Leita í fréttum mbl.is

Evrópudómstóllinn styður fyrirtæki í notkun á ódýru erlendu vinnuafli

Ég nefndi það fyrr í dag, að samkvæmt frétt á BBC World hefði Evrópudómstóllinn (European Court of Justice) dæmt sænsku verkalýðshreyfingunni í óhag í mali gegn erlendu fyrirtæki, en að mig vantaði frekari upplýsingar.  Nú er ég búinn að finna þær og er óhætt að segja, að þessi dómur gæti kollvarpað íslenskum vinnumarkaði nema að löggjafinn grípi inn í.  Miðað við forsendur dómsin, þá sýnist mér sem samnings- og baráttustaða íslensku verkalýðshreyfingarinnar hafi versnað verulega og á sama hátt hafi réttur vinnuveitenda til að ráða ódýrt erlent vinnuafl styrkst til muna.  Það eina sem virðist geta komið í veg fyrir að laun lækki niður úr öllu valdi, er að sett verði lög um lágmarkslaun, en slík löggjöf mun í leiðinni kollvarpa öllu bótakerfi almannatrygginga.

Hér er hægt að sjá umfjöllun International Herald Tribune um málið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Neytendasamtökin og verkalýðsfélögin eiga að birta nöfn þeirra verktaka og fyrirtækja sem staðin eru að því að sniðganga samninga um lágmarkslaun og hvetja neytendur til að versla ekki við þau fyrirtæki og verktaka.

Theódór Norðkvist, 18.12.2007 kl. 23:26

2 identicon

Kjarasamningar hafa sömu stöðu hérlendis og ófrávíkjanleg lög.

1. grein laga nr. 55/1980 um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyristrygginga:

"Laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um skulu vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar skulu ógildir." (Þetta ákvæði var upphaflega sett með lögum nr. 9/1979.)

Sjá einnig lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem fram kemur í 5. grein að stéttarfélög eru lögskipaður samningsaðili en ekki einstakir launþegar, og lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þar sem í 70. grein er mælt fyrir um sektir vegna brota á lögunum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:22

3 identicon

Lagfæring á innsláttarvillum hér að ofan:

"Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir." (Þetta ákvæði var upphaflega sett með lögum nr. 9/1974.)

Smá viðbót:

En að sjálfsögðu geta einstakir launþegar samið hér löglega um betri kjör en lágmarkskjörin sem hinir almennu kjarasamningar ákveða.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Einn angi af þessu máli er að einhver verklýðsfélög eru að hverfa frá því að hafa launasamninga sem hluta af kjarasamningum og má því segja að lágmarksviðmiðið verði dálítið veikt í slíkum samningum.  Einnig hefur komið fram, að ekki eru öll fyrirtæki aðilar að kjarasamningum launþegahreyfinga við samtök atvinnurekenda (vegna félagafrelsis) og af sömu ástæðu eru ekki allir launþegar aðilar að launþegahreyfingum.  Þessir aðilar lenda milli skips og bryggju.

Annar angi af þessu máli, er að einhverjar stéttir eru ekki með kjarasamninga.  Má þar nefna suma hópa háskólamenntaðra sérfræðinga, sbr. tölvunarfræðinga.  Í dæmi tölvunarfræðinga, væri samkvæmt dómnum ekkert því til fyrirstöðu að flytja til landsins 10.000 Indverja (svo dæmi sé tekið) og láta þá vinna á þriðjungi þeirra launa sem íslenskir tölvunarfræðingar taka fyrir sín störf.

Þriðji angi af þessu máli, er að stjórnvöld hafa sjálf virt að vettugi ákvæði um lágmarkskjör með því að tryggja ekki lífeyrisþegum þessi lágmarkskjör. Þetta gera þau m.a. í skjóli þess að ekki eru nein lagaákvæði um hver þessi lágmarkskjör eiga að vera.

Marinó G. Njálsson, 19.12.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678163

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband