Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakönnun eða skoðanamótun

Ég hef lent í þjóðarpúlsi hjá Gallup.  Það eru nokkur ár síðan og kannski hefur eitthvað breyst.  En spurningin sem ég fékk um fylgi við flokka var þessi klassíska:  "Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið væri til Alþingiskosninga núna?"  Síðan voru nöfn fjórflokksins talin upp og hvort Frjálslyndir fengu að fljóta með.  Ég sagðist ekki hafa gert upp hug minn.  Þá var ég spurður hvern ég teldi líklegast að ég kysi og aftur svaraði á að ég hefði ekki gert upp hug minn.  Áfram var haldið og spurt einnar eða tveggja spurninga í viðbót og alltaf færðist ég undan svara.  Þá kom síðasta spurningin sem ég fékk:  "Hvort þykir þér líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flokka?"  Því svaraði ég að mér þætti líklegra að ég kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Bingó, Gallup var búið að fá eitthvað til að vinna með.

Með því að þráspyrja, þá telur Gallup, að verið sé að fá gleggri mynd af fylgi við stjórnmálaflokka, en að mínu mati er svo ekki.  Fólk nennir ekki þessu spurningaflóði og svarar bara til að komast í næstu spurningu.  Ég vil að Gallup sýni okkur niðurstöðu könnunar á fylgi flokka strax eftir fyrstu spurningu.  Það er nefnilega ekki rétt, að niðurstaða könnunarinnar hafi komið eftir einfalda könnun á fylgi kjósenda við flokkana.  Nei, niðurstaða kom eftir að þátttakendur í könnuninni voru nánast þvingaðir til að láta upp hug sinn og síðasta spurningin "Hvort þykir þér líklegra..?" er notuð til að skipta öllum sem ekki vilja svara á milli flokkanna eftir einhverri formúlu.  Ég er búinn að fá það staðfest frá Gallup.

Margar "skoðanakannanir" eru ekki kannanir á raunverulegum vilja einstaklingsins, heldur snýst þetta orðið um hvernig hægt að draga fram eitthvað sem hægt er að túlka sem vilja.  Þetta er hætt að vera skoðanakönnun, heldur er um hreina skoðanamótun að ræða.  Svo er það jákvætt fyrir könnunarfyrirtækin að sýna fram á árangur í að fækka óákveðnum niður í helst ekki neitt.  Sá sem nær fram hærra svarhlutfalli er nefnilega líklegri til að fá til sín viðskiptavini. 

Það er þekkt að ný framboð líða fyrir það, að sem fæstir séu óákveðnir, meðan rótgróin framboð græða á því.  Skoðanakönnun sem byggir á því að hreinlega útiloka alla óvissu í skoðun þeirra sem spurðir eru, getur því hreinlega torveldað nýju framboði brautargengi.  Fyrir utan að könnun, eins og ég lenti í í febrúar eða mars 2009, hefði getað veitt t.d. framboði Borgarahreyfingarinnar náðarhögg áður sem framboðið var orðið til.  Íslandshreyfingu Ómars var veitt slíkt náðarhögg fyrst og fremst með því að láta alltaf líta út að fáir væru óákveðnir.

Ég myndi vilja gera þá kröfu til Gallup og annarra fyrirtækja, sem kanna hug kjósenda til stjórnmálaflokka, að þau birti:

a) afstöðu aðspurðra til flokka strax eftir fyrstu spurningu;

b) hlutfallstölu allra svara eins og staðan var eftir fyrstu spurningu en uppreikni ekki fylgi, þannig að fylgi þekktra framboða verði samanlagt 100%.  Hafi 16% sagst ætla að styðja einhvern flokk, en aðeins 50% taka afstöðu til flokka, þá er niðurstaðan að fylgi flokksins er 16% en ekki 32%, eins og jafnan er birt, og 50% dreifast á óákveðna, neita að svara, einhvern annan eða ætla ekki að kjósa;

c) hvað þurfti að spyrja oft til að draga fram lokaniðurstöðuna og hvaða spurninga var spurt eða að banna þeim að birta niðurstöður sem byggðar eru á því að þráspyrja.

Það þarf sterk bein til að gefa ekki eftir ítrekuðum spurningum í skoðanakönnunum og stundum eru spurningarnar notaðar til að þvinga fram afstöðu.  Það fyrr er eðlilegt, hið síðara er ófaglegt.


mbl.is „Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg á hreynu, að ef á að breyta einhverju í þessu þjóðfélagi, þá þarf að sameina krafta.

Litist vel á að Hagsmunafélag heimilanna, Hreyfingin. Frjálslindir, og Þjóðarflokkurinn sameinuðu krafta sína fyrir næstu kosningar. Það má hugsa sér að breyta HH í verkalýðsfélag,og ekkert því til fyrirstöðu að HH taki afstöðu til landsmálanna,og fari í pólitík, öðru vísi verður þessu þjóðfélagi ekki breytt til hins betra.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Skoðanahönnun er hugtak sem ég aðhyllist.

Sigurður Ingi Jónsson, 10.10.2011 kl. 22:05

3 identicon

Síðan skoðanakönnunin var fundin upp í þessu landi hefur þessi spurning verið öllum könnunum : "Hvort þykir þér líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flokka?"

Hefur enginn framför eða þróun orðið í þessu ,,fagi" !

Eða er þetta bara enn eitt dæmið um klíkuklúbbasamfélagið ?

JR (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 22:23

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=ZgyKpkLpccE

si (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að fá þetta svona alveg á hreinu.  Ég er algjörlegasammála þér með að þetta er ekki skoðanakönnun, heldur skoðanamyndandi könnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 23:26

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Á Eyjunni setur Anna Sigrún Baldursdóttir fram þá fullyrðingu að fylgni sé milli skoðanakannana og niðurstaðna kosninga.  Þá spyr ég hvort var það vegna þess að skoðanakannanir spáðu rétt fyrir um úrslitin eða vegna þess að skoðanakannanir mótuðu niðurstöðurnar innan eðlilegra skekkjumarka.

Þar sem við höfum ekki farið í gegn um kosningar, þar sem þetta form á skoðanakönnunum hefur ekki verið notað, þá vitum við ekki hvort fylgir hvoru.

Marinó G. Njálsson, 11.10.2011 kl. 11:37

7 identicon

Alltaf góður Marinó. En svo má ekki gleyma hverjir gera skoðanakannanir, því oftast virðast þær verið pantaðar og spurningar gagngert til þess að fá rétta svarið.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 20:01

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Fróðlegur pistill!  Ég hélt að fyrirtæki eins og Gallup hefðu ákveðna staðla og reglur til að fara eftir við gerð, framkvæmd og úrvinnslu skoðanakannana.  Jafnvel staðla sem farið er eftir á alþjóðavetvangi, þó það sé e.t.v. ekki nema innan fyrirtækisins sjálfs.  Þráfaldar spurningar geta endað sem mjög leiðandi og það er auðvelt að hnika spurningum svo að nokkurn veginn sé gefið hver niðurstaðan verður.  En ég hélt einmitt að þessi skoðanakannana fyrirtæki eins og Gallup væru í stakk búinn til þess að gera þetta fagmannlega og án þess að spurningarnar séu skoðanamyndandi, sem að sjálfsögðu gefur þá ranga mynd og niðurstöðurnar verða marklausar.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 12.10.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1681220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband