Leita í fréttum mbl.is

Er matvælaskortur næsta krísan?

Nú virðist "fjármálakrísan" að vera að ganga yfir.  Krónan er búin að rétta sig talsvert af og menn úti í hinum stóra heimi eru farnir að trúa því að íslensku bankarnir séu bara nokkuð traustir.  Þar sem heimur virðist þrífast á kreppu, þá er nauðsynlegt að átta sig á því hvaða kreppa kemur næst.  Búið er að tala um heimsfaraldur inflúensu (fuglaveiki) í nærri 5 ár og það bólar ekkert á henni.  Olíuverð virðist vera farið að síga aftur, þannig að hugsanlega er sú kreppa í hjöðnun.  Byrjað er að tala um kolakreppu, en í sama mund tala menn um að það séu 50 - 100 ára birgðir eftir.  Hlýnun jarðar gæti orðið meiri háttar vandamál innan 50 ára, en það er of langt þangað til svo hægt sé að tala um kreppu.  Hvaða kreppu sjá menn þá eiginlega fyrir?

Svarið er matarskortur.  Úti um allan heim er farið að bera á skorti á hinum og þessu matvælum og hrávöru.  Á Indlandi stefnir í skort á hrísgrjónum þannig að útflutningsbann er í pípunum.  Sama er uppi á teningunum í Egyptalandi, Víetnam og Kína.  Ástæðan er m.a. samkeppni frá þeim sem nota hrísgrjón til að framleiða eldsneyti.  Ríkisstjórnir í þróunarlöndum sjá fram á að setja hömlur á útflutning á landbúnaðarvörum og hindra svartamarkaðsbrask.  Þessi krísa virðist vera raunveruleg og hún á eftir að versna.

Íslenskir neytendur hafa séð verð á margs konar innfluttri nauðsynjavöru hækka og setja flestir það í samhengi við lækkun á gengi krónunnar.  En fólk þarf að átta sig á, að verð á innfluttum matvælum á eftir að hækka verulega á næstu mánuðum hreinlega vegna þess að matvælaframleiðsla í heiminum annar ekki eftirspurn.  Því er eðlilegt að spyrja:  Getum við séð okkur farborða?  Er hægt að auka matvælaframleiðslu nægilega hér á landi til að bæta fyrir fall í framboði á öðrum matvælum?  Munum að það sem gert er í dag getur haft alvarlegar afleiðingar síðar.  Skýrt dæmi um þetta er fataiðnaðurinn hér á landi.  Fyrir 25 árum var hér á landi öflugur fataiðnaður.  Þá var landið skyndilega opnað fyrir innflutningi á "ódýrari" fatnaði og hver framleiðandinn á fætur öðrum fór á hausinn eða hætti rekstri.  Nú er svo komið að innlendir framleiðendur anna ekki nema brotabroti af eftirspurn og það sem verra er þekkingin er að hverfa líka.  Gæti innlend matvælaframleiðsla lent í sömu sporum?  Ég er ekki að verja íslenskan landbúnað eða hvetja til þess að hætt verði við að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum.  Ég er bara að segja að í upphafi skuli endinn skoða.  Pössum okkur á því að ganga ekki það nærri innlendri matvælaframleiðslu, að hún verði ekki til staðar, þegar við þurfum nauðsynlega á henni að halda.  Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

OK, gerum ráð fyrir að við ætlum að halda uppi matvælaframleiðslu.  Hvað fleira gæti komið í veg fyrir að landsmenn fái matvælin?  Hvað þarf til að koma framleiðslunni til neytenda?  Það þarf tæki og umbúðir, alls konar bætiefni og efni til að halda framleiðslunni heilsusamlegri svo fátt eitt sé nefnt.  Hvað af þessu getum við skaffað hér innanlands?  Hvað af þessu er hægt að framleiða úr innlendum hráefnum?  Og það sem ekki er hægt að framleiða úr innlendu hráefni eða hreinlega ekki hægt að framleiða hér á landi, munum við hafa aðgang að hrávöruninni eða fullunninni vöru?  Getum við flutt þetta til landsins?  Mér sýnist umbúðir vera einn mikilvægasta hlekkinn í þessu ferli, þar sem t.d. öll mjólkurframleiðsla fer í innfluttar umbúðir.  Án þeirra fer varan ekki á markað.

En burt frá þessu tali og að matvælaskorti á heimsvísu.  Getur verið að spákaupmennirnir hafi fundið sér nýtt viðfangsefni og hafi snúið sér að landbúnaðarvörum?  Maður heyrir þessu æ oftar fleygt á öldum ljósvakans og á Internetinu.  Það kæmi mér ekkert á óvart, þar sem þeir eru sífellt að leita sér að nýjum leiðum til að græða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vietnam og pakistan hafa stöðvað útflutning á hrísgrjónum... Kazakstan og Pakistan indland hafa bannað útflutning á hveiti..  á afríku herjar sníkjudýrasjúkdómur á hveitiræktun og smitanst hún með vindi.. bara tímaspursmál ða hún smitist til asíu og þá er voðinn vís og hungursneyð framundan og .. mögulega ný heimstýrjöld.

Í usa hefur 20 % af ræktunarlandi verið teku'ið undir ræktun á bío eldsneyti... go figure.

Óskar Þorkelsson, 8.4.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þessi tilhneiging að taka ræktarland úr matvælarækt í ræktun fyrir lífefnaeldsneyti á bara eftir að aukast, a.m.k. með verð á bensíni er jafnhátt og raun ber vitni.

Vandamálið er orðið alvarlegt í fjölmennustu löndum heims, sem eru ekki lengur fær um að framleiða nóg fyrir eigin íbúa.  Ástæðan er m.a. að fáir markaðir verða fyrir eins miklum áhrifum af afskiptum stjórnvalda, sem verður til að þess að skekkja verulega myndina.  Niðurgreiðslur verða til þess að fátækari löndin flytja mikið út hrávöru og síðan jafnvel inn full unna vöru.  Þannig er framleiða Bandaríkin um 10% af öllu hveiti í heiminum, en flytja samt út um 25% af heimsframleiðslunni.

Önnur hlið sem er að verða áberandi, er að ríkisstjórnir eru farnar að leggja "refsitolla" á útflutning.  Það skýtur því vissulega skökku við að hér á landi fá menn útflutningsbætur og eru jafnvel neyddir til að flytja hluta framleiðslunnar út.  Ég er ekki að segja að banna eigi bændum að flytja framleiðslu sína út, en íslenskir neytendur eiga ekki lengur að þurfa að greiða fyrir slíkum útflutningi.

Eitt atriði í viðbót sem hefur áhrif á framboð á matvælum eru alls konar veðurfarsáhrif.  Hlýnun jarðar veldur því að svæði sem voru áður góð ræktarsvæði eru að verða of heit.  Síðan blandast inn í þetta breyting á vatnsforða einstakra landa sem gerir það að verkum að ekki er til nóg vatn til nota á ræktunarlöndum. 

Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Efsta línuritið sýnir olíuverð, það næsta vísitölu hráefna og það neðsta gullverð.

Þetta er allt á uppleið og ekkert sem bendir til neinna sérstakra breytinga hvað það varðar. Ekkert fer alveg beint upp eða niður á mörkuðum, það er fyrst og fremst trendið sem skiptir máli.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Síðan sjáum við dollar. Hann er alveg við sögulegan botn og á öruggri niðurleið og alls ekkert sem bendir til neinna sérstakra breytinga hvað það varðar enda Bandaríkin vita fallít fyrir lifandis löngu. Dollarinn er ráðandi gjaldmiðill í olíu-, gull- og hráefnaviðskiptum, raunar yfirgnæfandi. Fall hans ýtir því greinilega undir hækkanir hráefna og matvæla á heimsmarkaði.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er rétt, Baldur, að lækkun USD ýtir undir hækkanir alls staðar í heiminum á hrávöru (nema á Íslandi).  En það er ekki það sem vekur í mönnum ugg, heldur minnkandi útflutningur af landbúnaðarframleiðslu til manneldis.  Samkeppnin við orkuiðnaðinn (eða ætti ég að segja eldsneytisiðnaðinn) er farin að segja til sín.  Og þetta mun ekki bara bitna á matvælaframleiðslu vegna skorts á korni, hrísgrjónum, maís og hveiti sem hrávöru til hennar.  Nei, þetta mun líka bitna á kjötframleiðslu vegna minnkandi framboðs á kjarnfóðri.  Þetta síðasta gæti verið jákvætt fyrir fiskveiðiþjóðina Ísland, þar sem meiri eftirspurn verður eftir fiskafurðum, en hafið gefur bara takmarkað af sér og því mun þetta að endingu leiða til minna framboðs af matvælum.

Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það sé ekki ástæða til að óttast langvarandi matvælaskort.  Hins vegar kemur nokkuð ójafnvægi á markaðinn þegar opinberir aðilar auka niðurgreiðslur á ákveðnu sviði, eins og til eldsneytisframleiðslu.  Þegar verðið á hrávörunni fer svo að stíga, eykst spákaupmennska, sérstaklega þegar aðrir markaðir hafa verið á hraðri niðurleið.

Útflutningshöft og tollar, eru bæði sett á vegna tekjuöflunar (t.d. í Argentínu) en ekki síður til að reyna að vernda viðkomandi land fyrir "markaðsverði".  Hugmyndin er sú að með því að hefta útflutning, aukist framboðið svo mikið á heimamarkaði að verðið falli.  Ergo, ánægðir neytendur en óánægðir bændur, sem oftar en ekki draga þá úr framleiðslu rétt eins og er að gerast í Argentínu.

Staðreyndin er sú að landbúnaður á gríðarlega mikið "inni", enda hefur verið reynt á stórum svæðum að reka landbúnað í "bakkgír", þ.e. að í mörg ár er búið að greiða bændum fyrir að framleiða ekki.  Síðan er eftir að taka í gagnið víða betrumbætur eins og erfðabreyttar korntegundiir.  Sömuleiðis á landbúnaður í fyrrum Sovetinu mikið inni, t.d. í Ukrainu, en þar hefur fjárfesting í landbúnaði aukist mikið, sem betur fer.

En það er hins vegar líklegt að á allra næstu árum verði nokkur titringur á matvælamarkaði, sérstaklega ef opinberir aðilar viða um heim halda áfram inngripum sínum, sem því miður allt bendir til.

G. Tómas Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eðlilega halda menn að sér höndum og safna birgðum þegar verð á matvælum rýkur upp og frekari hækkanir eru í pípunum. Aðeins á Íslandi selja menn orku á útsöluverði í bullandi seljendamarkaði á orku.

Ríkisstjórnir milljónaþjóða í þriðja heiminum þurfa að geta brauðfætt landslýðinn, annars er voðinn vís eins og vaxandi óeirðir vegna fæðuskorts og hækkandi matvælaverðs víða um heim sýna. Það má ekki mikið út af bera.

Hér heima erum við að sigla inn í vaxandi verðbólgubylgju sem ekki sér fyrir endann á. Ég held að verðbólgan (þessi opinbera) verði amk. 12-15% í ár og sennilega enn meiri á næsta ári.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 14:03

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er rétt, G. Tómas, að ýmis þekkt "forðabúr Evrópu" eru ekki að fullu nýtt, en þau munu ekki bjarga Austur-Asíu og síðan eru þessi "forðabúr" að glíma við mikla mengun í ám og fljótum, þannig að hreinsa þarf allt vatn áður en hægt er að veita því á akrana.

Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 14:29

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Athyglisvert trend: 

 

google news search : 'food riot'

 

278 22 mar 

289 23 mar

330 24 mar

380 26 mar

970 2 apr

1330 5 apr

1698 7 apr

 

Stay tuned.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 15:41

10 Smámynd: Jonni

Þetta eru óhugnalegar horfur. Ég efast ekki um að þetta er eitthvað sem á eftir að raska tilveru okkar verulega á komandi árum og jafnvel áratugum. Við erum búin að vera svo lengi i þessu partýi að allir voru búnir að gleyma að öll partý enda einhverstaðar. Eða að þeir voru í partýi yfirhöfuð.

Jonni, 8.4.2008 kl. 16:34

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vandamál okkar frá þjóðhagslegu sjónarhorni er að erlendar eignir vilja sem fyrr ólmar koma orkulindum okkar sem allra fyrst með afslætti í hendur eigenda þeirra. Ég meina, allir aðrir en ódýrustu hórur skilja að að ef eitthvað er að vaxa í verðgildi og mun gera það áfram (seljendamarkaður) er ekki glóra að selja það strax á útsölu. Gáfulegra er að bíða með það og raka inn á því í framtíðinni. Vonandi tekst fótósjoppi og mogganum að ljúga metnaðarfyllri hórur með snefil af reikningskunnáttu inn á álþingi næst.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 23:19

12 Smámynd: Jonni

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/09/oeirdir_vegna_hungurs/

Jonni, 9.4.2008 kl. 10:36

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, líta hlutina sömu augum, sbr. frétt á mbl.is í dag.

Marinó G. Njálsson, 10.4.2008 kl. 08:50

14 Smámynd: Jonni

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/11/kartoflur_i_stad_hveitis/

Jonni, 11.4.2008 kl. 09:28

15 Smámynd: Jonni

Þær koma nú bara í röðum um þessar mundir þessar fréttir sýnist mér.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/11/varad_vid_matarskorti/

Það er greinilegt að þetta verður næsta "talk of the town" í alheimsþorpinu. Menn líka orðnir þreyttir á hnatthlýnun, efnahagshruni, stríðsbrölti og þessháttar langlokum. Coming soon to your local supermarked. Kannski maður ætti að næla sér í smá landskika á meðan kostur er...

Jonni, 11.4.2008 kl. 10:10

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir innleggin, Jonni.  Ég tek eftir þessu sama í heimspressunni.  Á hverjum degi er umfjöllun um óeirðir, matarskort eða miklar hækkanir.  Ég hlusta mikið á BBC World og þeir eru mjög uppteknir af þessu.  Spurningin er hvort og að hve miklu leiti við eigum að hafa áhyggjur af þessu.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband