Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Enn ein hneisan fyrir Kastljós

Þetta er nú farið að verða alltaf vandræðalegra og vandræðalegra fyrir Kastljósið.  Þórhallur er ekki fyrr búinn að svara Jónínu, en það kemur yfirlýsing frá dómsmálaráðuneytinu. þar sem fullyrðing Þórhalls um afgreiðslutíma er skotin í kaf.  Fresturinn um afgreiðslutíma umsókna sem auglýstur er á vef ráðuneytisins Á EINGÖNGU VIÐ ÞEGAR RÁÐUNEYTIÐ VEITIR SJÁLFT RÍKISBORGARARÉTTINN.  Það stendur nú orðið fátt eftir af stóru sprengjunni hans Helga samfylkingamanns Seljans og það er orðið tímabært að Kastljósið biðji bæði Jónínu og blessaða stúlkuna afsökunar á slælegum vinnubrögðum.  Engar staðhæfingar hafa staðist: 

1.  Byrjað var að gefa í skyn að Jónína hefði beitt sér.  Það reyndist rangt.

2.  Allsherjarnefnd hlaut að hafa þekkt tengsl stúlkunnar við Jónínu.  Því hafa nefndarmenn neitað.

3.  Útlendingastofnun hafði neitað stúlkunni svo það hlaut að vera maðkur í mysunni.  Það hafa allir fengið neitun frá Útlendingastofnun sem leita til Alþingis.  Annars væri líklegast ekki þörf að leita til Alþingis.

4.  Fyrst var sagt að enginn hafi fengið ríkisborgararétt eftir svona stutta dvöl á Íslandi, síðan örfáir og að mestu börn.  Í ljós kemur að um þriðjungur þeirra sem Alþingi hefur veitt ríkisborgararétt hafa dvalið í 2 ár eða skemur og í hópi þeirra eru börn. 

5.  Umsókn sem venjulega tekur 5 - 12 mánuði að afgreiða tók aðeins 10 daga.  Það er ekki rétt heldur. Umsóknir sem fara beint til Alþingis falla ekki undir 5 - 12 mánaða biðtíma.  Þær eru sendar allsherjarnefnd strax og umsagnir liggja fyrir.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað Kastljósið kemur upp með næst.  Hversu langt munu Þórhallur og hans fólk ganga í að níðast á blessaðri stúlkunni, áður en ákveðið verður að láta staðar numið?  Og mun Þórhallur, og að ég tali nú ekki um Helgi Seljan, biðjast afsökunar á rakalausum málatilbúnaði sínum?  Eða er allt í lagi að gera eins og DV forðum, að ofsækja saklaust fólk í nafni fréttamennsku?  Mér þætti það ekki skrýtið ef blessuð stúlkan kæmi sér sem lengst í burtu frá þessu landi þar sem persónuvernd er að engu höfð.

 


mbl.is Ráðuneytið segir ekkert athugavert við afgreiðslu umsóknar um ríkisfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki hvað er sagt, heldur hvernig

Það getur vel verið að Kastljósið hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt í þessu máli, en fyrir mig sem m.a. sá yfirheyrslu Helga Seljans yfir Jónínu (ég get ekki annað en kallað þetta yfirheyrslu), þá held ég að það velkist enginn í vafa um að Kastljós kom fram með ásakanir.  Að mati Kastljóss var um óeðlilegan málatilbúnað að ræða, sem Jónína hlaut að hafa komið að.  Það var, að mati Helga og líklega ritstjóra Kastljóssins, póltísk skítalykt af málinu.  Með framsetningu efnis, þá setti Kastljósið fram ásakanir, þó vissulega hafi þær verið í formi spurninga, en þá bar sá máti sem notaður var við framsetningu efnisins ótvírætt vitni um að ekki var verið að rannsaka efnið eða leita skýringa, þetta voru ásakanir.  Kastljósið var að láta nota sig til að kasta rýrð á einn frambjóðanda í kosningabaráttu með því að taka upp ríflega 5 vikna gamalt mál.  Ef þetta var svona mikil frétt, af hverju var það ekki skoðað fyrir 5 vikum?  Af hverju hafa starfsmenn dómsmálaráðuneytisins ekki verið dregnir inn í Kastljós til að svara fyrir sína afgreiðslu?  Þetta er dæmigert mál fyrir lélega blaðamennsku sem byggir á því að skjóta fyrst og spyrja svo.  Og hver er svo niðurstaðan?  Kastljós er búið að eyða ómældum tíma í að skýra málið til að grafa sig út úr fjóshaugnum sem það henti sér út í.  Og ekki bara Kastljósið heldur líka fréttastofur útvarps og sjónvarps.

Ég er á því að það hafi ekki verið gott fyrir Jónínu að blessuð stúlkan hafi sótt um ríkisborgararéttinn á þessum tímapunkti.  Það var heldur ekki gott fyrir Jónínu að dómsmálaráðuneytið hafi verið svona fljótt að afgreiða umsóknina til allsherjarnefndar.  Og það var ekki gott fyrir Jónínu að nefndin hafi séð auman á stúlkunni og veitt henni ríkisborgararéttinn.  Það hefði verið betra, ef stúlkan hefði beðið í nokkra mánuði.  En það er ekki þar með sagt, að Jónína hafi gert eitthvað rangt.  Ég er t.d. mun sannfærðari um að Guðjón Ólafur Jónsson hafi verið að gera Jónínu "greiða" eða að einhver starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu hafi, vegna tengsla stúlkunnar við Jónínu, ákveðið að hraða umsókninni í gegn.

Þetta mál sýnir, svo ekki verður um villst, að stjórnsýslan verður að viðhafa gegnsæ vinnubrögð sem standast gagnrýni.  Það verður að fylgja skjalfestum verklagsreglum, þar sem krafist er staðfestingar á því að rétt sé staðið að málum.  Rekjanleiki er lykillinn.  Við verðum líka að gera þá kröfu til fréttamanna að þeir fullkanni mál áður en þeir koma með "sprengjur" sem þessa inn í kosningabaráttu.  Þessi krafa er þess ríkari, þar sem viðkomandi fréttamaður er yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar og ræðst af mikilli hörku að ráðherra Framsóknarflokksins.  Af hverju hefur Helgi Seljan ekki flutt alla leiðréttingapistlana, þar sem hann hefði þurft að éta ofan í sig ásakanir sínar?  Er það vegna þess að hann þorir ekki eða er hann kominn svo djúpt á kaf í fjóshauginn að það hefur tekist að grafa hann upp aftur.


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband