Leita í fréttum mbl.is

Öryggi á ferðamannastöðum

Á visir.is er stutt umfjöllun um grein David Bauder, blaðamanns AP fréttastofunnar, til Íslands í desember sl.  Þessi grein Bauders hefur birst í blöðum um allan heim á síðustu dögum.  Fréttastofur á borð við ABC og FOX, stórblöð, tímarit, flugfélög og ferðaskrifstofur hafa birt grein hans á vefum sínum.

Ég renndi í gegnum greinina um daginn, en þar sem visir.is er með tilvitnun í hana, þá langar mig að gera einu atriði í henni nánari skil.  Það snýr að öryggi á ferðamannastöðum:

The temperature the day we toured was a few degrees shy of freezing, and there was a thick coat of ice on the ground frosted by a dusting of snow.

In other words, about as treacherous as you can get. Virtually everyone in our party slipped and fell at some point. It made you realize the difference between tourist spots in Iceland and, say, in the U.S. With these conditions, U.S. tourist spots would no doubt be closed, or the ice chipped, salted and sanded into messy oblivion.

Not in Iceland. You're responsible for your own safety. Gingerly heading down a path to get a closer view of Gullfoss, one woman slipped and if she hadn't grabbed a rope railing as she was sliding under it, she would have slid perilously close to the edge.

At Geysir, you can walk so close to the volcanic pools that if you're silly enough to stick your hand in to see if it's really as hot as they say, you can. Watch the kids.

Þarna bendir Bauder á atriði sem er til skammar á ferðamannastöðum á Íslandi, þ.e. öryggismál.  Leiðsögumenn hafa reynt að vekja athygli á þessu, en við dauf eyru ráðamanna. 

Banaslys í ferðamennsku hér á landi hafa verið nokkur á undanförnum árum.  Skemmst er að minnast banaslyssins í Reynisfjörum, annað varð við Dettifoss og svona mætti halda áfram.  Þó svo að þessi slys hafi orðið í skipulögðum hópferðum, þá hafa flest verið þar sem einstaklingar eða hópar hafa verið á eigin vegum.

Aðstaðan við Gullfoss og Geysi bjóða hreinlega upp á slys.  Á hverju ári brennist fólk á hverasvæðinu við Geysi, þegar heitt vatn úr gjósandi hver skvettist á það eða þegar það stígur fæti eða stingur hendi ofan í sjóðandi heitt vatnið.  Það eru vissulega einhver skilti á svæðinu, sem var ferðamenn við, en þau hafa lítið að segja, þegar ekkert er gert í að hindra fólk í að komast að sjóðheitu vatninu.  Í besta falli eru snúruspottar strengdir á milli járnstanga sem ná að hámarki 20-30 cm upp úr jörðinni.  Hvaða hindrun er það?  Fyrir utan að snúruspottinn hangir á milli stanganna og nemur því víða við jörðu.  Lítil börn skilja ekki að þessi spotti þýðir, að ekki má fara inn fyrir hann.  Og ekki hamlar hann fullorðnu fólki að nálgast hveraskálarnar.

Við Gullfoss eru margar slysagildrur.  Stígurinn sem liggur niður að fossinum er varhugaverður í bleytu og stórhættulegur í frosti.  Texti aðvörunarskilta er óskýr (efnislega) eða máður.  Skiltin eru fjarri fossinum og ekki er víst að allir, sem ætla að fossinum, fari framhjá þeim.   Það er eiginlega með ólíkindum að ekki verði þarna mörg banaslys á hverju ári miðað við þann fjölda sem þarna fer um.

Aðstaða og öryggi við ferðamannastaði er víða úrbótavant.  David Bauder bendir réttilega á, að búið væri að loka fyrir aðgengi að þessum stöðum í Bandaríkjunum og líklegast líka í flestum löndum í kringum okkur.  Eftir hverju er verið að bíða?  Fleiri banaslysum?  Lögsóknum?  Ég veit það ekki, en óttast það versta.

Ég hef lagt það til, að aðgerðir til útbóta á ferðamannastöðum, sé eitt af þvi sem hægt er að fara í til að fjölga störfum í landinu.  Sem sérfræðingur í öryggismálum og verðandi leiðsögumaður, þá hrís mér hugur við að sjá hve vanbúnir ferðamannastaðir eru varðandi öryggi ferðamanna.  Það er heldur ekki góð landkynning, þegar gagnrýni á þetta birtist í fjölmiðlum um allan heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörf og góð áminning, Marinó, eins og þín var von og vísa. Við höfum áreiðanlega öll lesið, séð eða heyrt aðvaranir bæði innlends og erlends fagfólks í ferðaþjónustu, þ.m.t. leiðsögufólks um þessi mál, en þau hafa yfirleitt alltaf endað í sama öngstrætinu; hver á að borga, það eru ekki til peningar! Á sama tíma var svo verið að ræna okkur öllum okkar eigum, bæði þeim sem við áttum og eigum eftir að afla með vinnu okkar og framleiðslu. - Vafalaust endar þetta með því að ráðin verða tekin af okkur með þetta sem annað. Evrópusambandið mun trúlega ganga í það til að vernda sína þegna, sem hingað kunna að slæðast, að ganga frá þessum málum á þeim stöðum, þar sem aðgangur verður á annað borð leyfður. Þegar svo þjóðlendusvæðin svokölluðu verða komin  undir stjórn Bruxelles, þá verður þeim vafalaust lokað að mestu, nema með sérstökum leyfum og eftirliti.

Ellismellur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef maður er gestur í framandi landa þá verður maður að taka því sem að höndum ber þar en ekki yfirfæra gildin heima hjá sér á gestgaflana. Mér finnst þetta svipað og að frakki sem fer til Nepal í þeim tilgangi að skoða hæðstu fjöll heims færi að gera athugasemdir við að ekki væri kláfur upp topp eins og í ölpunum. Eða láta fara í taugarnar á sér í  leigubílum á Kúbu eru ekki öryggisbelti.

Guðmundur Jónsson, 17.1.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, þetta snýst ekkert um það að vera gestur í framandi landi.  Öryggi á ferðamannastöðum er fyrir neðan allar hellur.  Það er ítrekað búið að vekja athygli á þessu á vef Félags leiðsögumanna og kemur þannig séð grein Bauders ekkert við.  Það er bara leiðinlegt, að þetta sé komið í erlenda fjölmiðla líka.

Marinó G. Njálsson, 17.1.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó

Þetta eru orð í tíma töluð. Mér finnst alveg með ólíkindum að við skulum enn vera með svona lélega aðstöðu við fjölfarna staði í náttúru Íslands. Ég og maðurinn minn erum að fikra okkur af stað með ferðaþjónustu með því að bjóða upp á ferðir á sjó. Þar eru sem betur fer, gerðar nokkuð góðar og strangar kröfur um öryggi ferðamanna. Á það við um eftirleit með bát og búnaði hans, svo og björgunartækjum fyrir farþega ef eitthvað ber út af.

En aftur að fjölsóttum ferðamannastöðum í náttúrunni. Í Vestur Húnavatnssýslu er klettavirkið Borgarvirki. Fara þarf upp bratta brekku að inngangi í virkið. Í þeirri brekku hafa nokkrir fætur brotnað í gengum tíðina. Fyrir nokkrum árum var gerður góður stigi upp brekkuna með handriði sem hefur bætt aðgengi mjög. Þegar kemur inn í sjálft virkið tekur við að stikla á steinum sem hafa hrunið úr virkinu í gegnum árin. Þarna er mjög "auðvelt" að snúa ökkla, brjót bein eða hvað annað. Það er mín skoðun að þarna megi annaðhvort raða náttúrusteinum svo úr verði göngustígur inn í virkið, eða halda áfram með tréstigann alla leið inn og gera þar pall eða eitthvað slíkt.

Svona staðir eru út um allt land og við verðum að ráðast í endurbætur á þeim ekki seinna en á þessu ári og þau næstu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1678126

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband