28.9.2008 | 11:53
Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
Pétur Blöndal lætur hafa eftirfarandi eftir sér á visir.is:
Alveg eins og ríkið sker upp krabbameinssjúklinga sem hafa reykt tóbak alla ævi, mætti athuga með hvort félagsleg úrræði þurfi til að hjálpa þeim sem hafa af eigin vangá farið illa út úr því að taka áhættu og lent í hruni gengis og hlutabréfa, segir Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.
Þetta fólk lendir í miklum vanda og ég held að það mætti til dæmis veita þeim áfallahjálp, sem lenda í gjaldþroti. Það getur verið mjög alvarlegt og jafnvel leitt til sjálfsmorðs," segir hann. Að auki komi til greina að veita almenna fræðslu í fjármálum. Um hvernig samið skuli við kröfuhafa og unnið úr slæmri stöðu eða gjaldþroti.
Við borgum auðvitað ekki skuldirnar upp fyrir fólk, þá værum við að hvetja til ábyrgðarleysis, en við getum reynt að milda afleiðingar áhættuhegðunar," segir Pétur.
Mig langar að það færist til bókar hjá Pétri, að ég er einn af þeim sem samkvæmt hans skilgreiningu hef lent í þessu ástandi af "vangá". Ég fékk úthlutað lóð árið 2005 og er að byggja einbýlishús. En bara svo Pétur viti og hætti að bulla um verklag almennra borgara, þá gerði ég ráð fyrir að jafnvægisgengi krónunnar væri í kringum 127 (þ.e. gengisvísitala), sem var á bilinu 15 - 20% yfir þeirri vísitölu sem var þá (105 - 112). Ég gerði líka ráð fyrir ákveðinni þróun húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar. Raunar reiknaði ég með því, eftir mikla yfirlegu og útreikninga, að þessi aðgerð (miðað við fasteignverð 2005 og gengisvísitölu 127) myndi skila mér góðum hagnaði, þ.e. að byggja einbýlishúsið og selja núverandi húsnæði. Það var engin "vangá" í mínum ákvörðunum. Þetta var útpæld og yfirveguð ákvörðun (enda ég með ákvörðunarfræði sem sérsvið innan þeirra tveggja gráða í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla sem ég get flaggað). Ég held að ég sé ekkert einn um að hafa lagst í svona útreikninga og treyst á að efnahagsstjórn þessa lands væri byggð á þokkalega traustum grunni en ekki kviksandi sem gleypti allt.
Ég er með eitt ráð til Pétur fyrst hann vill fara út í félagslegar aðgerðir. Hvernig væri að senda bankastjórn Seðlabankans á eftirlaun og ráða menn sem þora að grípa til aðgerða, hætta að tala hagkerfið niður og geta aukið trúverðugleika Seðlabankans? Stærsta vandamál þjóðarinnar í dag er ekki áhættusækni einhverra útrásaraðila. Stærsta vandamálið er að Seðlabankinn hefur brugðist bæði í að halda verðlagi stöðugu og gengi krónunnar í jafnvægi. Það vill svo til að þetta eru tvö megin hlutverk bankans. Þar á bæ eru menn í grimmri afneitun og viðurkenna ekki að úrræðaleysi bankans er stærsti hluti vandans. Þeir eru eins og ofdrykkjumenn sem viðurkenna ekki að þeir ráði ekki við drykkjuna sína. (Það getur verið að Seðlabankanum hafi ekki verið sköpuð skilyrði til að takast á við vandann, en nánar um það síðar.)
Sama á við ríkisstjórn Íslands. Geir hélt fund í gær með seðlabankastjórum, en þrátt fyrir krísuástand, þá var þetta ekki krísufundur. Hvernig væri þá að boða krísufund og fjalla um krísuástandið og hvernig Seðlabanki og ríkisstjórn ætla að bregðast við? Þessi tveir aðilar fljóta sem stendur sofandi að feigðarósi og taka okkar öll hin með sér.
Nú svo ég snúi mér aftur að Pétri. Hann vill ekki að ríkisstjórnin borgi skuldir fólks, en finnst honum allt í lagi, að fólk þurfi að taka á sig hækkun húsnæðislánaskulda sem nemur 4 - 6 földum árslaunum sínum vegna þess að gengið hrynur og verðbólga hækkar. Jú, ríkið verður að koma að því að greiða niður slíkar skuldir. Það getur gert það með breytingu á vaxtabótakerfinu, þar sem vaxtabætur verða þre- til fjórfaldaðar næstu 10 árin eða svo. Það getur gert það með því að stofna einhvers konar afskriftarsjóð lána, þar sem bankar geta sótt pening til að afskrifa/lækka höfuðstóla húsnæðislána og bílalána. Svo gæti ríkið í samvinnu við sveitarfélögin afnumið fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði eða a.m.k. lækkað verulega. Loks getur ríkisstjórn og Seðlabanki lagt út í viðmiklar aðgerðir til að styrkja íslensku krónuna.
Þetta eru allt aðgerðir sem hægt er að fara út í til að létta á fólki vegna klúðurs þeirra sem áttu að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart verðlagi og gengisþróun. Hvar í siðmenntuðu landi er það látið viðgangast að gjaldmiðill landsins rýrni um hátt í 40% á 14 mánuðum (40% rýrnun samsvarar 67% hækkun gengisvísitölu)? Ég hef skoðað gengisskráningu Glitnis, sem skráir gengi fjölmargra gjaldmiðla, og hef ekki fundið neinn! Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur Seðlabanka Íslands ekki tekist að halda verðbólgu innan verðbólgumarkmiða sinna nema í örfáa mánuði síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. (Það er svo sem skoðun mín, að Seðlabankinn hafi ákveðið að miða við ranga vísitölu, þ.e. átt að nota vísitölu án húsnæðis en ekki með, og þar sem gert mælingar sínar ósamanburðarhæfar á alþjóðavettvangi.) Það er því alveg kristalklárt í mínum huga að Seðlabankinn er vita gagnslaus, þegar kemur að stjórnun efnahags- og peningamála, vegna þess að hann skortir styrk. Ég þykist vita að bankinn stendur sig vel á fjölmörgum sviðum, en að þessu leiti kann hann ekki til verka eða skortir stuðning frá ríkisstjórninni og fjárhagslegan styrk. Þegar svoleiðis stendur á, þá eiga menn að viðurkenna takmarkanir sínar. Stundum er gott að segja sig frá verkefninu og fá aðra til að leysa það. Það sama gildir um efnahagsstjórn ríkisstjórna undanfarinna ára. Það er alveg ljóst að þar voru menn of oft að hugsa um atkvæðin en ekki efnahag landsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vel hugsaður pistill Marínó. Þú ert einn af þeim sem gagnrýnir, en bætir líka við hugmyndum þannig að gagnrýnin verði uppbyggileg.
Sérstaklega fannst mér þetta gott hjá þér:
Hrannar Baldursson, 28.9.2008 kl. 12:19
Hrannar, þessi eignaupptaka sem hefur átt sér stað í gegnum hækkun höfuðstóla lána er svo gríðarleg að henni verður að mæta. Við höfum þvær skynsamar leiðir: Önnur er að hækka laun fólks til að mæta hækkun lánanna og lækkunar á gengi krónunnar. Slíkt mun kosta 30 - 40% hækkun launa. Hin er að greiða götur fólks með því að lækka greiðslubyrði, sem er annars vegar gert með því að auka vaxtabætur (og afnema öll skerðingarmörk) og hins vegar með því að ráðast á höfuðstól lánanna. Ég svo sem þykist vita að þriðja leiðin verði farin, sem felst í því að almenningur taki skellinn óbættan.
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 15:15
Ég er hrædd við að þriðja leiðin verði farin.
Og þá er ekkert eftir fyrir mig nema að tjalda.
Ef einhver gæfi mér tjald!!!
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:30
Ég vona að leið 1 sem þú bendir á verði farin, þar sem leið 2 mun eingöngu leiða til meirri verðbólgu.
En hann Pétur Blöndal virðist ekki vera í tengslum við almenna skattborgara, og þessi samlíking hans við krabbameinið er frekar óviðeigandi. Ég missti allt álit á PB þegar hann hélt því blákalt fram að það værri ekkert mál að lifa lúxus lífi á örorkubótum 2000, þá voru þær um 65þ á mánuði.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:42
Hannes, við eigum að sameiginlegt að hafa misst álit á Pétri á einhverjum tímapunkti. Ég gerði það, þegar hann hélt því fram að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins væri í reynd gjaldþrota, þar sem hann ætti ekki fyrir skuldbindingum sínum, en gleymdi alveg að á þeim tíma skuldaði ríkið sjóðnum 70 milljarða (sem hvergi kom fram í ríkisreikningum!!!).
Ég vona að leið 2 verði farin, þar sem hún dregur úr þörf fyrir kauphækkanir og kemur þannig í veg fyrir að vandanum verði velt of mikið út í verðlagið. Það er ódýrara fyrir ríkið að lækna sjúkdóminn (þ.e. hækkun höfuðstóls lánanna) en að vera sífellt að kljást við einkennin (þ.e. himinháar vaxtagreiðslur). Burt séð frá því, þarf að gera ýmsar breytingar á vaxtabótakerfinu.
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 19:04
Ég man eftir þessu viðtali við PB og varð orðlaus. Flutti eftir skilnað suður til R.víkur og gat ekki náð endum saman.
Svoleiðis eyddist upp spariféð mitt. Þar til ekkert er eftir núna.
Ekki efnaðist ég á uppgangsárunum þegar mjög margir gátu valið um vinnu og unnið ótæpilega, eða flutt til mömmu og leigt út íbúðir sínar fyrir okurleigu.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:31
Líst vel á þetta og munum það að það erum við sem að ráðum hvaða leið verður farin ef að við stöndum saman það erum jú við fólkið í landinu sem að hefur það afl sem þarf. Þannig að ef að við stöndum saman getum við valið leiðina og leið 2 lítur vel út.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.9.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.