Leita í fréttum mbl.is

Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum - Endurbirt færsla

Í tilefni orða Ásmundar Stefánssonar, þá þykir mér við hæfi að endurbirta færslu mína, Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum, sem ég birti 28. mars sl.

Hér er færslan:

Eftir að hafa lesið skýringu Tryggingastofnunar ríkisins á kostnaðarþátttöku lífeyrisþega vegna dvalar á sjúkrastofnunum eða dvalar- og hjúkrunarheimilum, þá eru skilaboðin alveg skýr:

Ef þú sérð fram á að þurfa að nýta þér þjónustu sjúkrastofnunar, dvalar- eða hjúkrunarheimilis á efri árum, borgar sig ekki að greiða í lífeyrissjóð, eyddu peningunum strax eða gefðu hann afkomendum þínum

Lífeyriskerfið miðar við að sjóðfélagi fái greiddan lífeyri sem nemur 56% af mánaðarlaunum.  Í fréttatilkynningu frá TR kemur fram að hver íbúi á dvalar- eða hjúkrunarheimili greiði með tekjum sínum allt að 311.741 kr. á mánuði til viðkomandi heimilis umfram fyrstu 65.005 kr. eftir skatta.  Það sem upp á vantar 689.417 kr. kemur frá ríkinu.  Þessar 311.741 kr. er örugglega eftir skatta, þannig að til að fá eitthvað umfram 65.005 kr. á mánuði í sinn hlut, þá þarf viðkomandi að vera með 376.746 kr. á mánuði í lífeyri eftir skatta eða 541.420 kr. áður en skattar eru teknir af miðað við núverandi skattkerfi.  Nú til að fá 541.420 kr. í lífeyrisgreiðslur, þá þarf viðkomandi að hafa yfir 966.000 kr. á mánuði í laun meðan viðkomandi er á vinnumarkaði, þ.e. 541.420/0,56 = 966.821.

Sá sem er með launatekjur milli 116.000 - 966.000 kr. og dvelur á sjúkrastofnun, dvalar- eða hjúkrunarheimili sér ekki eina krónu af þeim iðgjöldum sem viðkomandi greiðir í lífeyrissjóð af þessum allt að 850.000 kr.  Bara til að skilja um hvaða upphæð er að ræða, þá er 12% af 844.000 = 102.000 kr. á mánuði eða  1.224.000 kr. á ári og 42.840.000 kr. á starfsævinni miðað við 35 ára starfsævi.  Sé starfsævin 40 ár fer upphæðin upp í tæplega 49 m.kr. og 55 m.kr. fari starfsævin upp í 45 ár.  Skilaboðin eru skýr:  Eingöngu þeir allra tekjulægstu eiga að leggja fyrir í lífeyrissjóð.  Allir aðrir koma verr út úr því en að eiga peninga undir kodda.  (Allar tölur eru núvirtar.  56% talan er fengin úr lögum og út frá henni er 3,5% árleg raunávöxtunarkrafan reiknuð.)


mbl.is Segist vera með samviskubit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband