Leita í fréttum mbl.is

Í útvarpsviðtal út af bloggi

Það var hringt í mig í morgun frá Rás 2 og ég beðinn um að koma í viðtal út af bloggi mínu um efnahagsmál.  Að sjálfsögðu stóðst ég ekki freistinguna og verður viðtalið birt á næstu dögum.  [Uppfært kl. 17:54]

Það er gagnrýni mín á hagstjórn Seðlabankans sem varð til þess að ég var valinn sem "maðurinn af götunni" í umræðu um efnahagsástandið.  Það er áhugavert að blaðrið í manni er talið það merkilegt að maður geti talist góður fulltrúi almennings í svona umræðu.  Kannski fæ ég atvinnutilboð frá einhverri greiningardeild næst Grin

Með mér í viðtalinu var hinn glaðlyndi Freyr Eyjólfsson og svo Guðmundur Sverrir Þór af viðskiptablaði Morgunblaðsins.  (Það var kannski einhliða að fá tvo frá sama miðli, þar sem ég skrifa jú á mbl.is bloggið.)

Eins og þeir sem lesið hafa blogg mitt hafa tekið eftir, þá er mér tíðrætt um Bank of international settlement (BIS) og Basel II (New Basel Capital Accord) reglurnar og hef kennt þeim um margt.  Einnig hef ég bent á ábyrgð Seðlabanka Íslands (og þá Fjármálaeftirlitsins) í útfærslu Basel II á Íslandi.  Hefur sumum virst sem ég hvítþvoi bankana og almenning af allri ábyrgð.  Ég er alls ekki að segja að ábyrgðin sé ekki líka bankanna og almennings, en leikreglurnar eru settar af BIS og Seðlabankanum og það er annarra að vinna samkvæmt þeim. 

Það má koma með samlíkingu við leikreglur í handknattleik.  Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) samþykkir breytingar á leikreglum og setur það í hendurnar á landssamböndum (hér HSÍ) að innleiða þær hvert í sínu landi.  Dómaranefndum er falið að birta þær, veita fræðslu, þjálfa dómara og hafa eftirlit.  Liðin eiga síðan að haga leik sínum í samræmi við reglurnar.  IHF eða HSÍ eru hugsanlega ekki sátt við það hvernig dómaranefndir hafa menntað dómarana, þannig að þeir leyfa leikmönnum meira en hugmyndir IHF og HSÍ með breytingunum voru, þá er geta IHF og HSÍ ekki gagnrýnt dómarana eða leikmenn.  Nú skiptum við á leikreglum og Basel II, IHF verður BIS, HSÍ að Seðlabanka, dómaranefnd verður Fjármálaeftirlit, dómarar að bönkum, lið/leikmenn verða fyrirtæki/almenningur.  Samkvæmt þess verða BIS og seðlabankar í löndum heims að axla ábyrgð sína á þeirri bankakreppu sem er í gangi í heiminum í dag, þar sem þessir aðilar skilgreindu rammann og leikreglurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta var víst birt á þriðjudaginn, en það fór alveg framhjá mér.  Hlusta má á þetta hér.

Marinó G. Njálsson, 8.5.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband