Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir að Ísland geri samning?

Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga.  Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum.  Hvað þýðir það?  Hvernig getur "Ísland" verið aðili að samningi?  Ég hélt að það væri ríkissjóður, ríkisstjórnin eða fjármálaráðuneytið sem gætu verið samningsaðilar en ekki "Ísland".

Í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var það ríkisstjórn Íslands (e. government of Iceland) sem gerði samninginn.  Nú er það bara "Iceland".  Ekki einu sinni íslenska lýðveldið, nei, bara "Iceland".

Ég velti fyrir mér hvort þetta sé rétt fram sett.  "Iceland" eða "Ísland" er jú eyjan verið búum á, en ég vissi ekki til að þessi tilvísun hefði neina þjóðréttarlega tilvísun.  Ekki að ég þekki nokkuð til þjóðréttarlegra hluta.  Þannig að spyr sá sem ekki veit og fróðlegt væri að fá skýringu á þessu.

Áhugavert er að sjá, að verði samningurinn ekki samþykktur á sumarþinginu, þá ógildist hann, skv. grein 3.2.  Hér er því kjörið tækifæri fyrir stjórnarandstöðu að halda uppi góðu málþófi.

Ekki er Tryggingasjóðunum gefinn langur tími til að greiða inn á lánið.  Fimm dagar eru það sem sjóðurinn hefur eftir að honum hafa áskotnast peningar frá Landsbankanum.  Heilir FIMM dagar.  Ekki er nú traustið mikið.  Ekki það að Tryggingasjóðurinn þurfi eitthvað að liggja á peningunum, en það hefði alveg mátt gefa t.d. 15 daga.  Nú vilji menn borga hraðar niður, þá verður að borga jafnt inn á báða samningana og láta vita af því með þriggja daga fyrirvara.

Grein 6 í samningnum sýnist mér vera alveg furðulegt afsal allra réttinda af hálfu Tryggingasjóðsins og Íslands:  6.5 Waiver of defences, 6.6 Immediate recourse, 6.7 Deferral of Iceland's rights.

Grein 7 bannar að gert sé betur við innistæðueigendur í öðrum bönkum.  Mér sýnist hún geta haft áhrif á íslenskar innistæðutryggingar.  Vissulega eru innistæðueigendur í NBI (Nýja Landsbankanum) en innistæðueigendur í öðrum innlendum innlánastofnunum eru ekki undanþegnir.  Þýðir þetta að breytt forgangsröðun krafna er fallin um sjálfa sig?  Hvað gerist ef fleiri innlendar innlánastofnanir falla?  Eða gilda ákvarðanir sem hafa verið teknar og eingöngu er átt við nýjar ákvarðanir/samninga/lög?  Annars skulum við athuga að íslenski tryggingasjóðurinn gæti þurft að greiða Icesave innistæðueigendunum hærri upphæð til baka!

Í grein 9 er talað um "costs and expenses of the Lender", en slíkt hefur ekki verið rætt fram að þeim tíma.  Hver er þessi kostnaður eða útgjöld sem þarna geta fallið til?  Er eitthvað þak á þeim og hvernig er það ákveðið?  

Það kom fram á þingi í dag í máli Jóhönnu og fleiri stjórnarliða að ekki kæmi til að neitt falli á ríkið strax, en það er bara ekki satt.  Samkvæmt grein 12, þá eru nokkrar leiðir til þess að Icesave skuldbindingarnar gætu fallið án mikils fyrirvara á ríkissjóð og þar með skattborgara.  T.d. má þar nefna að ríkissjóður komist í vanskil við lánadrottna.  Við skulum hafa í huga, að erlendir eigendur ríkisskuldabréfa eru margir og þeir eiga mikið.  Vilji þeir fá öll bréfin sín greidd út á einhverjum gjalddaga og það færi saman við t.d. stóra afborgun á láni, þá gæti ríkissjóður hæglega komist í vanda sem myndi gjaldfella Icesave samningana.  Líkurnar á því að þetta gerist á næstu árum eru bara nokkuð miklar miðað við þá skuldaklafa sem hvíla á ríkissjóði núna.  Verði neyðarlögin dæmd ógild, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þessi staða komi upp.  Næst er það greiðsluþrot Tryggingasjóðsins, þó það yrði varla fyrr en eftir 7 ár.  Nú grein 12.1.11 útilokar að breyta íslenskum lögum til samræmis við hugsanlegar breytingar á ESB tilskipun um tryggingasjóð.  Ég skil vel að menn vilja fyrirbyggja einhliða breytingu á lögunum til að draga úr ábyrgð sjóðsins, en það verður að leyfa rými fyrir breytingu sé hún samræmd innan EES samningsins.

Það vekur furðu að samningurinn falli undir breska dómstóla, þar sem innistæðurnar voru í íslenskum banka og reglurnar sem um þær giltu eru íslenskar.  Þetta atriði segir mér, ásamt mörgu öðru sem kemur fram í samningnum, að þetta er ekki frjáls samningur.  Hér er um nauðungarsamning að ræða.  Enda segir í grein 17.2.3 "This paragraph 17.2 is for the benefit of the Lender only" (Lender er breski ríkissjóðurinn).  Og til að bæta gráu ofan á svart, þá mega Bretar höfða mál fyrir hvaða dómstól sem er.  Eru þá horfin rökin í grein 17.2.2 að breskir dómstólar henti best.

Verst af öllum finnst mér grein 18 í breska samningnum (16.3 í þeim hollenska):

Each of the Guarantee fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgement.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdictioni to any immunity form service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.

Ég fæ ekki betur séð en að með þessu séu allar eignir "Íslands" lagðar að veði fyrir greiðslu skuldanna.  Einnig stendst ekki sú staðhæfing Steingríms J. Sigfússonar að einhverjar eignir ríkissjóðs verði aldrei lagðar að veði og séu griðhelgar.  (Þetta er það sem Magnús Thoroddsen bendir á.)  Staðhæfing Steingríms sýnir að hann hefur fengið lélega þýðingu og ekkert annað.

Ég hef svo sem ekki lesið marga samninga, en hef þó kynnt mér handarbaksþykka samstarfssamninga við erlenda birgja hér fyrir einhverjum 15 - 20 árum.  Verð ég að segja, að jafn einhliða samning hef ég ekki augum litið.  Ekki einu sinni íslenskir lánasamningar komast í hálfkvist við þetta og þó margir þeirra ansi einhliða.  Hér er verið að gefa allt eftir.  Hvergi er nokkurt atriði sem hægt er að segja að sé "Íslandi" eða Tryggingasjóðnum í hag.  Og svo er það grein 16.3/18 sem gengur út fyrir allan þjófabálk.  Það er sko eins gott að samningurinn lendi ekki fyrir dómi, verði hann á annað borð samþykktur.  Bretar geta leitað um allan heim að lögsögu sem túlkar eitthvert eitt atriði þeim í hag og með því hirt hvaða eign sem þeir vilja sem ríkissjóður á.  Ég myndi byrja á því að hirða öll varðskip og senda svo fiskveiðiflotann í Íslandsmið.  Það er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir það.  Þeir gætu líka gert tilkall til fiskimiðanna, þar sem fiskurinn er sameign þjóðarinnar og verður því ekki undanþeginn "veðkalli".  Hverjum datt í hug að samþykkja þessa klausu?

Það getur vel verið að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir greiðslum vegna Icesave upp að EUR 20.887.  Ég ætla ekki að gera ágreining um það.  En þessi samningur snýst ekki um það.  Hann snýst um það hvernig Bretar og Hollendingar geta eignast Ísland.  Ég held að það sé betra að fara til JP MorganChase og semja við þá um lánafyrirgreiðslu með lakari kjörum.  Eða athuga hvort þeir vilji taka yfir Landsbankann með manni og mús gegn því að greiða Icesave.  Það er allt betra en að gangast undir þennan samning.  Nú ef við göngumst undir samninginn, þá ættum við samt að reyna að losna undan honum eins fljótt og hægt er.  Spurningin er hvort grein 7 kæmi þá í bakið á okkur.


mbl.is Stærsta kúlulán Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur. Er ekki annars verið að tala um verslunarkeðjuna Iceland?? 

Sigurður (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jú, það er Ísland sem þeir vilja, þeir vilja ná yfirráðum yfir landinu og því sem því fylgir, landgrunni, orku o.fl.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.6.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ekki er Tryggingasjóðunum gefinn langur tími til að greiða inn á lánið.  Fimm dagar eru það sem sjóðurinn hefur eftir að honum hafa áskotnast peningar frá Landsbankanum

Skiljanlega, þegar bankarnir hrundu var innistæðusjóði skellt í lás og sett neyðarlög, svo það er kanski ekki skrýtið.

Auðvitað er þessi samningur einhliða, Ísland hefur ekki góðann málstað að vera og stjórnvöld hafa klúðrað öllu í þessu máli sem hægt er að klúðra.

Það er ekki óvanalegt að álíka "Waiver" klausa í milliríkjasamningum sem þessum. Þetta er fyrst og fremst VARNAGLI til að tryggja að hægt sé að höfða mál standi annað ríkið ekki við samninginn. þetta er haft þarna vegna þess að það er eitt að gera samning við þjóðríki sem það semur sín eigin lög og annað við fyrirtæki eða aðra lögaðilla sem ekki teljast "soveraign" þ.e. verða að fara eftir lögum.

Ég tel líklegt að þetta se þarna vegna þess að við breytum jú lögum  þegar sparifjáreigendur í þessum löndum sem nú eru að lána okkur töpuðu sparifé sínu, einmitt til að þurfa ekki að borga þessa sömu skuld. Þá settum við neyðarlögin, ef einhver man eftir þeim(sem eru jú ein helsti vandinn í þessu öllu samann).

 11 U.S.C. S 106, "Waiver of Sovereign Immunity," provides:

(a) A governmental unit is deemed to have waived sovereign immunity with respect to any claim against such governmental unit that is property of the estate and that arose out of the same transaction or occurrence out of which such governmental unit's claim arose.

The interest served by federal sovereign immunity (the United States' freedom from paying damages without Congressional consent)

Sævar Finnbogason, 19.6.2009 kl. 02:40

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Í allan vetur og langt fram á vor hef ég og fleiri verið sökuð um svartsýni fyrir að ámálga m.a. það sem nú hlýtur að liggja í augum uppi. Það var ekki tilviljun að það voru sett á okkur hryðjuverkalög. Það var leikflétta til að komast yfir íslensku fiskimiðin! Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur er það aðeins tímaspursmál hvenær útflutningur á íslenskum fiski verður alfarið í höndum breskra sjávarútvegsfyrirtækja!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.6.2009 kl. 03:57

5 identicon

Það er athyglisvert að í skilgreingakaflanum fremst er "Iceland" bara skilgreint sem "Iceland." Það er semsagt ekki skilgreint. Það var nauðsynlegt að skilgreina það vegna þess að það er "party" að samningnum en það er greinilegt að það var viljandi komist hjá því með því að skilgreina það bara sem "Iceland." Bara þetta atriði eitt og sér er nóg til þess að neita að skrifa undir samninginn, hvað þá öll hin.

Árni (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:46

6 identicon

Sæll Marinó,

Mér finnst þessi samningur einhvernveginn afskaplega einfaldur.  Eins og þú segir er Ísland aðili á annan veginn, en stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi á hinn veginn.  Það er eins og stjórnvöld hér hafi ekkert með þetta að gera. 

Annað sem mér finnst mjög athyglisvert eru ummæli Svavars Gestsonar um samningin á ruv.is þar sem hann "kallar það herfilegan misskilning og draugasögur á miðju sumri, að eignir íslenska ríkisins séu lagðar að veði fyrir Icesave-skuldunum. "  Þó er ómögulegt að lesa annað út úr þessum samningi en að þessar eignir séu lagðar að veði. 

Ég hef enn trú á því að það verði hægt að skrapa þetta saman úr þrotabúi Landsbankanns á þessum árum ef vel er á haldið, en hvað veit maður svo sem um þetta???  Það er svosem ekki eins og upplýsingar um þessi mál liggi á lausu og að því er virðist átti að renna Icesave samningnum í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju einusinni að sjá þetta plagg!  Ég er ansi hræddur um að ef bandaríkin tækju á sig ábyrgð upp á ca. 7.000 milljarða dollara að þingið og öldungadeilin vildu fá að skoða plaggið;) 

Kveðja frá Port Angeles:)

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek undir þetta, Arnór.  Ég var að hlusta á þjóðréttarfræðing í fréttum áðan sem hélt því fram að ákveðnar eignir væru undanþegnar, en ég get ekki skilið

Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets

öðruvísi en að ekki sé hægt að undanþiggja eitt eða neitt hvað sem hver segir.

Ég tek undir það að eignir Landsbankans ættu að duga, en vandinn er að ef þær gera meira en að duga, þá gæti Tryggingasjóðurinn þurft að greiða meira til baka en ígildi EUR 20.887, þannig að ekki þarf að vera neinn akkur í því að meira fáist, þannig séð.

Marinó G. Njálsson, 19.6.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1678157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband