægt væri að fá bankana til að hjálpa fólki við þessa útreikninga.
Í fimmta lagi, að hækka bætur almannatrygginga sem nemur verðbólgu ársins um áramót til að leiðrétta kjör þeirra sem þær þiggja.
Í sjötta lagi, þarf að afnema skerðingu vegna fjármagnstekna gagnvart lífeyrisbótum eða að minnsta kosti leyfa fólki að draga vaxtagjöld frá áður en til skerðingarinnar kemur.
Ég átta mig á því að svona aðgerðir kosta háar fjárhæðir, en það mun kosta ennþá meira ef hér verða fjöldagjaldþrot heimilanna.
Einnig væri hægt að fara út í mikla niðurfærslu höfuðstóla húsnæðis- og bílalána, en það bætir ekki upp útgjöld þessa árs. Niðurfærsluna mætti framkvæma þannig, að hluti lánsins væri tekinn til hliðar, þ.e. geymdur, og lántakandi þyrfti eingöngu að hafa áhyggjur af því sem eftir stæði. Ef svo kæmi í ljós að ytri aðstæður breyttust svo mikið til hins betra, þá þyrfti lántakandinn að greiða af hlutfallslega stærri hluta. Þessi leið gæti verið innlegg fjármálafyrirtækjanna í að rétta efnahag landsins við. Það kemur hvort eð er nokkuð út á eitt hvort bankarnir hirða húsnæðið af fólki og selji það öðrum á lægra verði eða að þeir lækki höfuðstól lána núverandi eigenda.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"Í fyrsta lagi að hækka hámarksvaxtabætur umtalsvert. Þess vegna í 1.000.000 kr. fyrir einstakling og 2.000.000 kr. fyrir hjón. Fyrir mjög marga mun það ekki einu sinni duga til að vega upp verðbætur og gengisbreytingu."
Þessu er ég sammála. Hins vegar finnst mér að þetta ætti ekki að ná til bílakaupa, eða þeirra sem eiga fleira en eitt húsnæði, og gera þarf skýran greinarmun á því sem er keypt af nauðsyn (til að fá skjól yfir höfuðið) eða lúxus - vera á flottum jeppa og eignast enn flottari einbýli.
Það eru takmarkanir fyrir því hvað hægt er að biðja þjóðina um mikið. Aftur á móti eru vaxtabætur vegna húsnæðislána algjörlega úr takti í dag miðað við verðlagið og gera lítið gagn.
Hrannar Baldursson, 6.10.2008 kl. 00:33
Hrannar, þetta þarf að ná til þeirra sem eru með tvær íbúðir bundnar, þar sem ný hefur verið keypt án þess að tekist hafi að selja þá gömlu.
Vandi þeirra sem eru með bílalán er alveg jafn alvarlegur og hinna sem eru með húsnæðislán. Slík lán geta líka sett fólk í gjaldþrot. Þetta má þó ekki ná til ótakmarkaðs fjölda bíla, en á heimilum þar sem margir eru með bílpróf, þá geta verið margir bílar. Ég veit af heimilum með 5 bíla, þar sem allir eru orðnir mun verðminni en upphæð lánanna og engin leið er að selja bílana.
Marinó G. Njálsson, 6.10.2008 kl. 00:37
Sæll Marínó , Gott að fá eitthvað í umræðuna sem snýr að hinu venjulega heimili. Ég skildi fyrir ári síðan og tók þá ákvörðun að kaupa hann út úr íbúðinni til að börnin gætu verið áfram á æsku heimili sínu . ( ákvörðun mín var líka mín vegna vegna góðkynja heilaæxli og blóðtappa sem ég er með)ema það að í febrúar fór ég í bankann til að fá að yfirtaka lán og fékk það en staðan nú er þessi að lánin í dag eru búin að rýra eignarhlut minn um 3. milljónir þannig að í dag þó að ég vildi minka við mig þá get ég það ekki því ég ætti ekki fyrir útborgun í að kaupa 4 ra herbergja íbúð fyrir 22-24 millj en það er verð fyrir eldri blokkar íbúðir hér í bæ. Samt samþykkti bankinn að ég gæti greitt 180.000 þús á mánuði til að ég gæti búið í þeirri eign sem ég er í dag. En ég vissi að þetta yrði erfitt og hugsunin var að minnka við sig seinna þegar allir væru búnir að jafna sig. En nú sit ég föst og get ekki selt til þess að léttagreiðslubyrðina. Ætti maður kannski að láta gera sig upp lifa á kerfinu borga leigu og fara til útlanda fyrir afganginn.Nei í alvöru þá þarf að byrja á því strax á morgun að frysta lánin svo þu hækki ekki frekar þá myndi almenningur róast aðeins. Gæti skrifa endalaust ætti kannski að sofna blogg síðu. Guð geymi ykkur í nóttinni.
Berglind (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.