Leita í fréttum mbl.is

Fá lið halda uppi meðaltalinu

Það er áhugavert að sjá töfluna yfir skiptinguna milli félagana (sem má t.d. nálgast á BBC sport, sjá hér og fyrir neðan), að það eru fimm félög sem halda uppi meðaltalinu, þ.e. Chelsea (132,8 m GPB), Manchester United (92,3 m. GBP), Arsenal (89,7 m. GBP), Liverpool (77,6 m. GBP) og Newcastle (62,5 m. GBP).  Öll önnur eru fyrir neðan meðaltalið upp á 48,5 m. GBP.

Annað sem er áhugavert að sjá, er að það er bull að Arsenal borgi ekki vel.  Það getur verið að félagið elti ekki önnur félög upp í hæstu launin, en að vera 2,6 m. GBP undir United getur varla flokkast undir að borga illa. 

Það má einnig ráða af þessum tölum að örfáar stjörnur skeri sig úr United, en aðrir leikmenn séu á "venjulegum" launum.  Ef teknir eru út úr tölunum hjá United leikmenn eins og Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Ronaldo, Giggs og Scholes, en þessir leikmenn fá allir á bilinu 4  - 6m. GBP á ári, eru laun hinna um 68 m. GBP tímabilið 2006 til 2007, sem er, jú, talsvert lægra en hjá Arsenal, þar sem hæstu laun eru vel innan við 4 m. GBP á ári.

Þessi tafla sýnir öðru fremur að setja þarf strangari reglur um skuldasöfnun félaganna.  Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar um daginn var uppnefndur skuldaliðaleikurinn (debt club game), þar sem Chelsea og United eru tvö skuldsettustu lið enska boltans, miðað við skuldasöfnun vegna launa og leikmannakaupa.  Vissulega eru allar skuldir Chelsea við eiganda liðsins, en hvað gerist ef hann lenti í lánsfjárkreppu? 

 

THE PAYROLL: WHAT PREMIER LEAGUE CLUBS PAY STAFF

ClubWage rank 2006/07League position 2006/07 Total wages 2006/07 £mTotal wages 2005/06 £m% increase
Chelsea 1 2   132.8 114.0 17%
Manchester United 2 1   92.3 85.4 8%
Arsenal 3 4   89.7 83.0 8%
Liverpool 4 3   77.6 68.9 13%
Newcastle United 5 13   62.5 52.2 20%
Premier League average5.510.5 48.542.713%
West Ham United 6 15   44.2 31.2 41%
Tottenham Hotspur 7 5   43.8 40.7 8%
Aston Villa 8 11   43.2 38.3 13%
Everton 9 6   38.4 37.0 4%
Middlesbrough 10 12   38.3 n/a n/a
Portsmouth 11 9   36.9 24.8 49%
Blackburn Rovers 12 10   36.7 33.4 10%
Manchester City 13 14   36.4 34.3 6%
Fulham 14 16   35.2 30.1 17%
Charlton Athletic 15 19   34.3 34.2 0%
Bolton Wanderers 16 7   30.7 28.5 8%
Reading 17 8   29.8 14.2 109%
Wigan Athletic 18 17   27.5 20.6 34%
Sheffield United 19 18   22.4 15.2 48%
Watford 20 20   17.6 10.0 76%

 


mbl.is Mikil veltuaukning í fóboltanum í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Marínó þetta eru að mörgu leyti uggvænlegar tölur hjá þeim stóru - en ég er alveg sammála þér með þetta með skuldsetningu liðanna - Leeds-arar söfnuðu nú góðum pakka á sinum tíma og fóru illa. Það væri gaman að sjá þessar tölur yfir liðin í næstu 2 deildum fyrir neðan. Er búin að biðja vini mína hjá Crewe hvort þeir vilji gefa mér þessar tölur hjá þeim - væri gaman að fá að sjá þær.

Ég hef nú stundum sagt að menn hér heima þurfi að fara að skoða sinn gang í fótboltanum - það gerist kannski á þessu ári þegar að í ljós kemur að verulegur samdráttur verður á styrkveitingum vegna stöðunnar í samfélaginu - lið eru þegar farin að finna þetta - en skuldbindingar flestra félaga eru meiri en góðu hófi gegnir.

Gísli Foster Hjartarson, 29.5.2008 kl. 16:33

2 identicon

sniðugt að tala um möguleg lánsfjárvandræði Abramovich.  Ekki get ég ímyndað mér að kallinn þurfi mikið á lánum að halda.  Einhversstaðar var minnst á að það taki Abba nokkra daga að fá vexti af eignum sínum sem duga fyrir öllum launagreiðslum allra leikmanna Chelsea á árs grundvelli ...

Sveinn (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sveinn, mér skilst að skuld Chelsea við eiganda sinn sé rúmlega 500 m. GBP eða yfir 65 milljarðar kr.  Þó ríkidæmi mannsins taki út fyrir allan þjófabálk, þá gæti nú komið að því að hann þyrfti á peningunum að halda í eitthvað annað.  Svo eru þetta bara vangaveltur í tilefni stöðu heimsfjármála.

Marinó G. Njálsson, 30.5.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband