Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru þekktir á Google?

Af því tilefni að fyrrverandi Seðlabankastjóri óskapaðist í gjörningi sínum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær yfir því hve þekktir menn eru á Google, þá gerði ég smá könnun.  Ég valdi nokkra "þjóðþekkta" einstaklinga og athugaði hversu vel kynntir þeir væru á Google.  Könnun var þannig framkvæmd, að ég leitaði eftir því nafni sem viðkomandi gengur undir, þ.e. noti viðkomandi millinafn þá var það haft með.  Leitarorð voru sett innan gæsalappa, t.d. "Davíð Oddsson", svo ekki kæmu upp allir Davíðar mannkynssögunnar.  Talan sem Google birtir á fyrstu síðu með niðurstöðum er birt hér sem fyrsta tala.  Því næst var flett, þar til að Google sýndi ekki fleiri færslur og er sá fjöldi birtur undir "Í reynd".  Hafa skal í huga að Google birtir í svona leit í mesta lagi 2 færslur frá hverju léni, þannig að mbl.is telur bara tvisvar hjá hverjum og einum.  Ég geri enga tilraun til að gera upp á milli einstaklinga með sama nafni.  Þannig heita fleiri en einn Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, á sér nafna sem er mun þekktari en hann.  Vegna mismunandi ritvenju þá skoðaði ég Svein Harald bæði sem Öygard og Øygard.  Þetta er sem sagt ákaflega óvísindalegt, en svo hefur einnig gilt um alls konar fullyrðingar manna, sem birst hafa á vefsíðum síðasta sólarhringinn eða svo. 

Hér eru niðurstöðurnar í þessari óvísindalegu könnun:

Nafn

Fyrsta tala

Í reynd

Davíð Oddsson

222.000

632

Eiríkur Guðnason

7.500

299

Ingimundur Friðriksson

7.020

304

Svein Harald Øygard

23.200

310

Bjarni Benediktsson

44.200

443

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

48.000

459

Þorgerður K. Gunnarsdóttir

3900

149

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

28.400

282

Steingrímur J. Sigfússon

115.000

350

Jóhanna Sigurðardóttir

134.000

399

 

Miðað við þetta hefur einna minnst verið fjallað um Svein Harald af þeim aðilum sem hér eru til skoðunar, en þegar haft er í huga að maðurinn hefur gegnt starfinu í nokkrar vikur, þá þarf það ekki að koma á óvart.  Annað sem vekur athygli, að lítið hefur farið mönnunum Davíð til hægri og vinstri handa (svo notuð sé samlíking hans sjálfs) þó svo að þeir hafi verið býsna lengi í sínum störfum áður en þeir hættu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Getur ekki verið að Davíð kunni ekki að googla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:32

2 identicon

Húff miðað við orð Davíðs þá þarf Jóhanna að muna eftir því að googla umsækjendur áður en hún ræður í stöðuna, því greinilega er það með mikilvægari meðmælum sem Seðlabankastjóri þarf að hafa..

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 07:37

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér þykir sárast að Villi, sem er góður drengur, skuli hafa þurft, með tárin í augunum, að klappa fyrir níði um sjálfan sig.

Sigurður Þórðarson, 30.3.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Offari

Iss ég er viss um að ef þú spyrð herra google hvort hann þekki Offara þá toppar það öruglega alla á þessum lista svo líklega ætti ég að sækja um seðlabankastjórastöðuna.

Offari, 30.3.2009 kl. 09:41

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég pikkaði inn mitt nafn og fékk 151 þús. en þess má geta að það eru margir með sama nafni :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.3.2009 kl. 09:59

6 identicon

Ég fékk 215.000 hittinga fyrir DO og 37.080 fyrir Svein Harald Øygard/Öygard/Oygard, þar munar svolitlu fyrir þann síðarnefnda.

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:13

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sveinn, við verðum að gera okkur grein fyrir að það hefur varla komið út blað á Íslandi í 25 ár án þess að minnst sé á Davíð.  En hvað fékkstu, ef þú flettir í gegn um allan listann hjá Google?

Marinó G. Njálsson, 30.3.2009 kl. 13:51

8 identicon

Skemmtilegt uppátæki hjá þér.

Fjöldi greina á "Google" skiptir ekki öllu máli.

DO hefði alveg eins getað sagt "pabbi minn er mikið sterkari en pabbi þinn".   Jafn kjánalegt. 

Ræða DO sagði mun meira um andlega heilsu hans sjálfs en þá sem hann ræddi um og kannski staðfestu orð GH það síðar á fundinum.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:16

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mín "í reynd" tala er 262 og er víst alveg pottþétt sem slík þar sem ég á ekki neinn alnafna. Sé listinn að ofan leiðréttur vegna alnafna viðkomandi verður ljóst að ég er frægari en þeir allir, etv. að Dabba og Þorgerði frátöldum.

Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1678164

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband