Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðir eiga "þolinmótt fé"

Árið 2008 var afleitt í ávöxtun lífeyrissjóðanna.  Heimsendahamfarir gengu yfir íslenska fjármálakerfið og ástandið utan landsteinanna var lítið skárra.  Tap lífeyrissjóðanna var gríðarlegt, en það sem verra var, að það fór samfara mikilli verðbólgu.  Þetta tvennt verður til þess að ávöxtun (á hvaða formi sem er) lítur mjög illa út fyrir það ár.  Það sem meira er að eignarstaða sjóðanna lítur illa út vegna mikillar lækkunar eignaverðs bæði hér á landi og erlendis.

Lífeyrissjóðir eru í eðli sínu langtíma fjárfestar.  Vissulega er gott fyrir sjóðina að sýna góða ávöxtun á hverju ári, en mestu skiptir að ávöxtun yfir langan tíma sé góð.  Að ætla að nota stöðu í miðjum hamförum sem vitnisburð um ávöxtun lífeyrissjóðanna er í besta falli fáránlegt.  Að grípa neikvæðasta viðmiðunarpunktinn og mæla út frá honum ber ekki vott um mikla skynsemi.  Satt best að segja, þá finnst mér það frábær árangur lífeyrissjóðanna að hafa skilað 2,5% raunávöxtun á ári síðustu 10 ár, ef tekið er mið af þeim mikla skelli sem sjóðirnir fengu árið 2008. 

Við skulum hafa í huga, að lífeyrissjóðirnir töpuðu yfir 200 milljörðum króna við fall bankanna.  Það um 12% af eign þeirra miðað við stöðu í lokárs 2007.  Ofan á þetta tap bætist tæplega 18% ársverðbólga. Þetta er hátt í 30% tap!  Ef þessum tölum er sleppt, fer raunávöxtun sjóðanna úr 2,5% í 5,5% á ári sl. 10 ár.  Ef bankarnir hefðu fallið í 8% verðbólgu í staðinn fyrir 18%, þá hefði ávöxtunin verið 3,5%.

Lífeyrissjóðirnir eru, eins og áður hefur verið bent á, langtíma fjárfestar.  Fé þeirra er svo kallað þolinmótt fé.  Vissulega er það skylda sjóðanna að bregðast við breytingum á fjármálamörkuðum, en það var ekki í mörg skjól að leita.  Norski olíusjóðurinn, sem er í reynd lífeyrissjóður Norðmanna, varð fyrir mun meiri skell en íslensku lífeyrissjóðirnir, en samt hrundi norska fjármálakerfið ekki.  Væru Norðmenn með verðbólgu í samræmi við það sem hér er, þá hefði rauntap hans verið hér um bil tvöfalt á við áfall íslensku lífeyrissjóðanna.

"Þolinmótt fé" hefur tíma til að bíða og það verður hlutverk lífeyrissjóðanna núna.  Þeir verða að taka kinnhestinum sem þeir fengu hér innanlands, en bíða af sér hamfarastorminn erlendis.  Það er ekki sanngjarnt að nota stöðu sjóðanna í árslok 2008 sem mælikvarða á ávöxtun þeirra.  Besta mál að hafa hana bak við eyrun og einnig besta mál að nota tækifærið til að endurnýja í forystuliði sjóðanna, en að koma með áfellisdóm yfir sjóðunum vegna þess að þeir fóru illa út úr fjármálakreppunni er í besta falli ósanngjarnt og í versta falli heimskulegt.  Við skulum hafa í huga að 2,5% raunávöxtun náðist á tímabili þegar verðbólga mældist rúm 80%!  Bætum 2,5% ofan á á ári og þá fæst vel yfir 100% nafnávöxtun!  Það er því stærsta hagsmunamál sjóðsfélaga að hér myndist stöðugleiki.  Nokkuð sem ekki tekst nema með afnámi verðtryggingarinnar og traustri peningamálastjón Seðlabanka og ríkisvalds.


mbl.is Erfitt framundan hjá lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

"Satt best að segja, þá finnst mér það frábær árangur lífeyrissjóðanna að hafa skilað 2,5% raunávöxtun á ári síðustu 10 ár, ef tekið er mið af þeim mikla skelli sem sjóðirnir fengu árið 2008. "

Þessu get ég ómögulega verið sammála. Ef þessi ávöxtunartala er rétt, verð ég að segja að mér þykir hún hreinlega arfaslök. Sennilega hefði random-fjárfestingaaðferð skilað mun betri ávöxtun.

Mér er líka ómögulegt að skilja af hverju bankarnir og stjörnvöld treystu fjármálakerfinu, þegar leikmaður eins og ég sá í gegnum vitleysuna!

Ketill Sigurjónsson, 27.3.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ketill, mér finnst það skipta máli hvort eignasafnið er stórt eða lítið.  Eftir því sem eignasafnið er stærra má búast við lægri heildarávöxtun.  Einstakir hlutar eignasafnsins geta sýnt mun betri ávöxtun, en á móti kemur að aðrir hlutar eru "þolinmóðari".  Við erum auk þess að tala um raunávöxtun. 

Við skulum líka hafa í huga að miklar hömlur hafa verið á því hvernig lífeyrissjóðir mega ávaxta pund sitt eða fjárfesta.  Þó svo að slakað hafi verið á þeim hömlum, þá eru takmarkanirnar miklar.  Vegna stærðar sjóðanna og smæðar markaðarins, þá bjóðast sjóðunum auk þess ekki margir hávaxtakostir.

Talan lítur svo allt öðruvísi út, ef 2008 er sleppt.  Þá ertu með 5,5% raunávöxtun og vel yfir 110% nafnávöxtun sem gerir um 10% nafnávöxtun á ári.  Ég get ekki séð að norski olíusjóðurinn geti státað af slíku.

Marinó G. Njálsson, 27.3.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1678129

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband