Leita í fréttum mbl.is

Nú er tækifærið

Það er búið að vera hálf kómískt að hlusta á mæta menn tala um menningarverðmætin sem voru að glatast með eyðileggingunni á Austurstræti 22.  Í mínum huga glötuðust þessi verðmæti fyrir löngu, þegar leyft var að breyta húsinu m.a. í Karnabæ og síðan í ótal aðrar verslanir, útsölumarkaði og skemmtistaði.  Nú er tækifærið til að gera það sama við Austurstræti 22 og gert var við Torfuna á sínum tíma, þ.e. byggja húsið upp í upprunalegri mynd og setja þar inn starfsemi sem hentar húsinu.  Það getur verið skemmtistaður, en það getur líka verið margt annað. 

Það er kannski hart að segja, en húsið sem brann var frá síðustu öld, ef undan eru skilin tvær eða þrjár sperrur og eldstæði.  Líklegast bjargaðist eldstæðið og kannski er hægt að finna sperrurnar í brakinu.  Ef sperrurnar finnast, þá væri upplagt að setja þær utan á nýjar sperrur sem óhjákvæmilega verða reistar.

Gerum "Höll Hundadagakonungs" hátt undir höfði og byggjum húsið upp í upphaflegri mynd.  Það þýðir að hinar ýmsu síðari tíma tengibyggingar verða að víkja, s.s. gamli leigubílaskúrinn, sem undirþað síðasta hýsti Fröken Reykjavík, og byggingin í sundinu að Nýja bíó húsinu.


mbl.is "Höll Hundadagakonungs" varð æstum eldinum að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gerði mér för niður í bæ um kvöldmatarleytið í gær til þess að kanna aðstæður, fylgjast með slökkvistörfum, taka nokkrar myndir og sjá með eigin augum í síðasta sinn það sem varð eldinum að bráð. 

Mér varð hugsað til þess að í raun væri óafsakanlegt að sá menningararfur sem elstu hús borgarinnar eru séu notuð undir þá starfssemi sem þar hefur farið fram undanfarna áratugi. Eins og raun bar vitni, þá þarf ekki mikið út af að bera til þess að slys sem þetta hendi og finnst mér því mikilvægt að nýtingu húsanna sé þannig háttað að "minna mæði á þeim", ef svo má að orði komast, þ.e. að þau verði notuð undir starfssemi sem hæfir betur aldri þeirra. Til dæmis mætti nýta svona hús undir söfn og/eða aðra menningartengda starfssemi í stað þess að reka þar skemmtistaði með tilheyrandi álagi á húsnæðið og umhverfi þessi. Með þeim hætti mætti einnig örugglega koma eldvörnum betur við.

Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1678125

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband