Leita í fréttum mbl.is

Svona á að fara að þessu

Ég get ekki annað en furðað mig á þeim ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur, að hún átti sig ekki á því hvar eigi að taka þá peninga sem þarf til þess að færa niður húsnæðislán heimilanna.  Einnig furða ég mig á að hún tali um að lækka skuldir hálaunafólks, þegar ríkisstjórn sem hún átti sæti í veigraði sér ekki við að vera innistæður allra í bankakerfinu án tillits til efnahags.  Mér finnst þetta vera  réttlætismál.  Allir eiga að sitja við sama borð.  Ég er í hópi þeirra sem kaus að setja sparnað minn í húsið mitt, en á að tapa því öllu vegna mistaka í efnahagsstjórnun og græðgivæðingu fjármálakerfisins.  Við skulum hafa í huga að ríkissjóður ábyrgðist ríflega 1.200 milljarða í innlánum hjá bönkunum.  Ekki var spurt hvaðan peningarnir sem fóru í það áttu að koma.

Mér sýnist einnig Jóhanna "slá skal skjaldborg um heimilin" Sigurðardóttir líka snúa út úr hugmyndum Framsóknar.  Þar er talað um hugsanlegt þak á upphæðir.  1.200 milljarðarnir eru sem hún nefnir miða við að allir fái 20% niðurskurð skulda.  Með því að setja þakið á einstaklinga við 10 milljónir (hjón 20 milljónir) og segjum 3 milljónir aukalega fyrir hvert barn og 500 milljóna þak á fyrirtæki, þá mun upphæðin lækka verulega.

En þar sem Jóhanna virðist ekki vita hvaðan peningarnir eiga að koma, þá hef ég sett upp í PowerPoint glærusýningu hvernig væri hægt að gera þetta.  Þetta er auðveldlega hægt.  Eina sem þarf er smá hugmyndaauðgi og vilja, getu og þor.

 


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér tókst ekki að opna þessa glærusýningu hjá þér.  Góðar hugmyndir deyja oft því pólitískir sigrar skipta meira máli en þjóðarhagurinn.

Offari, 3.3.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó. PowerPoint skjalið er .ppsx, þ.e. fyrir Office-2007. Betra væri að hafa það sem .pps svo fleiri geti opnað það, því það eru ekki allir með nýjustu útgáfuna af PowerPoint. Einnig hafa það sem .pdf skjal fyrir þá sem ekki eiga PowePoint.

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2009 kl. 06:09

3 identicon

Vel unnið Marínó!  Þú ert með þrautsæustu mönnum.

Ágúst það er hægt að hlaða skrá frá heimasíðu Microsoft sem gerir Office XP og 2003 kleyft að lesa formatið frá 2007 og þetta andstyggðar ppsx format. Microsoft.http://www.microsoft.com/nz/digitallife/software/microsoft_office_compatibility_pack_for_2007_file_formats.mspx

Eiginlega var þetta ppsx format gert til að þvinga neytendur til að kaupa nýjusta forritið en Microsoft þurfi að bakka með það vegna þrýstings.

Í raun geta einnig allir hlaðið inn Openoffice  ókeypis http://www.openoffice.org/ sem er mjög gott forrit og les all flest "formött" getur vistað í PDF formatti og er raunar að mínu mati og annara sambærilegur eða betri pakki enn Microsoft Office.  Sérstaklega fyrir þá mörgu sem nær engöngu nota algengustu þætti Word, Excell og PowerPoint. Gagnagrunnsþátturinn er ekki ennþá eins góður eins og í Acess en á móti kemur betra teikniforrit auk þess eru þeir ennþá ekki með Outlook en það er hægt að nota valkosti frá Google, Google calander og Google Mail. Kosturinn ufram MS Office að þú getur keyrt það undir fjölmörgum stýrikerfum og er þetta notað af mörgum stórfyrirtækjum og víðar í  skólakerfum Þýskalands,  .Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs einnig í austur Evrópu þar sem margir nota Linux og Unix styrikerfi.  OpenOffice er frá bandaríska tölvurisanum Sun og er opinn hugbúnaður. Undirritaður getur af eigin reynslu sterklega mælt með þessu enda góð sparnaðarleið á þessum síðustu og verstu tímum.  Það er innig góður kostur við þetta að það  hægt að keyra þetta beint af minnislykli.

-----------------

Annars held ég að við erum að nálgast þessa stóru alheimskreppu.  Það verður skelfilegt að fylgjast með þróun hlutabréfamarkaðarins í gær þar fór Dow Jones niður fyrir 7000 stigamúrinn og hefur ekki verið lægri í 12 ár, féll um næstum 300 stig.  Bandaríski tryggingarisin AIG kom með gríðarlegt tap.  Það er sagt að það sé hornsteinn efnahagslífs Vesturlanda og ef AIG fer er það eins og tugir Lehman Brothers banka fari á hausinn. IMF gagnrýnir Evrópubandalagið harðlega fyrir ósamstæð viðbrögð.  Aðgerðarpakki Bandríkjaforseta er ekki að virka.  Hundruð og þúsundir risastórra fjárfestingasjóða lifir á náð og bráðum fara þeir dómínókubbar að rúlla.  Stoltenberg forsætisráðherra Noregs var með neyðarfund með yfirmönnum vegamála, járnbrauta og þeim sem eru yfir byggingum og viðhaldi opinberra bygginga. Það er að skella á fjöldaatvinnuleysi.  Svíþjóð er hreinlega að hrynja.  Núna í næsta mánuði fer landsframleiðsla BNP Noregs fram úr Svíþjóð sem er næstum helmingi stærri þjóð og Noregur verður þá með mestu landsframleiðslu allra norrænu landanna. Þeir settu 25 miljarða norska (sem er kanski 500 miljarðar íslenskra) í opinberar framkvæmdir fyrir fáum vikum og koma væntanlega til að 2 falda eða 3 falda það, vandamálið er að það eru ekki það margar framkvæmdir sem hægt er að starta strax, þeir geta hreinlega ekki komið af stað þeim framkvæmdum sem þeir vilja eins hratt og þeir vilja..  Ég var að koma fyrir fáum vikum frá skíðaferð með fjölskyldunni og keyrði þá um 120 km norður fyirr Ósló þar á E6-veginum voru nánast óslitnar vegaframkvæmdir á miðjum vetri með brúarsmíð og tvöföldun með fleirri hundruð stórvirkum vinnuvélum.
Það er náttúrulega ákaflega hagstætt að setja í gang framkvæmdir núna.  Byggingaefni er orðið geysilega ódýrt og það hindrar atvinnuleysi.  Verð á fiskafurðum er núna í sögulegu lágmarki og er hér hafa menn stórlega dregið úr veiðum vegna þessa og til að byggja upp fiskstofnanna.  Metveiði er hér í síld. Þeir geta samt ekki keypt sig frá kreppnni.  Þeir hafa fellt krónuna til að hindra skellinn og sænska krónan hefur aldrei mælst lægri þetta álíta menn kost til að aðlaga hagkerfið.  Núna blæðir þeim löndum út sem eru á Evrusvæðinu og hafa kreppuástand.

Verst að við Íslendingar getum ekki sett af stað framkvæmdir við höfum spilað geysilega óverlega og óviturlega enda hafa amatörar stýrt hagstjórninni.  Menn fjalla mestu um að afskrifa skuldir heimila en ekki hvernig á að halda uppi atvinnulífinu.  Ef atvinnulífið fer munu heimilin fara með í kjölsoginu.

Gunnr (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:33

4 identicon

Þetta er mjög áhugaverð og vel unnin tillaga Marinó.

Stjórnvöld, þ.m.t Jóhanna Sigurðardóttir verða að fara að skilja að það eru heimilin í landinu sem eru drifkraftur viðskipta og tekna. Það að leggja ofuráherslu á banka, innistæður, og fyrirtæki er bara kolröng stefna. Ef almenningur er fjárvana þá gengur samfélagið alls ekki. Enginn kaupir neitt, neysluskattar verða engir og sparnaður því síður.  300 þús. einstaklingar eða 100 þús. heimili eru það sem lætur Ísland virka, ekki ríkisreknir bankar. 

Með því að afskrifa hluta húsnæðisskulda sem hlaðist hafa upp vegna falls krónunnar og verðbóta þá fær fólk strax meira ráðstöfunarfé, sem svo aftur kemur hjólum atvinnulífsins í gang. Það má líkja þessu við vítamínsprautu sem hraðar batanum. Það að halda fólki í skuldafjötrum næstu áratugina skilar engu.

Eiginlega er grátbroslegt að sjá þá stöðu að flottasti aðgerðapakki nokkurrar ríkisstjórnar er það sem Kínverjar eru að gera í dag. Þeir hvetja almenning til að eyða peningum og gera allt sem hægt er til að svo verði. Efnahagur þjóða snýst  nefnilega um fólk.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:43

5 identicon

Vandmálið er að Íslendingar eru búnir að brjóta öll eggin sín og fá ekki lán til að minnka kreppuáhrifin. Kína hefur í raun efnahagslíf heimsins í hendi sér og ráða örlögum dollarans enda var Hillary Clinton þar á hnjánum í síðustu viku til að biðja um lán og grátbað þá um að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf. 

Önnur lönd geta brugðist við kreppunni með því að auka á opinberar framkvæmdir meðan við erum alsberir í frostinu og upp á aðra komnir. Athyglin beinist nú frá Íslandi og að öðrum svæðum. Engin virðist taka okkur alvarlega lengur. Fjármálastofnanir heims hafa öðru að sinna en einhverjum "vitleysingum" á eyju sem halda að þeir geti áfram lifað í lúxus á lánum. Og halda það að þeir geti rekið opinbert kerfi á yfir 40% halla (160-200 miljarða halli þegar heildartekjurnar slefi kannski 400 miljarða á þessu fjárlagaári) og hafa ekki þrek eða þor til að skera niður og auðvitað vill enginn lána okkur fyrir þessu enda ekkert vit. Auðvitaðvilja stjórnmálamenn tala um allt annað um að breyta stjórnarskránni, taka upp Evru um Davíð Oddsson um einhverjar smávægilegar sparnaðaraðgerðir eða um eitthvað allt annað vegna þessa að allt er svo neikvætt. Þetta kallast veruleikaflótti, afneitun og að taka ekki á málum og verður alveg geysilega dýrkeypt.  Það hefði átt að bregðast með róttækum aðgerðum þegar 2007 og í seinasta lagi vorið 2008 þegar ljóst var hvað var að gerast.

Islendingar virðumst ekki geta endurfjármagnað fjármálakerfi landsins enda er það verkefni sem við eigum að gera sjálf. Við virðumst ekki geta fullnægt skilyrðum IMF. Krónan er ennþá í öndunarvél ekkert virðist gert til að draga úr fjármálahallanum sem er skelfilegur. Núna er veruleikaflótti hinsegindaganna þar sem minnihlutastjórnin hleypur milli veggja í algjöru ráðaleysi eins og höfuðlaus hæna. Núna eru næstum 5 mánuðir frá hruninu og ekkert virðist ganga. Viðbúið að þing verði rofið í þarnæstu viku og síðan koma kostningar það er mögulegt að við blasi stjórnarkreppa. Spái því að ef endurnýjun Sjálfstæðisflokks muni sá flokkur styrkjast. Innri átök og skortur á endurnýjun mun rýra Samfylkinguna trausti auk þess mun tiltrúin á VG og Samfylkingu rýrna. Framsóknarmenn eru í raun að koma með veruleikafyrrtar tillögur og sumir halda því fram að betra er að veifa einhverju en engu.  Já við gætum setið uppi með Sjálfstæðisflokk með 30%, VG 25%, Samfylkingu 15-20% og Framsókn 15-20% þetta gæti leitt til að það væri einungis  einn möguleiki á meirihlutastjórn VG og Sjálfstæðisflokk og aðrir kostir væru 3 flokka kostir.  Þetta ástamt erfiðum aðgerðum getur leitt til að stjórnarmyndun og aðgerðir dragist vikum saman eftir kostningar.

Með allri virðingu fyrir þínum tillögum Marínó og öðrum tillögum þá byggjast þær allar á að því að baka skuldaniðurfærslu inn í bankakerfið.  Ljóst er að  en það er ljóst að kröfuhafar bankanna taka því ekki þegjandi enda koma allar niðurfellingar sem ekki er beint gjaldþrot til að bitna á þjóðarbúinu. Bæði vegna þess að minna mun fást fyrir bankanna þegar þeir verða seldir sameinaðir eða í bútum að endingu eftir nokkur ár. Það að svína á erlenda kröfuhafa getur kostað dýrt því þessir sömu aðilar anda ofan í hálsmálið á þeim ríkisstjórnum sem lána okkur fé í gegnum IMF. Þess vegna er nauðsynlegt að þessar aðgerðir hafi samþykki meirihluta kröfuhafa í bönkunum innlendra en ekki síst erlendra. Að lágmarka skuldir gæti þýtt að vaxtakjör Íslendinga gætu stórlega versnað og aðgengi að fjármagni næstu ár og áratugi. Já, hvort er verra að skulda 1000 miljarða á 2% vöxtum eða 600 miljarða á 7% vöxtum?

 

Gunnr (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Marinó, á nú að heita sæmilega tölvufær en tekst ekki að fá þennan pakka til að virka hjá mér.

Fæ bara html kóða en ekki Powerpoint sýninguna.

Baldvin Jónsson, 3.3.2009 kl. 13:13

7 identicon

Það er hægt að hlaða Powerpoint Viewer 2007 ókeypis á netinu: http://www.microsoft.com/downloads/details.aspx?familyid=048dc840-14e1-467d-8dca-19d2a8fd7485&displaylang=en

Þá eigið þið að geta séð glærusýninguna.

Gunnr (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:53

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Power Point 2003 útgáfan er kominn inn.

Marinó G. Njálsson, 3.3.2009 kl. 14:31

9 identicon

Algerlega sammála. Það má ekki láta stjórnmálamenn komast upp með að fullyrða að þetta sé ekki hægt og snúa þessu upp í andhverfu sína. Ég er ein af mörgum sem setti minn sparnað í fasteign.  Ég setti hann ekki í sjóði sem stjórnálamenn sem öllu ráða virðast telja vera það eina sem njóti eignarréttarverndar. Er það kannski vegna þess að þau eiga öll í skuldlausar eignir en áttu sjálfir digra sjóði í banka? Verund skapar vitund. Við bara megum ekki sætta okkur við þessa mismunun. Gott hjá þér Marínó!!!

EG (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:15

10 identicon

Ég er alveg sammála ykkur. Ég bara skil ekki hvernig ráðamönnum líðst að slá allar hugmyndir um björgun heimilanna út af borðinu. Hvernig voga þeir sér að mismuna þegnum þessa lands einsog gert hefur verið. Ég er ein af mörgum sem setti minn sparnað í fasteign. Hvers vegna nýtur þessi sparnaður ekki réttarverndar með sama hætti og sparnaður sem lagður er inn í banka? Hvers vegna er eignarréttur fasteignaeigenda ekki virtur með sama hætti? Er það kannski vegna þess að stjórnmálamenn bua í skuldlasuum eignum og eiga sjóði í bönkunum? Verund skapar vitund.

Elísabet (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:19

11 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Áfram Marínó.   Hægt er að útfæra niðurfærslu á lánum heimilanna með mismunandi hætti, en aðalatriðið er að með því að fara í slíka almenna aðgerð er verið að koma í veg fyrir margþætt og varanlegt stórtjón - bæði komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og þannig dregið úr landflótta og því að einstaklingar verði óvirkir í framleiðsluferlinu - það verður komið í veg fyrir að fasteignamarkaðir fari langt niður fyrir jafnvægismörkin og verði frosnir um langan tíma . . . það verður komið í veg fyrir að bankar og fjármálafyrirtæki sitji uppi með þúsundir af íbúðum sem verða tómar og tekjulausar - - sem horfa á eftir ungum fjölskyldum á flótta úr landi - - það verður væntanlega komið í veg fyrir greiðslufall hjá Íbúðalánasjóði og nýreistum bönkum og innheimtuhlutfall lána stórhækkar . . . .

Annað aðalatriði er að það þarf ekkert nýtt fjármagn til að leiðrétta þessi umtöluð 20% sem verðtryggingin hefur hlaðið á höfuðstól krónulánanna í gegn um og vegna hrunsins . . . . og kreppunnar.     Krafan og tjónið af kreppuhruninu er flutt frá einstökum fjölskyldum og staðsett að verulegu leyti hjá sameiginlegum sjóðum og á efnahag fjármálafyrirtækja  - næstu 10-25 ára.

Þeir sem taldir eru að "þurfi ekki á niðurfærslu að halda" - - munu hins vegar taka á sig þyngdar skattbyrðar í framtíðinni - - vegna þess að það er algerlega óhjákvæmilegt að setja á hátekjuskatta - - 5% og 10% og jafnvel 15% aukaskatt á hæstu tekjur.  Síðan þarf líka og ekki síður að setja á stighækkandi stóreignaskatt . . . . á allar eignir sem eru nettó yfir kannski 30 milljónir . . . . .

Þetta aukaskattstig þarf að vera til staðar   . . . amk. 3-5 ár . . . . .

Svo stillum við vaxtabætur og húsnæðisbæturnar eftir því hvernig við erum búin að niðurfæra  lánin og leysa fasteignamarkaðinn úr álögum - - þegar veðhlutfall eignanna verður almennt komið aftur niður í 80-90% og með því orðið fært fyrir fjlskyldurnar að greiða af lánunum.

Benedikt Sigurðarson, 3.3.2009 kl. 19:07

12 Smámynd: Offari

Benedikt (eða Fjallabensi eins og við kölluðum þig þegar þú varst að reyna að koma einhverju viti í kollin á okkur) Fasteignamarkaðurinn er frosinn vegna þess að verðið er of hátt. Eftir því sem frostið varir lengur er hætt við að fallið verði stærra þegar það hrapar.

Niðurfærsla á fasteignalánum gætu komið markaðnum aftur á hreyfingu þótt ég efist um að hreyfingin verði eins hröð og undanfarin ár.

Offari, 3.3.2009 kl. 19:39

13 Smámynd: Karl Ólafsson

Þessi punktur Benedikts er sterkur og honum þarf að halda hærra á lofti þangað til fólk áttar sig á þessari staðreynd:

"Annað aðalatriði er að það þarf ekkert nýtt fjármagn til að leiðrétta þessi umtöluð 20% sem verðtryggingin hefur hlaðið á höfuðstól krónulánanna í gegn um og vegna hrunsins . . . . og kreppunnar."

Þetta er auðvitað kjarni málsins, að niðurfærsla um t.d. 20% er í raun ekkert annað en bakfærsla verðtryggingar að einhverjum punkti. Og svo verður enn og aftur að minna á að peningar sem verða til fyrir tilstilli verðtryggingar er peningaprentun, þetta er peningur sem ekki er til í hagkerfinu, en okkur er ætlað að búa til.

Ég er orðinn úrkula vonar um að nokkuð náist að gera fyrir kosningar og svo má fj...... vita hvað mönnum dettur í hug eftir kosningar. Umræðan þessa dagana er ekki á háu plani, því miður, nema með örfáum undantekningum eins og hjá Marinó G. Njálssyni og Benedikt Sigurðarsyni. Takk fyrir mig og auk þess legg ég til eins og margir aðrir að verðtryggingin verði aflögð með öllu!

Karl Ólafsson, 3.3.2009 kl. 22:50

14 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Byltingin þarf á mönnum eins og Marinó að halda.

Takk fyrir allt gott sem frá þér kemur!

Þórður Björn Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 23:53

15 identicon

Já og hvað segir umheimurinn um okkur?
Sjáið greinina sem kom um Ísland í hinu virta og víðlesna tímariti Vanity Fair eftir þann virta blaðamann Micheal Lewis sem er komin í netútgáfuna en kemur í April 2009.  Hún heitir "Wall Street on the Tundra".  
 http://www.vanityfair.com/politics/features/2009/04/iceland200904

Mönnum er náttúrulega umhugað um að afskrifa skuldir heimila og fyrirtækja en það ber að varast að það sé gert á kostnað erlendra kröfuhafa með skúffuleiðum óbeint með að rýra verðmæti bankanna eða á annan hátt.  Mikilvægt er að slík skuldaniðurfærsla verði alfarið á kostnað Íslendinga sjálfra því allt annað kallast þjófnaður. Tel að það muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóðina ef menn freistast út á slíkar brautir og ætla öðum að bera kostnaðinn. 

Undirritaður hefur um áraraðir búið á Norðurlöndum og getur heils hugar tekið undir það að það er ótrúlegt “drawback” að vera með fyrirtæki skráð á Íslandi eða sem tengist Íslandi yfir höfuð. Við erum orðin Nigería Vestur Evrópu. Eiginlega ætti þessi viðskiptavild sem blásist hefur út á síðustu árum að færast núna á debithliðina þeas verða neikvæð það er kostnaður við að vera íslenskt fyrirtæki. Norrænir aðilar vilja hreinlega ekki vera bendlaðir við íslensk fyrirtæki og fjármálafyrirtækin þau eru núna gjörsamlega af sakramentinu. Væntanlega eru viðskiptabréf frá íslenskum fyrirtækjum í fjármálageiranum tekin jafn alvarlega eins og bréf frá Nígeríu þau fara án umhugsunar rétt í tunnuna. Einnig held ég að það verði geysilega erfiður róður fyrir fólk sem hefur viðskipta og hagfræðimenntun frá Íslandi og starfsvettvang í gjaldþrota bönkunum að sækja sér vinnu í fjármálastofnunum erlendis. Held nánast að það sé vonlaust. Við erum álitnir algjörir “Molbúar” og bavíanar í fjármálum og í raun höfum verið það í tillegg erum við nú álitnir einnig óheiðarlegir, gráðugir og þjófóttir og ekki á orðspor okkar eftir að batna ef við ætlum að hygla innlendum aðilum á kostnað útlendinga.

Þetta er alveg skelfileg grein í Vanity Fair og þetta er farið að heyrast háum rómi utan við landsteina og það sem er skelfilegra þetta er satt!
Við erum svona og höldum bara að við getum bara byrjað upp á nýtt og gefið skít í fortíðina og þá sem lánuðu okkur við eigum enga sök. Allt er öðrum að kenna, þeir sem lánuðu 5-8 föld árslaun sín í bíl og hús gerðu ekkert rangt, þetta var bara svona heyrir maður sagt.
..... síðan viljum við áfram búa í húsunum og keyra í bílunum en skuldirnar þær eiga einhvern vegin að strokast út......  Ef þetta verður á kostnað annara en okkur sjálfra mun þetta vera kallað þjófnaður og öll þjóðin verður þjófkennd.  Við skulum vara okkur á því.  Það mun kosta okkur óheyrilega dýrt við skulum ekki gleyma boðskap Háamálum að "margur verður af aurum api" og ".. að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern".
 

Gunnr (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 01:05

16 identicon

Sæll Marínó. Ég er algjörlega sammála öllu sem þú segir. Ég er með alveg eins og þú að setja min sparnað í húsnæði. Sá sparnaður hefur rýrnað og því finnst mér einnig sú tillaga að lækka hjá þeim sem eru mest skuldsettir ekki rétt. Þetta verður að ganga yfir alla, mannréttindi hvers og eins. Reyndar tókst mér ekki að opna skjalið en efast ekki um að þetta er allt rétt og vel gert hjá þér.

Munum við ekki berjast fyrir því að tillaga um hjálparhönd til heimilana gangi einnig til þeirra sem eru ekki einungis verst settir?

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:50

17 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Marinó ég er svo sammála þér og hefði aldrei trúað því að V.G og Samfylkinguna að geta ekki fundið leið til að hjálpa heimilunum með niðurfærslu skulda þetta eru reikningslegar stærðir og fyrirtæki gætu fengið svipaða meðferð miðað við lán sem eru með fasteignaveðum.

Þetta er bara hroki og yfirgangur af því að hugmyndin kemur frá Framsóknarmönnum sem ekki einu sinni fundu þessa leið það voru hagfræðingar sem eru að leita leiða og eru ekki staddir í miðju stríðinu hér á landi. Ég þoli ekki þetta óréttlæti að moka fé í þá sem áttu fé í bönkum en skilja skuldara eftir.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1677601

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband