Leita í fréttum mbl.is

Lægri verðbólga en efni stóðu til

Þrátt fyrir fyrirsögn fréttarinnar, þá eru þessar verðbólgutölur jákvæðar fréttir.  Verðbólga milli mars og apríl mældist 3,41% en 1,37% milli apríl og maí.  Það þýðir mun skarpari lækkun milli mánaða en venjulega hefur fylgt gengisfalli.  Þrátt fyrir þetta er útlit fyrir að verðbólgan haldist á milli 12 og 13 af hundraði fram í september.  Ástæðan er fyrst og fremst sú hvað hækkun vísitölu neysluverðs var mikil milli ágúst og september í fyrra.  Eftir það hefst lækkunarferli, sem ætti að skila okkur í um 10% verðbólgu um áramót og innan við 4% verðbólgu í apríl á næsta ári.  Þetta gæti þó gerst hraðar, ef lækkun fasteignaverðs verður mikil á næstu vikum eða mánuðum. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessar verðbólgutölur, sem ég ítreka að eru að mínu mati jákvæðar, verði til þess að gengið styrkist og lánamarkaðir opnist.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Marinó, gott að einhver sér góðu hliðarnar á verðbólgunni.  Vonandi reynist þetta rétt hjá þér.

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég myndi nú telja það mjög jákvætt að verðbólga milli mánuða lækki um 2/3.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1678129

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband