Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur hringlandaháttur

Hann er furðulegur þessi hringlandaháttur Seðlabankans.  Fyrir fáeinum dögum voru stýrivextir lækkaðir um 3,5% til að fá blóð atvinnulífsins til að renna aftur og núna á að nota snöggfrystingu til að setja allt í bakkgír.  Það verður spennandi að sjá hver rök Seðlabankans verða, en hugsanlega er þetta hluti af skilmálum IMF.  A.m.k. getur Seðlabankinn ekki borið fyrir sig verðbólgutölum gærdagsins, þar sem það var fyrirséð eftir lækkun krónunnar í september að verðbólga í október yrði talsvert hærri en í september.  Hafi menn ekki séð það fyrir, þá voru menn einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir.

Ég var svo sem búinn að spá því að stýrivextir myndu hækka vegna hækkandi verðbólgu, þar sem ég efaðist um að Seðlabankinn vildi hafa neikvæða raunstýrivexti.  Auðvitað lifði maður í voninni með að Seðlabankinn eins og aðrir vildu taka þátt í kreppunni með fyrirtækjum og almenningi, en það var borin von.  Hugsanlega er Seðlabankinn með þessu að reyna að fá meiri pening inn í bankann eða koma í veg fyrir útflæði gjaldeyris, en eftir allt sem á undan er gengið, þá er þetta ekki það sem atvinnulífið og almenningur þurfa.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af hverju ertu að kenna seðlabankanum um þetta?

Er ekki IMF bara að grisja fyrirtæki?

Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Johnny Bravo, þú spyrð hvað ég veit um stýrivexti.  Ætli sé ekki bara best að vitna í Seðlabankann til að segja það í einföldu máli:

Stýrivextir eru þeir vextir sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðsvexti. Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils. Hér á landi eru stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrirgreiðslu við lánastofnanir í formi svokallaðra lána gegn veði (áður endurhverf verðbréfaviðskipti), en í þeim viðskiptum geta lánastofnanir fengið fé að láni frá Seðlabankanum í 7 daga gegn veði í skuldabréfum.

Ég veit nóg til að vita hvernig þeir virka og til að átta mig á því að eina leiðin til að þeir virki í þennsluverðbólgu er að þeir séu jákvæðir.  Það ástand sem ríkir nú er aftur á móti verðbólga samhliða samdrætti.  Þá virka önnur hagfræðilögmál og þau eru mun vandmeðfarnari.  Jafnframt erum við að kljást við útstreymi fjármagns frá landinu.  Það togast því á nokkrir ólíkir kraftar og virka þeir í ólíkar áttir.

Ég hef ekki sett út á hækkunina sem slíka, bara það að vextirnir voru lækkaðir um daginn, þegar fyrirséð var að 12 mánaða verðbólga mæld í október yrði hærri en verðbólgumæling í september.  Ég hef sjálfur spáð því að ætli Seðlabankinn að halda raunstýrivöxtum jákvæðum, þá gætum við átt von á því að þeir hækki verulega (í allt að 25%) á næstu mánuðum.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, ég er ekki að kenna einum eða neinum um eitt eða neitt.  Ég segist bara bíða spenntur eftir skýringunni.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Annars kom verðbólgan ekkert í gær.  Það voru niðurstöður mælinganna sem komu í gær og þær voru, ef eitthvað var lægri en efni stóðu til.  Hafi einhver ekki áttað sig á því að verðbólgumæling í október myndi sýna hærri mælingu en í september þá var sá hinn sami í slæmri afneitun eða gjörsamlega ignorant um samspil 18% gengislækkunar og hækkunar verðlags.

Ég er alveg á því að þessi hækkun stýrivaxta var fyrirsjáanleg, en hún er ekki út af tölum Hagstofunnar í gær.  Menn hækka ekki stýrivexti út af því sem er að baka, heldur því sem er framundan.  Seðlabankinn er því líklega að búa sig undir að sleppa krónunni lausri og þá verður fjandinn laus.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eitt í viðbót.  Í hagfræði er til hugtak á ensku sem heitir "stagflation" og er það búið til úr orðunum "stagnation" (stöðnun) og "inflation" (verðbólga).  Það lýsir því ástandi þegar samdráttur og verðbólga fara saman svipað og er að gerast hér.  Spurningin er hvor djöfullinn er verri.  Í venjulegu þjóðfélagi er betra að hafa verðbólgu á kostnað stöðnunar eða samdráttar, sem er svona svipað og við höfum yfirleitt haft, en við núverandi aðstæður á Íslandi, þá virkar verðbólgan mjög skarpt á yfirskuldsett þjóðfélagið og því er valið erfitt.  Verðbólga hækkar lánin, sem verkar á afborganir, sem verkar á kaupmátt, sem eykur samdráttinn.  Af mörgum slæmum kostum eru allir vondir.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 11:03

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Davíð Oddsson:  Stýrivaxtahækkun er skilyrt aðgerð að hálfu IMF.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 11:12

8 identicon

Sæll,

Þetta er herfilegt ástand. Ekkert furðuleg ákvörðun Marínó.  Seðlabankinn var neyddur til að lækka vexti og reyna að festa gengið og það er ekki hægt.  Þetta fer eins og ég var búinn að skrifa.  Núna þurfum við að fleyta krónunni aftur og eina leiðin er með hækkuðum stýrivöxtum.  Hinn hlutinn er að ná jafnvægi á innflutning og útflutning og ná tökum á fjárlagahallanum.  Ef við ætlum að fleyta krónunni án þess að gera neitt sekkur hún til botns. Núna eru neikvæðir vextir, þaes borgar sig ekki að spara.  Mikilvægt að ná sem fyrst tökum á fjárlagahallanum annars sekkur krónan til botns.
Við erum kominn í horn. 

Ef við ætlum að lækka vexti og gera eitthvað sem á að hjálpa skuldurum sökkvum við krónunni og það bitnar ennþá harðara á skuldurum.  Hinn möguleikinn er að loka hagkerfinu með gjaldeyrisskömmtun og það veldur því að fólk/fyrirtæki forðast að flytja gjaldeyri inn í landið.  Vonandi tekst þeim að halda krónunni á floti.  Við erum ekki með annað, má leyfa sér að dreyma.... Þeir sem vilja pissa á krónunna mega gera það en það veikir hana ennþá meira.... Við erum í "deep shit".

Gunn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:41

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ungverjaland: hækkað í 11.5% úr 8.5% þann 22. okt

Tyrkland er núna: 16.75%

Brasilía er núna: 13.75%

Fjármála- og gjaldeyriskreppa í Svíþjóð nóvember 1992: 500%

Það er engin carry on trade (jöklabréf) í gangi á gjaldeyrismörkuðum í heiminum núna enda eru þeir markaðir sprungnir í loft upp með braki og brestum svo það er töluverð von til að þessir vextir munu bíta núna og stuðla að því að verðbólga lækki hratt og gengi komist fyrr í lag. En lækkun verðbólgu er forsenda alls bata.

Sumir stórir gjaldmiðlar hafa fallið/sveiflast um 50% á innan við 30 dögum.

Breytingar á innan við 30 síðustu daga

------------------------------

AUDJPY -49.87%

NZDJPY -40.06%

CADJPY -39.67%

GBPJPY -31.90%

AUDUSD -31.22%

EURJPY -30.17%

NZDUSD -22.53%

USDCAD+18.22%

CHFJPY -18.14%

GBPUSD -15.46%

USDJPY -14.18%

EURUSD -13.96%

Heimurinn er hreinlega allur í steik

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 20:19

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunn, já, þetta er ekki gæfulegt ástand og líklegast verðum við að bíða fram á nýtt ár áður en hlutirnir fara að réttast af.

Gunnar, konan var að koma frá Ungverjalandi og þeir spyrju sig að því hvort þeir verði næsta Ísland.  Þar er allt í steik og er það svo sem í samræmi við lýsingu mína frá því í vor/sumar.  Einnig vakti ég, eins og raunar þú líka, athygli á sveiflum í gegni mynta nokkurra landa á vormánuðum og spurði hvort þau yrðu næstu fórnarlömbin.  Nú kemur í ljós að þau eru öll í nauðvörn, nema Slóvakía sem tekur upp evru 1. janúar.

Ég spáði því líka um daginn, að vogunarsjóðirnir myndu falla hver af öðrum.  Mér heyrist það byrjað að gerast.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Marinó þetta er vægast sagt "svakalegt" ástand. Alveg ömurlegt. Ég var að glugga í athyglisverða grein um Ungverjaland áðan (aðvörun; greinin er mjög mjög löng): And So It Ends - Hungary's Government Announces Foreign Currency Loan Wind-up Package

Slóvakar eru víst farnir að verða hræddir um að innganga þeirra í evrusvæði muni þýða vaxtaHÆKKANIR á húsnæðislánum hjá þeim. Þetta hefur víst að gera með hvernig millibankamarkaður virkar á evrusvæði. Skil þetta ekki alveg ennþá - skrifa kanski um þetta þegar ég næ að skilja þetta.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, skoðaðu þessa grein úr The Budapest Sun:

Are we the next Iceland?

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 22:33

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já takk Marinó, las þetta. Þú og ég ræddum einmitt um stöðu HU um daginn og þú komst einmitt með samlíkinguna við Ísland.

Ég hugsa að eina ástæðan fyrir því að verðbólga í HU sé ekki meir en þessi ca 6% sem hún er núna sé vegna þess hve lítið er af ungu fólki í landunu. Þeir megna einfaldlega ekki að búa til meiri þensluverðbólgu en þetta. Aðeins 57% af þjóðinni er í vinnu á móti 85% á Íslandi.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband