Leita í fréttum mbl.is

Evrópudómstóllinn dæmir sænskum verkalýðsfélögum í óhag

Það var frétt á BBC World áðan þar sem fram kom að Evrópudómstóllinn hefði dæmt erlendu fyrirtæki með starfsemi í Svíþjóð í hag í máli sænskra verklýðsfélaga gegn fyrirtækinu.  Sænsku verkalýðsfélögin héldu því fram að sænskir kjarasamningar giltu fyrir starfsmenn fyrirtækisins, en fyrirtækið hélt því fram að þar sem engin lög um lágmarkslaun væru í Svíþjóð, þá væri ekki lagagrundvöllur fyrir því að sænskir samningar giltu fyrir fyrirtækið.  Dómstóllinn dæmdi því fyrirtækinu í hag og getur það því gert launasamninga við starfsfók, sem eru með lægri taxta en gildandi kjarasamningar.

Það verður fróðlegt að fá nákvæmari fréttir af þessum úrskurði, þar sem nokkuð öruggt er að hann hafi fordæmisgildi fyrir Ísland, ef skilningur minn á fréttinni er réttur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki rétt ályktun af niðurstöðu Evrópudómstólsins. Samkvæmt lögum hér á landi hafa kjarasamningar almennt gilti sem svo er kallað skv. lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks. Af þeim lögum leiðir að erlendum verktakafyrirtækjum sem hér starfa tímabundið ber skilyrðislaust að fara að íslenskum kjarasamningum og lögum á vinnumarkaði. Þau eru í raun í sömu stöðu og innlend vertakafyrirtæki. Þessi meginregla er síðan nánar útfærð í lögum nr. 45/2007. Á þessu sviði sem öðrum eru hins vegar alltaf ákveðin vandamál tengd framkvæmd og eftirfylgni. Sjá nánar frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands www.asi.is.  Í Svíþjóð er þegar farin af stað umræða um setja lög um almennt gildi kjarasamninga í byggingariðnaði til að koma í veg fyrir að mál sem þessi endurtaki sig þar í landi. 

Ingvar Sv. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dómstóllinn byggði úrskurð sinn á því að í sænskum lögum (alveg eins og íslenskum) eru engin ákvæði um lágmarkslaun, þá gætu verkalýðsfélögin ekki þvingað fyrirtækið sem á í hlut til að borga þau lágmarkslaun sem ákveðin hafa verið á atvinnusvæðinu.

Marinó G. Njálsson, 18.12.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 81
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 644
  • Frá upphafi: 1677661

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband